Er þá ekki ábyrgðin hjá Wellink?

Nú hefur verið staðfest að Davíð sagði þessum hollenska kollega sínum frá eigin áhyggjum af stöðu bankanna skömmu fyrir hrunið. Sá vill meina að það merki að íslenskir eftirlitsaðilar hafi sagt sér ósatt.

En bíðum nú aðeins við:

Í fyrsta lagi er skoðun eins manns, jafnvel þótt um seðlabankastjóra sé að ræða, aðeins skoðun hans en ekki endilega óvefengjanleg staðreynd.

Í öðru lagi hlýtur Wellink þessum að hafa borið að grípa strax til ráðstafana sjálfur hafi hann talið Davíð lýsa staðreyndum. Það virðist hann ekki hafa gert, sem þýðir að ábyrgðin á óförunum liggur þá að stórum hluta hjá honum sjálfum.


mbl.is Lýsti miklum áhyggjum af stöðu bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svarið við þessu er einfalt: NEI.

Um var að ræða útibú frá íslenskum banka, sem hafði rekstrarleyfi í Hollandi frá íslenska fjármálaeftirlitinu og laut eftirlits með því. Hollendingar höfðu því ekki lögsögu yfir útibúinu eða ICESAVE reikningum þess.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 10:47

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þegar spurt er um ábyrgð Wellinks hér er ekki átt við fjárhagslega ábyrgð á Icesave skuldbindingunum heldur hver vissi hvað hvenær og hvað honum bar þá að gera. Wellink sakar íslensk stjórnvöld um að leyna upplýsingum, en spurningin er hvort hann var saklaus af slíku sjálfur.

Gaman að fulltrúar Breta og Hollendinga skuli enn vera jafn skeleggir og athugasemd þín sýnir!

Þorsteinn Siglaugsson, 5.2.2010 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 287367

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband