Færsluflokkur: Menning og listir

Gott mál - aðeins einn blettur

Það var vel til fundið að afhenda Hr. Sigurbirni þessi verðlaun. Hann er sannarlega vel að þeim kominn. Dagskráin sem sjónvarpað var fannst mér í nærri alla staði einstaklega skemmtileg og vel unnin. Þó þótti mér nauðgun einhvers náunga í hettupeysu á Gunnarshólma ákaflega ósmekkleg og hallærisleg. Eins og tyggjóklessa á Kjarvalsmynd, eiginlega.
mbl.is Sigurbjörn Einarsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef hann hefði nú bara lifað ...

Kveikti aldrei þessu vant á útvarpinu á leið til vinnu í morgun. Einhverjir menn voru að spjalla saman um hitt og þetta og þar á meðal um dag íslenskrar tungu. "Nú væri hann 200 ára hefði hann lifað" sagði einn um Jónas og hinir jánkuðu.

Já, skaði að Jónas skuli hafa fallið frá svona langt fyrir aldur fram!

En svo fóru mennirnir að tala um hvað það væri leiðinlegt að heyra varla lengur íslensku á kaffihúsunum. Þá slökkti ég.


mbl.is Fjölbreytt dagskrá á degi íslenskrar tugu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynjafræði, marxismi og almannavalsfræði

Um síðustu helgi var haldin ráðstefna um svonefnda "kynjafræði" sem virðist eiga mjög upp á pallborðið hjá ýmsum um þessar mundir. Fræðigrein þessi mun m.a. kennd við Háskóla Íslands.

Samkvæmt kynningu á vef H.Í. er kynjafræði fræðigrein þar sem "þverfaglegu og femínisku sjónarhorni beitt til að skoða stöðu kynjanna í mismunandi samfélögum og menningarsvæðum, í sögulegu samhengi og í samtímanum."

Á síðustu áratugum hefur sjónarhorn marxista átt sér mikinn hljómgrunn í fræðasamfélaginu, hvort sem litið er á sögu, samfélagsfræði eða jafnvel hagfræði. Í marxismanum er sjónum beint að stéttabaráttu og er forsendan sú að öll söguleg þróun eigi sér rætur í henni.

Nú á síðustu árum hefur svonefnd "almannavalsfræði" rutt sér mjög til rúms meðal ýmissa frjálshyggjusinnaðra hagfræðinga. Samkvæmt almannavalsfræðinni má skýra ákvarðanir og athafnir stofnana og einstaklinga innan stjórnkerfisins með vísan til eigin hagsmuna þeirra sjálfra, hvort sem er til lengri eða skemmri tíma.

Allar eiga þessar "fræðigreinar" tvennt sameiginlegt: Í fyrsta lagi er í þeim öllum gengið út frá fyrirfram gefinni forsendu um hvernig heimurinn sé. Í marxismanum er gengið út frá kenningunni um díalektíska efnishyggju - að allt megi skýra með vísan til stéttarhagsmuna. Í almannavalsfræðunum er gengið út frá forsendunni um persónulega efnahagslega hagsmuni og að allar athafnir þeirra sem sjónum er beint að megi skýra út frá þeim. Í kynjafræðinni er gengið út frá forsendunni um að söguleg og samfélagsleg þróun snúist um átök milli kynja.

Marxismi, almannavalsfræði og kynjafræði geta án vafa verið gagnlegar nálganir, eða áhugaverðar kenningar, sem vissulega geta nýst til að skilja heiminn betur. En þær eiga það allar sameiginlegt að vera kenningar, ekki fræðigreinar.

Í háskólum er kennd sagnfræði og félagsfræði, ekki marxismi. Þar er kennd hagfræði, ekki almannavalsfræði. Marxismi og kenningin um almannaval eru hins vegar mikilvægir þættir í námi í sagnfræði, félagsfræði, hagfræði og heimspeki. Og þá kemur spurningin: Hvað greinir hina svokölluðu kynjafræði frá öðrum kenningum um samfélag og sögu sem gerir að verkum að hún verðskuldi stöðu fræðigreinar, þótt hún virðist augljóslega ekki vera það?


« Fyrri síða

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 287867

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband