Sóleyismi - taka tvö

Ég rak augun í bloggfærslu Sóleyjar Tómasdóttur um kæru feminista á hendur Visa. Hún lætur þar í veðri vaka að þeir sem gagnrýna kæru "öryggisráðs" Feministafélagsins hljóti með því að vera að "standa vörð um klámið."

Til upprifjunar snýst málið um að félagsskapur þessi hefur kært Visa fyrir að gæta þess ekki að hafna því að sjá um greiðslumiðlun í netviðskiptum ef um er að ræða viðskipti við klámsíður. Það er ekki verið að kæra klámframleiðendur. Það er heldur ekki verið að kæra klámkaupendur.

Ef um slíkt væri að ræða væri vitanlega hægt að halda því fram að gagnrýnendur kærunnar væru að standa vörð um klám. En því er bara einfaldlega ekki til að dreifa.

Aðferðin virðist því vera sú, að segja eitt og kalla þannig eftir gagnrýni á það, en halda því síðan fram að gagnrýnendurnir séu að gagnrýna eitthvað allt annað. Ég legg til að Sóley Tómasdóttir fái einkaleyfi á þessari aðferð sinni til að forðast skynsamlega umræðu! Hún gæti t.d. heitið Sóleyismi.

Ef fólk vill láta taka mark á sér í opinberri umræðu er grundvallaratriði að það sé lágmarksvit í því sem það segir. Það er líka grundvallaratriði að það segi það sem það meinar en ekki eitthvað allt annað og sýni í það minnsta viðleitni til að flytja mál sitt á heiðarlegan hátt.

Sóley Tómasdóttir og stallsystur hennar virða ekkert af þessu. Kjánalegur málflutningur þeirra að undanförnu grefur undir alvöru kvenréttindabaráttu vegna þess að hann veldur því að slík barátta öðlast neikvæða ímynd í hugum alls hugsandi fólks. Þessir einstaklingar hafa málað sig út í horn með málflutningi sínum. Það má ekki gerast að þær dragi málstað raunverulegra jafnréttissinna þangað með sér!


Visa er bara byrjunin!

Mér finnst það ákaflega góðar fréttir að Feministafélagið skuli vera búið að koma sér upp öryggisráði, svona eins og Sameinuðu þjóðirnar. Ég vona að skipuritið þróist áfram og í rétta átt. Það er til dæmis ákaflega mikilvægt að koma upp friðargæslusveitum sem hafi það hlutverk að framfylgja ályktunum öryggisráðsins. Síðan verður auðvitað að hafa stríðsglæpadómstól svo hægt verði að koma lögum yfir "vondu".

Visa, sem gerir fólki kleift að nota kreditkort til að kaupa dónó, er auðvitað bara fyrst í röðinni af "vondu". Næst þarf að taka fyrir flugfélögin sem eru "þátttakendur í glæp" með því að flytja hina vondu þangað sem hóruhúsin eru. Einnig væri rétt að kæra Seðlabankann því hann gefur út peningaseðla sem eru notaðir til að greiða fyrir vændi. Þannig mætti halda áfram. Bókabúðirnar hlýtur að þurfa að kæra líka fyrir að selja klámblöð. Svo eru auðvitað bókmenntirnar, sem sigla undir fölsku flaggi og innihalda oft dónalegar frásagnir í dulargervi. Til að taka á því dugar samt líklega ekki að líta til Sameinuðu þjóðanna. Þar eru Franco og Ahmadinedjad gagnlegri fyrirmyndir!

Sjá einnig http://tsiglaugsson.blog.is/blog/tsiglaugsson/entry/388408/

 


mbl.is Femínistafélagið kærir Vísa-klám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. desember 2007

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband