9.1.2015 | 20:09
Hafðu hvorki háð né spott ...
...hugsa um ræðu mína,
elska Guð og gjörðu gott,
geym vel æru þína.
Þannig orti séra Hallgrímur.
Guðlast eigum við að forðast, þótt ekki sé nema vegna þess að með því særum við tilfinningar annarra.
En lög gegn guðlasti eru jafn fáránleg og lög gegn ókurteisi.
![]() |
Lög gegn guðlasti hættuleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2015 | 23:30
Verjum tjáningarfrelsið
Réttustu viðbrögðin við árás þessara ómennsku glæpamanna væri að hengja upp eða mála skopmyndir af Múhameð spámanni, til dæmis í líki alsberrar hóru með skegg, á hvern einasta húsvegg um alla Evrópu. Þannig má sýna ofstækismönnunum að þöggunartilraunir þeirra verði ekki liðnar lengur. Að því grófara sem ofbeldi þeirra verður, því harðari verði viðbrögð samfélagsins.
En um leið megum við ekki gleyma því að ofstækið leynist ekki aðeins meðal íslamista, þótt þeir séu áberandi núna. Þegar svona atburðir verða þurfum við að gæta að okkur, því alls kyns karakterar, af sama sauðahúsi, en undir ólíkum merkjum, skríða þá upp úr ræsunum og reyna að blekkja okkur til fylgilags við sitt eigið ofstæki og hatursáróður.
Hið opna samfélag lifir aðeins ef það hefur í heiðri sínar eigin grundvallarreglur um algert tjáningarfrelsi og umburðarlyndi. Á tímum sem þessum er það viðkvæmt og þá verðum við að taka höndum saman því til varnar.
![]() |
Mannfall í árás í París |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2015 | 12:07
Þegar skopskynið vantar
Samkvæmt hefðinni snýst áramótaskaupið að miklu leyti um að gera grín að stjórnmálamönnum. En séu höfundar of ofstækisfullir í fylgispekt sinni við suma stjórnmálamenn og/eða of bitrir í garð annarra á skopskynið undir högg að sækja. Þetta er ástæðan fyrir því að áramótaskaupið misheppnaðist núna.
![]() |
Skaupið kostaði 26 milljónir króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.12.2014 | 13:52
Kannski þarf að hugsa hlutina upp á nýtt
Launakjör lækna eru ólík. Eldri læknar sem hafa komið ár sinni vel fyrir borð og geta nýtt spítalaviðveru til að afla sjúklinga á einkastofur sínar hafa það fínt, meðan yngri læknar hafa gjarna langtum lægri laun. Kannski þurfi að endurskoða þetta fyrirkomulag?
Læknar eru misgóðir. Sumir læknar eru mjög færir í sínu fagi. En það finnast líka lélegir læknar sem hafa litla þekkingu og færni. Oft valda þeir sjúklingum óbætanlegum skaða. En því miður stendur stéttin dyggan vörð um skussana. Kannski þarf að bæta eftirlit með hæfni lækna og sjá til þess að laun þeirra ráðist af getu, ekki aðeins menntun?
Þjónusta LSH er mjög víðfeðm. Oft skiptir reynsla miklu þegar kemur að læknismeðferð. Það á ekki síst við um flóknar skurðaðgerðir. En það getur reynst erfitt að byggja upp reynslu á markaði sem aðeins telur ríflega þrjú hundruð þúsund manns. Það er betra að gera fátt vel en margt illa. Kannski gætum við náð betri árangri með ódýrari hætti ef við leituðum í auknum mæli út fyrir landsteinana með flóknari meðferðir í stað þess að reyna að framkvæma allt hér, oft með óþarflega miklum tilkostnaði og tjóni fyrir sjúklinga?
![]() |
Geta ekki teygt sig nær kröfum lækna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.12.2014 | 11:23
Lík hestanna grafin á Álfsnesi
Fréttaflutningur af hinu hörmulega slysi á Álftanesi vekur upp spurningar um nærgætni gagnvart fólki og viðhorf gagnvart dýrum:
1. Hefur einhver velt því fyrir sér hvernig eigendum hestanna líður að sjá myndir af þeim hangandi úr þyrlu á forsíðum blaðanna?
2. Hver er eiginlega ástæðan fyrir því niðrandi orðalagi sem ávallt er viðhaft hérlendis um dýr sem slasast og deyja? Hvers vegna þarf endilega að segja "hrossið drapst" en ekki "hesturinn dó", tala um hræ, urðun og svo framvegis? Ef blaðamaður sem þannig skrifar missti nú til dæmis hundinn sinn, myndi hann þá segja vinum sínum að hundurinn hafi drepist og hann hafi urðað hræið í garðinum?
Ég legg til að Morgunblaðið breyti fyrirsögn þessarar fréttar. Tillögu að nýrri má sjá hér að ofan.
![]() |
Hræin af hrossunum urðuð í Álfsnesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2012 | 15:14
Tilvalið að taka nú umræðu!
![]() |
Spyr hvort ekki sé rétt að stíga til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2012 | 23:55
Ánægjuleg frétt
![]() |
Lækka vexti á lánum OR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2012 | 09:04
Eitthvað annað?
![]() |
Ekki gott að flytja inn iðnaðarsorp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2012 | 10:09
Jóhanna Sigurðardóttir tefur eins og hægt er
Fyrir rúmu ári síðan lagði Sigurður Kári Kristjánsson fram frumvarp um að þessi mál fengju flýtimeðferð í dómskerfinu. Stjórnarliðar vildu ekki samþykkja það - vafalaust af því að málið kom ekki frá þeim sjálfum.
Nú er aftur farið að tala um flýtimeðferð og ef forysta ríkisstjórnarinnar væri með viti væri auðvitað búið að ganga í að tryggja slíka meðferð mála strax eftir síðasta gengislánadóminn.
En hvað gerist? Jú, nú verður Hæstiréttur ekki í færum til að ljúka þessum málum næstu mánuðina því hann verður að einbeita sér að hinu furðulega Landsdómsmáli Jóhönnu Sigurðardóttur og félaga hennar.
Er ekki að verða nóg komið af vanhæfni, heimsku og valdníðslu af hálfu þessa fáránlega einstaklings og viðhengja hennar?
![]() |
Þarf að setja lög um flýtimeðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2012 | 16:21
Api?
Er þessi manneskja api?
Ef óeðlilegt er að Alþingi, sem pólitískur vettvangur, hverfi frá ákæru, er þá ekki einnig óeðlilegt að Alþingi, sem pólitískur vettvangur, taki ákvörðun um ákæru?
Sjái maður ekki samhengi þarna á milli hlýtur maður að vera api.
![]() |
Ásættanleg og rétt ákvörðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 288187
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar