Pr trikk eða viðskiptalegar forsendur

Það hljómar auðvitað vel í eyrum náttúruverndarsinna og andstæðinga Rio Tinto að frekar eigi að selja netþjónabúum orkuna. Hversu skynsamleg þessi ráðstöfun er veltur hins vegar á því hvort samið verður um ásættanlegt verð. Í ljósi reynslunnar er Landsvirkjun því miður ekki treystandi til þess einfaldlega vegna þess að fyrirtækið hefur hingað til ávallt vanmetið tekjuáhættuna vísvitandi til að verkefnin virðist standa undir sér á pappírnum.

Þess vegna væri líklega betra fyrir almenning að þeir einbeittu sér að eins sóðalegum álverum og hugsast getur, því þá rísa amk. umhverfissinnar upp á afturlappirnar!


mbl.is Landsvirkjun vill selja raforku til netþjónabúa en ekki nýrra álvera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit hvað hann syngur

Þetta er stórgott framtak hjá Björgólfi. Ef eitthvað hefur plagað íslenska sjónvarpið hefur það einmitt verið metnaðarleysi í innlendri dagskrárgerð, sérstaklega þegar kemur að menningarefni.

Þegar litið er á þau samfélagsmálefni sem Björgólfur hefur látið sig varða sést að hann kann að velja réttu viðfangsefnin.


mbl.is Björgólfur Guðmundsson leggur fram fé til framleiðslu sjónvarpmynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofsótt þjóðaríþrótt

Það er eitthvað svo skemmtilega þjóðlegt við landabruggun. Ólíkt því sem er þegar eiturlyfjasmyglarar eru teknir vorkennir maður alltaf hálfpartinn þessum þjóðaríþróttarmönnum þegar verið er að hirða af þeim búsið.

Í flestum löndum í kringum okkur fá menn bara að brugga sinn landa í friði, hvort sem hann heitir calvados, ákavíti eða eitthvað annað. Auðvitað ætti þetta að vera þannig hér og bændur að keppast um að brugga sem bestan landa.

Svona fréttir minna alltaf á söguna sem Laxness segir í Guðsgjafaþulu af mönnunum sem létust af neyslu þess sem margir héldu að væri "bjór í föstu formi". Kvenfélag eitt sendi viðkomandi sýslumanni fyrirspurn um málið. Hann svaraði að bragði og staðfesti að efnið hefði verið arsenik en ekki bjór. "Guði sé lof að það var bara arsenik" önsuðu kvenfélagskonur þá!


mbl.is Landi gerður upptækur í Þorlákshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er HS að fara á hausinn?

Sé það rétt, eins og forstjóri HS segir, að fyrirtækið skili ekki nægum arði til að það borgi sig að fjárfesta í því, þá hlýtur það að vekja spurningar og þarfnast nánari skýringa.

Tvær ástæður gætu mögulega legið að baki:

1. Verð hlutar GGE er langt yfir raunvirði.

2. Fyrirtækið er gjaldþrota.

Stjórn HS hlýtur að skulda eigendum sínum skýringar í þessu máli.


mbl.is Segir Reykjanesbæ hafa öll tök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stutta útgáfan er svona...

Þetta er nokkuð löng klausa. Ég birti því stytta útgáfu hér. Hún er svona:

"Það er rangt að efnahagsbrotadeild klúðri málum og blaðamennirnir eiga að skammast sín."

(Yess! Við förum kannski heim til þeirra barasta og þá mega þeir sko vara sig!)

"Það sem hefur verið klúðrað hefði líklega klúðrast hvort sem var, en af sjálfu sér."

(Algerlega snilldarleg afsökun, en reyndar í mótsögn við nr. 1)

"Það vantar pening og þess vegna klúðrum við málunum."

(Dæmigerð viðbrögð allra ríkisstarfsmanna þegar þeir eru skammaðir. Líka í mótsögn við nr. 1)

 


mbl.is Ríkislögreglustjóri gerir athugasemdir við fréttaflutning Kastljóss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. nóvember 2007

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband