Niðurskurður er sársaukafullur, en nauðsynlegur

Þegar ríkissjóður er kominn á hausinn er ekki um annað að ræða en skera niður. Peningarnir eru ekki til. Meginatriðið þegar kemur að niðurskurði er að þjónusta skerðist sem minnst. Með því er átt við að ef fólk þarf á spítala komist það á spítala. Það er grunnkrafan. Hverjum spítala fylgir viss yfirbygging og hlutfallslegur kostnaður við hana minnkar með aukinni stærð upp að vissu marki. Það kallar á sameiningu stofnana í færri og stærri. Á móti kemur að landfræðilegar aðstæður geta gert nauðsynlegt að veita ákveðna þjónustu í heimabyggð. Ef þetta tvennt er haft til hliðsjónar er hægt að hagræða skynsamlega..

Það er vitanlega sársaukafullt þegar leggja þarf niður stofnanir og segja upp fólki. En það má ekki gleymast að almannaþjónustan er til vegna þeirra sem nota hana, ekki vegna þeirra sem vinna við hana.


mbl.is „Fólk fór að gráta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífvörður verndar ekki líf ríkisstjórnarinnar

Er það ekki óyggjandi merki um að lífi ríkisstjórnarinnar sé að ljúka þegar lífvörður er tekinn að elta forsætisráðherrann? Þannig var það síðast.
mbl.is Lífvörður fylgir forsætisráðherra eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er tollurinn hæli fyrir andlega óheppna?

Þetta er svo sannarlega ekki fyrsta dæmið um furðuleg vinnubrögð tollstarfsmanna. Fyrir fáeinum árum pantaði ég skylmingabúnað frá Þýskalandi, þ.á.m. sverð. Skylmingasverð eru þannir úr garði gerð að á endanum er hnúður, en enginn oddur. Þegar ég hugðist sækja sendinguna var mér tjáð að til þess þyrfti vopnaleyfi. Lögreglumaðurinn sem ég ræddi við vegna þess fór bara að hlæja og sagði orðrétt: "Fótbolti er nú bara miklu hættulegra vopn en svona sverð". Hann aumkaði sig þó yfir mig og bjó til vopnaleyfi, stimplað í bak og fyrir. Í þetta umstang allt fór hálfur dagur.
mbl.is Héraðsdómur segir regnhlífar löglegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. október 2010

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 288237

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband