Mjókkun Reykjanesbrautar

Það er alltaf gaman þegar menn fá góðar hugmyndir. Dagur B. Eggertsson, vonarstjarna Samfylkingarinnar hér í borginni fékk til dæmis svoleiðis um daginn. Eftir að hafa lengi vel talað um frekar fátt í kosningabaráttunni varpaði hann fram hugmynd. Hún var sú að leggja einbreiða Sundabraut. Manni skildist að Degi fyndist nóg komið af hraðbrautum. Nú skyldi leggja borgargötur. Það er gaman að Dagur skuli hafa uppgötvað hugtakið borgargata. Hins vegar er leiðinlegt að hann skuli ekki hafa verið búinn að því þegar hann lét leggja áttbreiða Hringbraut inni í miðjum bæ. Maður veltir því fyrir sér hvort borgargötur með iðandi mannlífi eigi þá að vera úti í sveit, en hraðbrautirnar í miðbænum. Svo er gaman að spá í hvað komi næst, því menn fljóta varla á bara einni hugmynd í gegnum heila kosningabaráttu. Áttbreið Grettisgata kannski? Mjókkun Reykjanesbrautar?


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband