14.7.2010 | 13:23
Hverju er fólkið að mótmæla?
Það er furðuleg árátta þegar vinstraliðið mætir að mótmæla AGS þegar vinstristjórnin tekur að prufukeyra skattahækkanir sínar. Stjórnin fékk að vísu AGS til að reikna út hvað fengist í kassann en að mæta þá og mótmæla AGS er svona svipað og taka sér mótmælastöðu hjá vasatölvunni þegar hún hefur reiknað út fyrir mann að maður eigi ekki fyrir mánaðamótunum.
Kjánaprik!
![]() |
Viðbúnaður vegna mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2010 | 11:29
Nemendur misskilja tilgang skólakerfisins
Allt þetta kvart og kvein nemenda yfir að einkunnir skipti ekki lengur máli byggir á misskilningi á tilgangi skólakerfisins. Eins og flestir vita er langt síðan grunnskólar hættu að hafa að markmiði að kenna nemendum neitt. Tilgangurinn er einfaldlega sá að þeir séu á staðnum en minnstu skiptir hvort þeir hafa af því eitthvert gagn. Einkunnagjöf er illa séð og samanburður milli skóla bannorð.
Fram til þessa hafa framhaldsskólarnir verið aftarlega á merinni hvað þetta varðar. Óheft nýfrjálshyggja hefur vaðið þar uppi og lítt grillt í roðann í austri. Duglegir nemendur hafa sótt í vissa skóla umfram aðra, skólarnir hafa leitast við að sérhæfa sig og milli þeirra hefur ríkt talsverð samkeppni.
Slíkt gengur hins vegar þvert gegn því sjálfsagða félagshyggjuviðhorfi að allir skuli vera jafnir og séu þeir það ekki verði í það minnsta að hindra að það komi í ljós.
Samkvæmt nýlegri könnun er Ísland næst á undan Tyrklandi í fjölda útskrifaðra nemenda úr framhaldsnámi pr. 1000 manns. Það verður ekki lengi. Þegar menntamálaráðherra hefur tekist að leggja starf framhaldsskólanna í rúst náum við örugglega Tyrkjum og komumst vel niður fyrir þá.
Fátt getur komið í veg fyrir þessa þróun enda virðast allir íslenskir stjórnmálaflokkar í megindráttum fylgjandi sósíalískri skólastefnu.
![]() |
Nían nægði ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 14. júlí 2010
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar