Færsluflokkur: Bloggar
5.12.2007 | 23:14
Sóley bjargar sér frá heiminum!
Ég rakst áðan á nýja færslu Sóleyjar Tómasdóttur þar sem hún veltir því upp hvað Reykjavíkurborg geti gert til að menn hætti að lemja konurnar sínar. Það stendur víst fyrir dyrum feminísk ráðstefna um þetta.
Mín fyrsta hugsun var auðvitað sú að heimsækja Sóleyju og hrekkja hana smá með sniðugum hugmyndum. En viti menn, þá er hún búin að loka á athugasemdir á síðunni sinni!
Nú hef ég eiginlega alltaf litið þannig á að hluti þess að standa í þessu bloggbrölti sé að skapa umræður, sem oft verða skemmtilegar og vitrænar rökræður úr. Ég tók til dæmis þátt í mjög upplífgandi umræðum um trú og trúleysi á síðunni hans Hlyns Hallssonar fyrir örskömmu síðan og held að við öll sem þar komum að höfum gengið frá þeirri samdrykkju nokkurs vísari og með betri skilning hvert á annars viðhorfum. Hluti af þessu er svo auðvitað að alls konar apakettir geta líka slæðst inn á athugasemdasíðuna. Þá tekur maður því bara eins og maður (nú eða kona auðvitað!), hvort sem maður kýs að grínast í þeim eða leiða þá einfaldlega bara hjá sér.
Mér finnst sumsé frekar tilgangslítið að halda úti svona síðu en loka á athugasemdir og benda fólki bara á að panta tíma ef það langar að skiptast á skoðunum við mann. En þetta er kannski ný nálgun í samræðustjórnmálum hjá Sóleyju.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Langt undir eðlilegum kröfum
Markaðurinn krefst þess að fjárfestingar skili í það minnsta sömu ávöxtun og fyrirtæki á markaði skila að meðaltali yfir langt tímabil, að teknu tilliti til áhættustuðuls fjárfestingarinnar sem meta á. Orkusala til stóriðju er jafn áhættusöm og stóriðjan sjálf, því tekjurnar sveiflast með verði framleiðsluvörunnar. Hvað segja svo staðreyndirnar? Að meðaltali hefur bandarískur hlutabréfamarkaður skilað 10–12% árlegri ávöxtun 1966–2006 eftir því hvernig reiknað er, en áhættustuðull málmiðnaðar liggur nærri meðtaltali markaðarins. Á sama tíma hefur "Eignastýring ríkisins" aðeins náð ríflega 4% arðsemi með óbeinni fjárfestingu í stóriðju fyrir lánsfé. Sé litið á nýjustu fjárfestinguna, Kárahnjúkavirkjun, blasir það sama við, og líklega er orkuframleiðsla með jarðhita enn óhagkvæmari en á Kárahnjúkum. Fáir fjárfestar myndu ákveða af fúsum og frjálsum vilja að fela fjármuni sína slíkum aðila, sem ávallt sýnir langtum lakari árangur en aðrir.Tap í skjóli ríkisábyrgðar
Þegar um ríkið er að ræða er hins vegar sjaldgæft að skaðinn af röngum fjárfestingum birtist strax með beinum hætti. Hann kemur fram á lengri tíma og þá í formi lakari lánskjara ríkisins, sem helgast af því að með þátttöku í verkefnum af þessum toga eykst áhættan af lánum til þess. Þetta er sambærilegt við það hvernig vextir íbúðalána hækka eftir því sem veðsetningarhlutfallið eykst. Venjuleg fjölskylda myndi líklega taka þessi áhrif til athugunar ef hún ætlaði að veðsetja íbúðina til að fjárfesta í fyrirtækjarekstri. En það gerir "Eignastýring ríkisins" ekki.Alcan eða Actavis?
Þar að auki valda stórframkvæmdir á þenslutíma neikvæðum ruðningsáhrifum – vegna þess að orkuverð er niðurgreitt kemur óarðbærari starfsemi í stað arðbærari, en ekki öfugt eins og þegar frjáls framþróun veldur jákvæðum ruðningsáhrifum. Sum fyrirtæki hætta jafnvel starfsemi eða flytja úr landi. Kjósa kannski Hafnfirðingar á milli Alcan og Actavis á laugardaginn?Áhætta hverfur ekki með ríkisábyrgð
Orkusala til stóriðju er að öllum líkindum ekki vænlegur fjárfestingarkostur á Íslandi, hvort sem notað er vatnsafl eða jarðhiti. Eina ástæðan fyrir því að hún er stunduð er sú, að ríkið hefur fram til þessa ábyrgst fjárfestingarnar og skaðinn því ekki komið upp á yfirborðið. En áhætta gufar ekki upp þótt veitt sé ríkisábyrgð. Enginn togar sjálfan sig upp á hárinu. Því miður virðist ekki vanþörf á að minna á þetta – jafnvel þótt komið sé árið 2007 og kenningar um ríkisvaldið sem drifkraft efnahagslífsins horfnar af sjónarsviðinu í öðrum vestrænum löndum.Höfundur er hagfræðingur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2006 | 09:27
exbé - nýtt stjórnmálaafl
Miðað við auglýsingu í Mogganum í gær mætti ætla að nýtt stjórnmálaafl væri komið fram á sjónarsviðið - eitthvað sem kallar sig Exbé. Þrátt fyrir ítarlega leit fannst ekkert í auglýsingunni sem bendlaði þetta við neinn starfandi stjórnmálaflokk.
Hvað getur maður eiginlega sagt? Þótt sjálfstraust og lífsgleði skíni út úr hverju andliti á auglýsingunni verður tæpast sama sagt um stjórnmálaflokk sem er kominn í svo djúpan skít að hann þorir ekki einu sinni að segja hvað hann heitir þegar hann auglýsir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2006 | 09:34
Draumalandið
Hafliði Helgason skrifar athygliverðan leiðara í viðskiptablað Fréttablaðsins í gær um skyndibitahagvöxt, drifinn áfram af óarðbærum ríkisframkvæmdum. Áhrif frá Draumalandi Andra Snæs Magnasonar eru augljós.
Alveg merkileg bók reyndar, Draumalandið. Snarpari og frumlegri rökstuðning fyrir frjálshyggju er tæpast hægt að finna, en höfundurinn nálgast málið á allt öðrum forsendum en hagfræðingarnir og heimspekingarnir sem hafa mest látið að sér kveða í þeirri umræðu. Í staðinn fyrir að tala um hagkvæmni og arðsemi einkaframtaksins eða rétt manna til frelsis talar hann einfaldlega um hugmyndir og drifkraft þeirra. Hann ætti eiginlega að fá heiðursverðlaun Frjálshyggjufélagsins ef þau eru til!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2006 | 11:14
Nú geta endurnar tekið bensín í Vatnsmýrinni
Sé að nú hefur R-listinn samþykkt bensínstöð í miðri Vatnsmýrinni. Sjálfstæðismenn benda á að engin þörf sé fyrir hana. Auðvitað er gagnrýninni ekki svarað með rökum, heldur einhverju þvaðri um að einhvern tíma hafi Sjálfstæðismenn sjálfir verið samþykkir bensínstöð einhvers staðar. Þetta heitir víst samræðustjórnmál.
Maður hélt að menn lærðu af mistökunum og myndu kannski staldra við í stað þess að halda áfram að festa Hringbrautarvitleysuna enn frekar í sessi. En það eru víst ekki samræðustjórnmál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2006 | 22:34
RÚV enn og aftur
Fylgdist áðan með Sigurði Kára og Ögmundi rífast um rekstrarform RÚV, sem er víst heitasta málið núna að vatnalögunum gengnum. Gaman að sjá menn takast á án þess að æsa sig úr hófi fram. Ögmundur er líka kurteis maður og lét vera að vaða í Sigurð Kára eins og rumurinn úr Frjálslynda flokknum gerði víst um daginn.
Annars er þetta merkileg umræða. Alltaf þegar á að hreyfa við RÚV verður allt vitlaust. Og því miður er málflutningur þeirra sem vilja stokka upp alltaf eitthvað hálf lamaður. Auðvitað verður ríkisstofnun ekkert "nútímalegri" þótt henni sé breytt í hlutafélag. Hlutafélagaformið var fundið upp fyrir löngu síðan til að gera einstaklingum kleift að stofna fyrirtæki án þess að hætta öllum eigum sínum. Ríkið þarf í raun ekkert á þessu formi að halda fyrir sinn rekstur. Mergurinn málsins er auðvitað sá, að það gengur ekki að starfsmenn taki alltaf stofnunina í gíslingu þegar á að gera einhverjar breytingar. Eini tilgangurinn með því að breyta RÚV í hlutafélag hlýtur að vera sá, að hamla gegn þessu. Af hverju í ósköpunum segja menn það ekki bara hreint út?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2006 | 15:31
Mjókkun Reykjanesbrautar
Það er alltaf gaman þegar menn fá góðar hugmyndir. Dagur B. Eggertsson, vonarstjarna Samfylkingarinnar hér í borginni fékk til dæmis svoleiðis um daginn. Eftir að hafa lengi vel talað um frekar fátt í kosningabaráttunni varpaði hann fram hugmynd. Hún var sú að leggja einbreiða Sundabraut. Manni skildist að Degi fyndist nóg komið af hraðbrautum. Nú skyldi leggja borgargötur. Það er gaman að Dagur skuli hafa uppgötvað hugtakið borgargata. Hins vegar er leiðinlegt að hann skuli ekki hafa verið búinn að því þegar hann lét leggja áttbreiða Hringbraut inni í miðjum bæ. Maður veltir því fyrir sér hvort borgargötur með iðandi mannlífi eigi þá að vera úti í sveit, en hraðbrautirnar í miðbænum. Svo er gaman að spá í hvað komi næst, því menn fljóta varla á bara einni hugmynd í gegnum heila kosningabaráttu. Áttbreið Grettisgata kannski? Mjókkun Reykjanesbrautar?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar