Áhyggjuefni að þetta sé frétt

Það er mikið áhyggjuefni að afstaða Kára Stefánssonar til þess hvort sóttkví eftir skimun sé skynsamleg ráðstöfun eða ekki skuli vera fréttnæm. Það hvort svo er ræðst af áhrifunum á samfélagið allt. Og ég hef hvergi séð að þessi einstaklingur hafi unnið einhverja heildstæða greiningu á því. Hann veit ósköp einfaldlega ekkert um það. Og staðhæfingar hans um að með þessari seinni skimun verði bara allt eins og venjulega hérlendis eru einfaldlega fáránlegar. Það er algerlega útilokað að hægt sé að koma í veg fyrir útbreiðslu svona veiru.

Allan málflutning Kára Stefánssonar í þessu verður að meta í ljósi þess að nú er hann kominn í vörn fyrir ákvörðun sem tekin var í móðursýkiskasti. Því hefur heyrst fleygt að ástæðan hafi verið hótanir hans sjálfs. Það væri þá ekkert nýtt.

Eftir á að hyggja er raunar öll þessi skimanasaga skólabókardæmi um óstjórn og vanstillingu. Fyrst er ákveðið að opna landið og skima alla, að tillögu Kára Stefánssonar. Opinbera kerfið hefur ekki getu til þess og Kári býðst til að taka það að sér. Engum dettur í hug að ganga þá frá samningi um það verkefni, hversu lengi það eigi að standa, hvað verði greitt fyrir og svo framvegis. Bara vaðið af stað í trausti þess að maður sem í mörg ár hefur gert sér það helst til dundurs að níða niður skóinn af sömu stjórnmálamönnum og hann býðst nú til að hjálpa sjái bara um málið. Nokkrum dögum síðar ákveður hann svo auðvitað fyrirvaralaust að draga sig út úr verkefninu sem hann sjálfur átti frumkvæði að. Ráðherraábyrgð kemur æ oftar upp í hugann.


mbl.is Þrír smitaðir: Seinni skimun „bráðnauðsynleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamlegar röksemdir

Nu hafa tugþúsundir Íslendinga verið þvingaðar til atvinnuleysis með stjórnvaldsaðgerðum sem eru svo heimskulegar og vanhugsaðar að hugtakið ráðherraábyrgð fer að koma æ oftar upp í hugann. Atvinnugreinin sem þetta fólk starfaði við hefur verið lögð í rúst af stjórnvöldum. Aðrar atvinnugreinar eru stórskaddaðar líka. Það eru engin störf til staðar fyrir allt þetta fólk.

Kristrún bendir hér á hið augljósa: Við aðstæður sem þessar breytir engu um vinnuvilja fólks þótt atvinnuleysisbætur séu hækkaðar. Störfin eru ekki fyrir hendi. En hækkun bótanna er nauðsynleg því annars lifir fólk ekki af. Stóra spurningin er hvort það sé rétt að fjármagnið komi úr vasa skattgreiðenda. Það mætti eins færa að því rök að fyrst ætti að tæma vasa þeirra sem ábyrgðina bera.


mbl.is „Þetta er okkar styrjöld“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. ágúst 2020

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband