Hæstaréttardómarar segi af sér

Nú hafa þau undur gerst að löggjafarvaldið hefur samþykkt að vanvirða úrskurð dómsvaldsins í samfélagi sem byggt er á þrískiptingu ríkisvalds í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald.

Slíkt er fáheyrt í vestrænum lýðræðissamfélögum en þekkist í ríkjum þar sem lýðræðishefð er óþroskuð og tilhneiging sterk til að umbylta stjórnarfari.

Það hlýtur að vera alvarlegt umhugsunarefni fyrir Hæstarétt þegar úrskurður hans er hunsaður með þessum hætti. Ég á erfitt með að sjá að dómarar við réttinn eigi annan kost en segja af sér, allir sem einn. Ástæða afsagnarinnar: Löggjafarvaldið hefur í raun rænt völdum með því að fara inn á svið dómsvaldsins. Hæstiréttur er skipaður til að gegna ákveðnu hlutverki innan ákveðins ramma. Ramminn er ekki lengur til staðar og því getur rétturinn ekki lengur gegnt hlutverki sínu.


mbl.is Stjórnlagaráð samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að einhver stendur vaktina!

Kommúnistar og andlegir frændur þeirra, fasistarnir, hafa löngum verið svag fyrir einræðisherrum, alræðisherrum og öðrum óþjóðalýð, sem hefur höndlað þann sannleika, að betra sé að vondir menn hafi vit fyrir þjóðunum en að þær ráði sér sjálfar. Stundum ganga slíkir kumpánar þó nógu langt til að jafnvel kommúnistum blöskri. Þó fer aldrei svo að ekki standi einhver keikur vaktina í vörn fyrir illmennið.
mbl.is Segir sig úr VG vegna Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Jóhanna!

Lítt er ég hrifinn af flestu sem forsætisráðherra vor tekur sér fyrir hendur. Í þessu stóreinkennilega skrifstofustjóramáli hlýt ég þó að styðja hana heilshugar. Ráðið var í starfið eftir að ráðuneytisstjóri og ráðgjafi höfðu yfirfarið umsóknir, tekið umsækjendur í viðtöl og komist að þeirri niðurstöðu að í hæfnismati væri maðurinn sem ráðinn var númer eitt, en konan sem kærði númer fimm. Þá kemur kærunefnd jafnréttismála og úrskurðar að þau hafi verið jafnhæf, en án þess að hafa í rauninni neinar upplýsingar til að byggja á. Sumsé, gola í vatnsglasi.

En kemur þá ekki fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins í Kastljós í gær og reynir allt hvað hún getur að blása upp mikið fárviðri í vatnsglasi þessu. Fyrst og fremst snerist málflutningurinn um hvað forsætisráðherrann hefði einhvern tíma sagt um einhver önnur svipuð mál, hin gamla ad hominem aðferð slappra pólitíkusa, enn og aftur.

Það má ýmislegt um Jóhönnu Sigurðardóttur segja, hún er sósíalisti, spilar gjarna á öfund og óánægju almennings og lítt hefur gengið hjá stjórn hennar að leysa úr ýmsum brýnum málum. En að láta sér detta í hug að hún gengi vísvitandi framhjá jafnhæfri konu til að ráða kall í djobb er einfaldlega svo fáránlegt að hver sem reynir að halda slíku fram hlýtur með því sjálfkrafa að gjöra sjálfan sig að fífli.


mbl.is Segir kærunefnd hafa mat ráðgjafa að engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. mars 2011

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 288237

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband