31.5.2015 | 21:23
Villa Hannesar
Hannes H. Gissurarson á þakkir skildar fyrir góða grein um kvótakerfið í Morgunblaðinu um daginn þar sem hann rökstyður að kerfið sé hagkvæmt og réttlátt.
Ég deili ekki við Hannes um hagkvæmni kvótakerfis í sjávarútvegi. Hún er held ég hafin yfir vafa.
En hvað réttlætið varðar hefur Hannes einfaldlega rangt fyrir sér. Rök Hannesar fyrir réttlæti kvótaúthlutunarinnar eru þau, að vegna þess að áður en kvótakerfi var sett á hafi arður af sjávarútvegi enginn verið, geti enginn hafa tapað á að sumum en öðrum ekki hafi verið úthlutað kvótunum. Hér liggur villan. Um leið og veiðirétturinn var takmarkaður með kvótasetningu hafði ríkisvaldið búið til verðmæti sem ekki voru til áður. Veiðirétturinn var orðinn verðmætur. Með því að úthluta þessum verðmætum til sumra en ekki annarra báru þeir sem ekki fengu þau að sjálfsögðu skarðan hlut frá borði.
Hugsunarvilla Hannesar liggur í því að hann áttar sig ekki á muninum á kerfisbreytingunni sjálfri annars vegar og úthlutuninni hins vegar. Kvótaúthlutunin var alls ekki bein eða nauðsynleg afleiðing kerfisbreytingarinnar. Auðvelt hefði verið að breyta kerfinu og búa þannig til verðmæti úr veiðiheimildunum en selja þessi verðmæti síðan á frjálsum markaði. Ef frjálshyggjumenn hefðu verið við völd þegar kvótakerfið var sett á hefði þetta auðvitað verið gert. Þá hefði mátt fullyrða að kvótaúthlutunin væri réttlát.
En þegar ríkisvaldið býr til verðmæti með því að skerða réttindi sumra og afhendir þau svo öðrum er ekki um neitt réttlæti að ræða. Slíkt er sambærilegt við það þegar flokksbroddar kommúnista hirtu eignir fólks í austantjaldslöndunum forðum til eigin afnota.
Það fyrsta sem borgaralega þenkjandi stjórnvöld í austantjaldsríkjunum gerðu eftir hrun kommúnismans var að afhenda réttum eigendum eignirnar að nýju. Komist frjálshyggjumenn einhvern tíma til valda á Íslandi munu þeir með sama hætti byrja á að afhenda almenningi að nýju réttinn sem af honum var tekinn með úthlutun veiðheimildanna til sumra en ekki annarra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.5.2015 | 21:16
Frumframsóknarmaðurinn er fundinn.
Beinagrindin fannst á skjólsælum stað í miðju ESB.
![]() |
Ný grein á ættartré mannsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2015 | 15:12
Verður að stöðva niðurrifsstarfsemina
Enginn vafi er á því að vel mætti stytta heildarnámstíma fram að stúdentsprófi. En ef styttingin á ekki að koma niður á menntun verður hún að eiga sér stað á grunnskólastiginu. Þar er nægt svigrúm til að stytta námið.
En aðför menntamálaráðherra að menntaskólum landsins verður að stöðva áður en skaðinn er skeður. Þessar breytingar eru vanhugsaðar og snúast um það eitt að spara fé á sem fljótlegastan hátt. Menntastefna á að snúast um annað en slíka lágkúru.
![]() |
Söfnuðu 3,5 milljónum fyrir MR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2015 | 13:51
Aðför að stöðugleika kannski, en ekki að menntun
Eins og seðlabankastjóri hefur bent á eru líkur á að verðbólga fari á skrið í kjölfar kjarasamninganna. En samningarnir eru ekki aðför að menntun. Hvernig ætti það að geta verið? Lægstu laun eru hækkuð umtalsvert. Það leiðir auðvitað til þess að launabilið minnkar. En hvers vegna ætti það að vera "aðför" að þeim sem hafa hærri laun? Ef nágranni minn vinnur í lottó, er það þá aðför að mér?
Hitt er svo annað mál að menntun er ekki og getur aldrei orðið réttlæting fyrir hærri launum. Eina réttlæting launamunar er að starfsmenn í ólíkum störfum skili vinnuveitendum sínum mismiklum verðmætum. Enginn fiskverkandi með viti myndi borga flakara með doktorspróf í kynjafræði hærri laun en jafngóðum flakara með grunnskólapróf. Og flakarinn með doktorsprófið ætti enga heimtingu á slíku.
![]() |
Vigdís: Ekki aðför að menntun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2015 | 00:14
Sýnir fáránleika baráttunnar gegn fíkniefnum
Það er einfaldlega fjarstæðukennt að maður skuli dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að halda úti vef fyrir fíkniefnaviðskipti. Á sama tíma leyfir ríkisvaldið viðskipti með áfengi og tóbak, og selur þessi efni í sumum löndum, þar á meðal hérlendis.
![]() |
Fékk tvöfaldan lífstíðardóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2015 | 14:01
Lýðræðissinnar?
Ætli það séu lýðræðissinnarnir, þessir sem finnst svo mikilvægt að breyta stjórnarskránni, sem hyggjast nú hrekja ríkisstjórnina frá völdum í nafni uppreisnar og byltingar?
![]() |
Yfir 4.200 boðað komu sína á mótmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2015 | 12:01
Bylting?
Ætli markmiðið sé að leggja nú kapítalískt samfélag í rúst með því að koma sem flestum fyrirtækjum á kné og leggja almannaþjónustuna í rúst svo greiða megi brautina fyrir byltingu öreiganna?
![]() |
Það tapa allir á þessu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2015 | 17:35
Stöndum saman um þetta!
Það eina sem vantar í núverandi stjórnarskrá er ákvæði sem tryggir að tiltekinn hluti kjósenda geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Nú er staðan sú að forseti getur vísað málum til þjóðaratkvæðis en beiting þeirrar heimildar er háð geðþótta og er því ekki sá öryggisventill sem hún ætti að vera.
Útspil Bjarna Benediktssonar og viðbrögð Árna Páls Árnasonar sýna að hægt er að ná samstöðu um þá breytingu á stjórnarskránni sem máli skiptir.
Nú ríður á að aðrir stjórnmálamenn grípi þennan bolta - fólk standi nú einu sinni saman og sýni þjóðinni að það sé fært um að klára af þjóðþrifamál með sóma.
![]() |
Fagnar blaðagrein Bjarna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2015 | 19:47
Lög og forystuna burt
Það er orðið endanlega ljóst að markmið þeirra sem illu heilli hafa valist til forystu í launþegahreyfingunni er ekki að ná fram kjarabótum. Það er að reyna sitt ítrasta til að koma stjórnvöldum frá jafnvel þótt það kosti atvinnuleysi og verðbólgu. Þessu fólki er nákvæmlega sama um kjör almennings í landinu.
Það er mikill ábyrgðarhluti að ganga fram með þessum hætti til að þjóna lágkúrulegum pólitískum markmiðum.
Nú er væntanlega komið að því að setja verður lög á þennan bjánaskap. Svo verða launþegar að koma þessu fólki frá og kjósa sér ábyrga aðila til forystu. Það er eina leiðin út úr stöðunni.
![]() |
Höfnuðu um 24% hækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.5.2015 | 14:18
Kamikaze
Sjálfsmorðsárás stéttarfélaga á kaupmáttinn er hvergi nærri lokið.
![]() |
Samþykktu verkfall hjá VR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 288172
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar