14.11.2007 | 21:52
Dæmir sig sjálft
Þessi vefur sem margir hafa verið að hneykslast á undanfarið ber þess vissulega merki að aðstandendur hans eru mjög skyni skroppnir og skoðanirnar sem þeir lýsa í fullu samræmi við það.
Það er skiljanlegt að eðlilegu fólki ofbjóði sorinn sem þarna er birtur. Við megum samt ekki blindast af því og hvetja til þess að vefnum verði lokað bara af því að hann fer í taugarnar á okkur. Til að grípa til slíkra ráða hlýtur að þurfa meira til, til dæmis að miðillinn sé notaður til að hvetja til ofbeldisverka eða annars konar lögbrota. En heimska ein og sér getur varla nægt til að hefta málfrelsi fólks.
![]() |
Rannsókn hafin á kynþáttanetsíðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2007 | 11:41
Svartahaf - Vestfjarðamið??
Þótt út af fyrir sig sé sjálfsagt að leitast við að byggja upp atvinnutækifæri á Vestfjörðum séu þau hagkvæm og fjármögnuð af einkaaðilum vekja svona fréttir ugg þegar kemur að fyrirhugaðri olíuhreinsunarstöð og umferð olíuskipa á svæðinu.
Ætli sé nokkuð hætta á að við sjáum svona frétt eftir nokkur ár:
"Björgunarlið vinna nú að því hörðum höndum að reyna að hreinsa upp olíu sem fyrst af ströndum og af hafi eftir að olíuflutningaskip brotnaði í tvennt á miðunum úti fyrir Vestfjörðum um síðustu helgi. 2000 tonn af olíu fóru í sjóinn og er reiknað með að mengunin muni valda vandræðum á Vestfjarðamiðum næstu 15 ár. Sjófuglar verða einkum fyrir barðinu á menguninni."
![]() |
Sjófuglar verða fyrir barðinu á mengunarslysinu í Azovhafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2007 | 10:50
Hin verstu fól
Það er auðvitað grafalvarlegur glæpur að keyra á 70. Veitir ekki af að taka þessa kóna til bæna!
En væri samt ekki gaman ef einhvern tíma bærust fréttir af því að löggunni hefði tekist að koma í veg fyrir alvöru afbrot?
![]() |
Meirihluti ökumanna ók of hratt um Víkurveg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2007 | 08:33
Með fjöll á herðunum
"Með [því að láta manninn flytja suður er] verið að skapa nýjan grundvöll fyrir umræðu um framtíð stofnunarinnar og horfa fram á veginn með opnum huga og jafnframt að svara kröfum stjórnsýsluúttektar sem gerð var á stofnuninni á síðasta ári.
Þetta eru greinilega þungvægustu búferlaflutningar sögunnar!
![]() |
Starfið á Akureyri lagt niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 14. nóvember 2007
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar