Visa er bara byrjunin!

Mér finnst það ákaflega góðar fréttir að Feministafélagið skuli vera búið að koma sér upp öryggisráði, svona eins og Sameinuðu þjóðirnar. Ég vona að skipuritið þróist áfram og í rétta átt. Það er til dæmis ákaflega mikilvægt að koma upp friðargæslusveitum sem hafi það hlutverk að framfylgja ályktunum öryggisráðsins. Síðan verður auðvitað að hafa stríðsglæpadómstól svo hægt verði að koma lögum yfir "vondu".

Visa, sem gerir fólki kleift að nota kreditkort til að kaupa dónó, er auðvitað bara fyrst í röðinni af "vondu". Næst þarf að taka fyrir flugfélögin sem eru "þátttakendur í glæp" með því að flytja hina vondu þangað sem hóruhúsin eru. Einnig væri rétt að kæra Seðlabankann því hann gefur út peningaseðla sem eru notaðir til að greiða fyrir vændi. Þannig mætti halda áfram. Bókabúðirnar hlýtur að þurfa að kæra líka fyrir að selja klámblöð. Svo eru auðvitað bókmenntirnar, sem sigla undir fölsku flaggi og innihalda oft dónalegar frásagnir í dulargervi. Til að taka á því dugar samt líklega ekki að líta til Sameinuðu þjóðanna. Þar eru Franco og Ahmadinedjad gagnlegri fyrirmyndir!

Sjá einnig http://tsiglaugsson.blog.is/blog/tsiglaugsson/entry/388408/

 


mbl.is Femínistafélagið kærir Vísa-klám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha snilld, heyr heyr!

Edvin Þ. Dunaway (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 11:00

2 Smámynd: Johnny Bravo

flottur, skrifaði svipaða grein sjálfur einmitt

Johnny Bravo, 12.12.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 287233

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband