Tilefnislausar hindranir?

Fyrst, nokkrar innlendar staðreyndir um kórónaveirufaraldurinn:

Samtals greind smit eru rétt tæplega fimm þúsund. Við getum reiknað með að raunveruleg smit séu tvöfalt fleiri, eins og þau voru í vor þegar mótefnarannsókn var gerð. Smitaðir séu því tíu þúsund.

Af þessum tíu þúsund hafa 256 þurft að leggjast á spítala. Það eru 2,5% þeirra sem smitast. Það er lágt hlutfall. Fjörutíu hafa þurft meðferð á gjörgæslu.

Af þessum tíu þúsund hafa 15 látist. Það er 0,15% dánarhlutfall. Það er lágt hlutfall. Helmingi lægra en það var í vor. Nánast allir sem hafa látist var aldrað fólk.

Nú eru að greinast fáeinir tugir smita á hverjum degi. Það kom kúfur þegar smit dreifðist um öldrunardeild LSH og var dreift um landsbyggðina líka. Að öðru leyti hefur útbreiðslan verið hæg og örugg.

Innlagnir á LSH á síðasta ári voru um 25 þúsund. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga á hverjum degi var rúmlega 600.

Samkvæmt minnisblaði forstjóra LSH sem skilað var um daginn ræður spítalinn við jafnvel svartsýnustu spár um smitfjölda. Þetta sagði forstjórinn líka í fjölmiðlum.

Af þessum staðreyndum má sjá að þær óhóflegu hindranir sem ríkisstjórnin kynnti fyrir helgi eru algerlega án nokkurs einasta tilefnis. Þær eru því ólögmætar. Fólki ber engin skylda til að hlýða þessum reglum.

Eina skynsamlega og mannúðlega leiðin til að fást við veiruna er að vernda þá sem viðkvæmir eru, en hvetja aðra til að lifa lífi sínu með sem eðlilegustum hætti. Þannig má lágmarka dauðsföll og heilsutjón til lengri tíma. Útbreiðslunni þarf að stýra þannig að álag á kerfið sé innan marka. En miðað við orð forstjóra LSH er jafnvel þarflaust að hafa áhyggjur af því.

Uppákoman á Landakoti sýnir hvað gerist þegar öfug leið er farin; ekki gætt að viðkvæmu hópunum en öll áherslan á að trufla líf þeirra sem ástæðulaust er að trufla. Það er kominn tími til að stjórnvöld geri sér grein fyrir skyldum sínum, að vernda líf og heilsu almennings, til lengri og skemmri tíma.

 


Hverjar eru staðreyndirnar?

Hver er forsenda staðhæfingar um að veiran sé meira smitandi nú? Þetta er endurtekið í sífellu en engin rök eru færð fyrir því.

Hver er forsenda staðhæfingar um að sjúkdómurinn sé "verri" nú? Þetta er líka endurtekið í sífellu. Samt sem áður hafa tvöfalt fleiri smitast í síðari bylgjunni, en einungis einn hafði látist þegar vanhæfni og óstjórn á LSH varð til þess að veirunni var dreift óhindrað meðal elstu og veikustu einstaklinganna.

Sífellt er hamrað á því að spítalar séu að yfirfyllast af covid sjúklingum. Er hverjar eru staðreyndirnar? Frá upphafi faraldursins hafa 256 manns lagst á spítala með þessa pest. Samtals 40 manns hafa legið á gjörgæslu. Á síðasta ári voru innlagnir á sérgreinadeildir LSH samtals um 25 þúsund. Það er sumsé í raun og veru ekkert sérstakt álag á spítalann, innlagnirnar ekki nema 1% af heildarfjölda innlagna á síðasta ári. 

Svo er sífellt verið að skýra hitt og þetta með tilvísun í einhverjar greiningar sem eigi að sýna hvaðan hin og þessi veira sé upprunnin. Læknir sem þekkir þetta vel hefur sagt mér að þetta sé ekkert annað en ómarktækar tilgátur, engin áreiðanleg vísindi að baki.

Upplýsingaóreiðan á sér fyrst og fremst rót hjá Kára Stefánssyni, LSH og Landlæknisembættinu. Þaðan streymir hinn röklausi hræðsluáróður og órökstuddu og ósönnu staðhæfingar. 

 


mbl.is Seinni bylgjan verri en mótefnið dofnar ekki hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. nóvember 2020

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband