Gott mál - aðeins einn blettur

Það var vel til fundið að afhenda Hr. Sigurbirni þessi verðlaun. Hann er sannarlega vel að þeim kominn. Dagskráin sem sjónvarpað var fannst mér í nærri alla staði einstaklega skemmtileg og vel unnin. Þó þótti mér nauðgun einhvers náunga í hettupeysu á Gunnarshólma ákaflega ósmekkleg og hallærisleg. Eins og tyggjóklessa á Kjarvalsmynd, eiginlega.
mbl.is Sigurbjörn Einarsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...NEI þetta var töff og alveg í anda Jónasar...ef hann væri á lífi í dag!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.11.2007 kl. 23:52

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hélt sjálfur þetta væri hann Erpur, en þá kom í ljós, að það var einn okkar bezti leikari, Benedikt Erlingsson, og kom mér virkilega á óvart, því að ekki náði þessi tjáning til mín, verð ég að viðurkenna.

En um Sigurbjörn Einarsson get ég endurtekið þessi orð mín á slóðinni hans síra Baldurs: Sigurbjörn er snillingur, 96 ára að aldri, að halda þessa glimrandi ræðu kvöldins og það blaðlaust, að séð varð. Hann er yfirburðamaður að hugsun og mannviti og talar af meiri reynslu og þekkingu en nánast allir aðrir í landi okkar.

Jón Valur Jensson, 17.11.2007 kl. 09:46

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Ég er búinn að svara þér um útlendingana á þessari vefsíðu minni. - Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 17.11.2007 kl. 10:02

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

"Töff" er auðvitað gildishlaðið orð og ákaflega fá hugtök sem er auðveldara að skilja á mismunandi vegu, nema ef vera skyldi "hipp" og "kúl"!

Vissulega er svona lagað smekksatriði, en sjálfum fannst mér orð Sigfúsar Daðasonar "nýjasta sullumbull síbernskunnar" lýsa þessu framtaki best.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.11.2007 kl. 11:27

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég held að tilgangurinn með þessum flutningi Benedikts Erlingssonar á Gunnarshólma hafi verið að leiða áheyrendum fyrir hlustir að ljóðið stæðist fullkomlega tímans tönn, sýna framá að það er jafn kjarnyrt og fagurt í þessum "hipp og kúl" ameríska götumenningar-sullumbull-búningi sem hverjum öðrum.

Þessi flutningur stakk mann þó óneitanlega eftir að vera nýbúinn að hlusta á ræðu hr. Sigurbjörns, þar sem hann varaði á mjög beinskeyttan hátt við áhrifum Ömmu ríku á málfar okkar nútímafólks og þeirri hnignun íslenskrar tungu sem þau áhrif óneitanlega valda.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2007 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband