14.10.2020 | 21:44
Hvað breyttist?
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var meðal gesta í Silfri Egils þann 15. mars síðastliðinn. Þar sagði hann meðal annars: Við getum ekki komið í veg fyrir að veiran fari um samfélagið. Við viljum bara að hún sýki ekki veikustu einstaklingana sem fara hvað verst út úr sýkingunni [...] Við erum að reyna að búa til ónæmi í samfélaginu á hægan og og öruggan hátt.
Þetta var 15. mars. Þá var talið að einn af hverjum tuttugu sem fengju veiruna dæju úr henni. Leiðin sem Þórólfur mælti með var nákvæmlega sú leið sem lögð er til í Great Barrington yfirlýsingunni.
Hvað ef við fengjum fjórum til fimm sinnum stærri faraldur? Spurði Þórólfur. Hvað ef tilfellin væru 300-500 dag? Eða jafnvel um 2.000 eins og spár vísindafólks í Háskóla Íslands bentu til að þau gætu orðið ef ekkert yrði að gert. ... Að læknar skuli halda þessu fram [að fara þá leið sem hann mælti sjálfur með 15. mars] mér bara finnst það ótrúlegt.
Á sama fundi sagði forstjóri LSH: [að] spítalinn hafi getu umfram svörtustu spár til að mæta þörf á gjörgæslurýmum og öndunarvélum.
Þetta var 8. október. Þá var dánarhlutfallið samkvæmt nýjustu áætlunum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar rúmlega einn af hverjum þúsund.
Hvað breyttist? Hvers vegna breyttist það? Hver voru áhrif fulltrúa lyfjaiðnaðarins á þessa algeru viðhorfsbreytingu?
Því hvað veiruna varðar var það eina sem breyttist að það kom í ljós með tímanum að hún væri miklu hættuminni en fyrst var álitið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
14.10.2020 | 12:01
Dánarhlutfall lækkar - en hvað um gamla fólkið?
Í vor þegar gerð var rannsókn á útbreiðslu Covid 19 hérlendis höfðu greinst um 1.800 smit í skimunum. Mótefnarannsóknin sýndi að um 3.600 hefðu smitast. Nú hafa greinst um 3.700 smit og ef hlutfallið er það sama mætti álykta að ríflega 7.000 manns hafi smitast. Dánarhlutfallið er þá komið úr 0,3% niður í 0,15%. Það er í ágætu samræmi við nýjasta mat WHO á heimsvísu.
Þegar smittölur og aukning smita eftir aldurshópum er skoðuð sést að smitin eru að dreifast nokkuð jafnt á aldurshópa. Þetta er áhyggjuefni því elsti hópurinn er um 1.000 sinnum líklegri til að deyja úr veirunni en unga fólkið. Hvers vegna er ekki beitt hnitmiðuðum aðgerðum til að vernda þennan hóp almennilega, eins og þau sem standa að Barringon yfirlýsingunni leggja til? Við eigum marga færa sérfræðinga í lýðheilsu, sem yrði ekki skotaskuld úr því að móta gagnlegar tillögur til að vernda viðkvæmasta hópinn. Af hverju eru starfskraftar þessa fólks ekki nýttir?
![]() |
88 smit innanlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2020 | 10:57
Einkennileg fyrirsögn
Það er undarlegt orðalag að staðhæfa að dómaraefnið hafi "komið sér hjá" spurningum um fóstureyðingar. Dómaraefnið sagðist einfaldlega dæma eftir lögum í hverju máli fyrir sig, og útilokað væri að staðhæfa fyrirfram hvernig hún myndi dæma í málum sem ekki hafa þegar verið lögð fyrir réttinn. Það að gera grein fyrir því að ekki er hægt að svara spurningu er ekki það sama og að "koma sér hjá" því að svara henni. Þetta skilur allt bærilega skynsamt fólk.
Það hvernig dæmt er í máli ræðst vitanlega af því hvernig málið er lagt upp og hvaða lagagreinar dómari telur eiga við um það þegar það kemur til kasta réttarins og lögmenn hafa flutt það.
Blaðamaður virðist ekki átta sig á því að dómarar eru ekki stjórnmálamenn. Persónulegar skoðanir góðs dómara á tilteknum úrlauanarefnum eiga ekki að skipta máli og það er raunar skylda þeirra að reyna eftir fremsta megni að láta þær ekki lita dómsniðurstöðu. Skoðanir þeirra á því hvert hlutverk réttarins er skipta hins vegar máli. Þar er skoðun Barrett sú að réttinum beri að dæma eftir bókstaf laganna. En sú skoðun er einnig til að réttinum beri að móta löggjöfina.
![]() |
Kom sér hjá spurningum um þungunarrof |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 14. október 2020
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 288220
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar