Tollarana í slökkviliðið!

Væri ekki tilvalið að taka eitthvað af þessu ræfils fólki sem hefur þann starfa að stara á ferðamenn þegar þeir koma til landsins og setja það í slökkviliðið? Það mætti til dæmis láta þá halda á slöngunni. Þá hætta þeir kannski að ræna barnafötunum af skatt- og verðsamráðspíndum íslenskum verslunarferðalöngum.
mbl.is Öryggisviðbúnaður á Keflavíkurflugvelli aldrei eins lítill og nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úthlutanir eða uppboð?

Það er enginn vafi á því að úthlutun lóða til fyrirtækja getur hæglega valdið bjögun á samkeppnisstöðu. Almennt ætti að forðast úthlutanir eins og kostur er en leitast frekar við að bjóða lóðirnar upp svo allir sitji við sama borð.

Það mætti þó hugsanlega velta því fyrir sér þegar samkeppnisstaða er mjög ójöfn og um fákeppnismarkað að ræða hvort skynsamlegt sé að úthluta lóðum til nýrra aðila á markaðnum. Ef slíkar ákvarðanir eru byggðar á traustum forsendum geta þær orðið til þess að efla samkeppni til skemmri tíma litið.


mbl.is Baugur hefur aldrei fengið lóð undir matvöruerslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmál??

Ég sé nú ekki alveg fréttagildið í þessu. Er það stórmál þótt forstjóri OR hafi milljón í laun á mánuði? Er eðlilegt að bera laun stjórnenda hjá OR saman við laun embættismanna hjá borginni? Væri ekki eðlilegra að bera þau saman við laun hjá öðrum fyrirtækjum á sama sviði, t.d. LV og HS? Það væri gaman að vita hversu auðvelt er að fá upplýsingar um þau, svona til samanburðar. Vissulega hefur OR farið offari í peningasóun á undanförnum árum. Menn verða samt að vera sanngjarnir.
mbl.is Launin þola ekki dagsljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver eru rökin og hvert er svar Seðlabankans?

Eins og seðlabankastjóri bendir á hafa margir gagnrýnt Seðlabankann fyrir að halda að stjórntæki sem virka í sjálfstæðu og áhrifamiklu efnahagskerfi, s.s. í Bandaríkjunum, virki í efnahagskerfi sem er áhrifalaust og galopið eins og okkar. Enn hafa engin svör borist úr Seðlabankanum við þessari gagnrýni. Hvenær ætli þau berist?
mbl.is Davíð: Höfum ekki efni á að tapa í baráttunni við verðbólguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flókið og óþjált og slæm þjónusta

Það kemur ekki á óvart að frístundakortin séu illa nýtt. Ég átti sjálfur í miklu basli með þetta. Þannig var að fyrir þremur eða fjórum árum hafði ég þurft aðgang að rafrænu markaðstorgi borgarinnar og fengið aðgangsorð, sem nú er löngu glatað. Eftir að hafa í þrígang sent ósk um nýtt aðgangsorð með tölvupósti til borgarinnar gafst ég upp, enda bárust aldrei nein svör og eitthvað sem kallað er "vefspjall" hjá borginni var aldrei opið.
mbl.is Vafstur með frístundakortin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar sem kjánar ráða ríkjum

Hvergi annars staðar innan EES hef ég orðið þess var að tollverðir líti á það sem hlutverk sitt að hirða venjulegan varning af ferðamönnum eða þvinga þá til að greiða af honum virðisaukaskatt, sem þeir hafa þegar greitt.

Nú liggur vissulega fyrir, að hér eru til einhver lög sem mæla fyrir um slíkt, vísast tekin upp úr bálkum Sovétríkjanna eins og fleira. Fjölmiðlar hafa margoft bent á fáránleika þessa máls á undanförnum mánuðum. Yfirmanni tollgæslunnar, ráðherra dómsmála, virðist þó af einhverjum sökum meira umhugað um að standa í að koma í gegnum þingið einhverjum frumvörpum um að bannað sé að búa til kjarnorkusprengjur í Breiðholtinu en að taka á og breyta eða afnema þessar kjánalegu reglur, enda mikilvægt að verða ekki staðinn að því að hafa áhuga á að draga úr óþægindum almennings.

En ef einhverri lágmarksskynsemi væri fyrir að fara innan tollvarðastéttarinnar væri vitanlega horft framhjá slíku í stað þess að standa í lögguleik og stara á þá sem til landsins koma eins og allir séu þeir glæpamenn. Hvar annars staðar dettur embættismönnum í hug að haga sér þannig?


mbl.is Jólafötin tekin í tollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2007

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband