Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.4.2020 | 22:00
Mjög sársaukafull niðursveifla
Það er enginn vafi á því að þegar stjórnvöld um allan heim taka saman höndum um að keyra efnahagslífið niður og hluti þess er að stöðva ferðalög milli landa, verður ferðaþjónusta um allan heim fyrir mjög miklum skakkaföllum.
Það er veruleg óvissa um hvenær hún á möguleika á að ná sér aftur á strik. Fjöldagjaldþrot í greininni munu þýða verulega rekstrarerfiðleika hjá fasteignafélögum, birgjum veitingahúsanna og svo auðvitað fjöldaatvinnuleysi.
Aðgerðapakki ríkisins núna bendir til þess að ríkið hyggist ekki grípa inn í og halda fyrirtækjum í greininni á floti. Ástæðan er líklega sú að það sé talið of kostnaðarsamt, sérstaklega í ljósi óvissunnar um hvenær greinin kemst aftur á flug.
Fyrirtæki sem eru lífvænleg munu þurfa að leita samninga við lánveitendur og leigusala. Ríkisábyrgði sem kynnt var í fyrsta aðgerðapakkanum mun þá eflaust koma að einhverju gagni.
Húsnæði veitingastaða og hótela verður ekki endilega nýtt undir annað með einföldum hætti. Það ætti því að vera hagur birgja, leigusala og lánveitenda að hjálpa fyrirtækjunum frekar að halda sér á floti í von um að ástandið skáni, en að láta þau fara í þrot. Að þessu verða þessir aðilar að huga vandlega.
Jafnvel vinsælustu veitingahús fara í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2020 | 22:12
Aðeins byrjunin - Verður þetta sviðsmyndin?
Veirufaraldur skellur á mannkyninu. (Í raun og veru deyr aðeins lítið prósentubrot þeirra sem sýkjast, en það veit enginn strax).
Þjónusta og vörusala til einstaklinga er stöðvuð til að hægja á útbreiðslunni.
(Allt efnahagslífið hvílir á endanum á neyslu einstaklinga.)
Önnur fyrirtæki aftar í virðiskeðjunni verða fyrir tjóni.
Hömlum er smátt og smátt aflétt.
(Aðeins mjög lítill hluti fólks er ónæmur fyrir veirunni.)
Sýkingar blossa upp aftur.
Hömlum er aftur komið á, þær verða stífari og langvinnari.
Efnahagslífið stöðvast aftur og atvinnuleysi eykst enn meira.
Ríkin hætta að geta haldið fólki uppi og neyðast til að skera niður í velferðarkerfinu.
Hungur verður viðvarandi hjá stórum hópum sem ekki hafa upplifað það áður.
Hömlum er aflétt og veirunni leyft að hafa sinn gang. Annað er ekki lengur í boði.
Óstöðugleiki hefur þegar magnast of mikið. Vopnuð átök brjótast út víðsvegar um heiminn.
Efnahagslífið nær sér ekki almennilega á strik að nýju. Fjölmörg ríki eru gjaldþrota eða nærri þroti.
Velferðarkerfið eins og við þekkjum það er hrunið.
Fleiri látast úr sjúkdómnum á endanum en hefðu látist hefði ekki verið gripið til aðgerða í upphafi.
Margfalt fleiri látast vegna afleiðinga atvinnuleysis, fátæktar, hungurs og annarra sjúkdóma.
--------------
Og rótin að öllu saman er sú trú okkar að farsóttir og dauði sé eitthvað sem eigi alls ekki að líðast.
Hungur fyrsta merki veirunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
9.4.2020 | 09:28
Röng spurning
Spurningin snýst ekki um "skammtímaefnahagsávinning" á móti lífi og heilbrigði fólks.
Spurningin snýst um líf og heilbrigði eins á móti lífi og heilbrigði annars.
Þegar aðgerðir eru ákveðnar er verið að velja hver á að lifa og hver á að deyja. Það er verið að velja um hamingju og framtíð fólks. Hverjum á að fórna á altari atvinnuleysis og fátæktar til að aðrir geti lifað lengur. Allar ákvarðanir í þessum faraldri eru siðferðilegs eðlis. Þeir sem taka þær bera á þeim siðferðilega ábyrgð. Ákvarðanatakan er á ábyrgð stjórnmálamanna, það er ekki hægt að úthýsa henni til sérfræðinga. Stjórnmálamönnum sem reyna að skjóta sér undan þeirri ábyrgð er ekki treystandi.
Höfum ekki efni á að fórna lífi og heilbrigði fólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2020 | 16:49
Óskaplega hallærisleg níðstöng
Níðstöng er með hrosshaus, ekki sviðakjömmum. Eina sem vantar er að apinn sem klastraði þessu upp hefði haft kjammana í plastinu!
Níðstöng reist gegn Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2020 | 19:34
Nánast öll fyrirtæki verða fyrir samdrætti
Þegar heil atvinnugrein hrynur og hinar stærstu útflutningsgreinarnar verða einnig fyrir umtalsverðum samdrætti, þá hefur það áhrif á nánast allt atvinnulífið. Það tekur hins vegar mislangan tíma fyrir áhrifin að koma fram.
Efnislega eru þetta breytingar til bóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2020 | 00:08
Eru þetta ekki einmitt lyfin ...
... sem Trump var að tala um fyrir nokkrum dögum?
Og hafa ekki vinstrimiðlarnir einmitt verið á kafi í að reyna að halda því fram að þessi lyf virki ekki neitt?
Var ekki einmitt verið að birta um það fréttir um daginn að það væri ummælum Trumps um þessi lyf að kenna að einhver apaköttur tók inn klórpillur sem eru notaðar til að hreinsa sundlaugar og safnaðist í kjölfarið til feðra sinna beinustu leið?
50 þúsund pakkar til Íslands um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2020 | 20:01
Hverjar ætli hæfniskröfurnar séu?
Dómurinn virðist grundvallast á sektardómi sem felldur var úr gildi með sýknudómi 2018, svona rétt eins og sakfellingin sé enn í gildi.
Maður veltir fyrir sér hvaða hæfniskröfur héraðsdómari þarf að uppfylla þegar maður sér svona dóm.
Engar, eða kannski bara að vera frænka einhvers?
Ætla að áfrýja dómnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2020 | 20:47
Grafalvarlegt mál
Sé það rétt að forstjóri Persónuverndar hafi tafið þetta mál vegna óvildar í garð Kára er nauðsynlegt að ráðherra kalli forstjórann á sinn fund og yfirheyri með aðstoð reyndra rannsóknarlögreglumanna. Verði niðurstaðan sú að þetta sé rétt er auðvitað einboðið að reka forstjórann án tafar fyrir afglöp í starfi.
Sýnir skort á skilningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2020 | 19:36
Hverju átti Kári von á?
Kári hlýtur að vera mjög óraunsær ef hann hefur gert ráð fyrir að einstaklingarnir sem eru í atvinnbótavinnu hjá þessari nefnd myndu nokkurn tíma láta sér detta í hug að reyna að leggja eitthvað á sig til að gagnast samfélaginu.
Eins og flestallir íslenskir embættismenn líta þessir einstaklingar auðvitað fyrst og fremst á það sem hlutverk sitt að þvælast fyrir þeim sem reyna að koma að gagni.
Hjá þessari tilgangslausu stofnun eru skráðir 19 starfsmenn! 19! Við að gera ekki neitt! Og yfir apparatinu er svo auðvitað stjórn og varastjórn.
Allur þessi sorglegi söfnuður eflaust á fínum launum og vitanlega engar líkur á að neinn missi bitlinginn þótt efnahagslífið fari á hliðina. Og þegar verkefnunum fækkar, sem hlýtur auðvitað að gerast þegar efnahagslífið fer á hliðina? Verður einhverri afætunni sagt upp? Látum okkur ekki dreyma um það.
Segir Persónuvernd fremja glæp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.3.2020 | 17:19
Hárrétt hjá Loga
Stærsti hlutinn af þessu, um það bil 150 milljarðar, felast í ábyrgð á lánveitingum og frestun á skattgreiðslum. Þetta er því aðeins frestun á lausafjárvanda fyrirtækjanna. Þjónustufyrirtæki sem missir tekjur niður um helming eða meira í tvo eða þrjá mánuði, jafnvel lengur, vinnur ekki það tekjutap upp síðar með sömu afkastagetu.
Það er rétt hjá Loga að sú framsetning að þarna sé ríkisvaldið að leggja fram 230 milljarða er blekking.
230 milljarða tal villandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar