Bylting?

Ætli markmiðið sé að leggja nú kapítalískt samfélag í rúst með því að koma sem flestum fyrirtækjum á kné og leggja almannaþjónustuna í rúst svo greiða megi brautina fyrir byltingu öreiganna?


mbl.is „Það tapa allir á þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju semur þá SA ekki ?

Þeir eru búnir nú þegar að valda miklu tjóni. Eru þeir kannski að bíða þar til allt hrynur, semja svo og segja ..sjáiðu allt hrundi við þessar hækkanir.

Svi þeim..gráðugir andskotar.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 23.5.2015 kl. 12:17

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Það eru viðsemjendur launafólks sem leggja allt í rúst, verði ekki farið að bregðast við.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 23.5.2015 kl. 12:30

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það eru ekki viðsemjendurnir sem eru að beita ofbeldi með verkfallsaðgerðum. Það eru stéttarfélögin.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.5.2015 kl. 14:12

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Hvernig er hægt að líta á verkfall sem ofbeldi?

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 23.5.2015 kl. 17:10

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Verkfall er ofbeldi af tveimur ástæðum:

Í fyrsta lagi er verkfall samráð um brot á starfssamningi. Fólk sem hefur gert samning við vinnuveitanda um að veita tiltekna þjónustu tekur sig saman um að brjóta samninginn.

Í öðru lagi banna verkfallsmenn öðrum að ganga í störf sín og hindra að þeir geri það með ofbeldi.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.5.2015 kl. 20:39

6 identicon

Í þínum augum þá er það ofbeldi og samningsbrot fyrir einstaklinga að nýta sér lagalega varin rétt sinn?

Eru verkbönn atvinnurekanda svipað ofbeldi í þínum augum?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.5.2015 kl. 22:07

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ofbeldi er ofbeldi hvort sem það er lagalega varið eða ekki.

Verkbann er að sjálfsögðu nákvæmlega jafn siðlaust og verkfall.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.5.2015 kl. 23:34

8 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Þegar samningar eru lausir, er farið í að endurskoða þá til að ákveða næsta skref. Það getur varla talist brot á starfssamningi að berjast fyrir því að næstu samningar verði betri, enda samið til ákveðins tíma í senn með það í farteskinu, að nýjar kröfur geti komið fram í lok samningstímabils. Ofbeldið er því þeirra sem beita sér gegn því að launafólk fái hærri laun, sjái það að ekki verði lifað af þeim sem í gildi eru.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 24.5.2015 kl. 02:26

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Lestu bara svar mitt aftur hafir þú ekki skilið það. Það er enginn að tala um að það að óska eftir launahækkun sé ofbeldi. Verkfall er ofbeldi.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.5.2015 kl. 14:03

10 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Fyrirgefðu Þorsteinn, en ég er að tala um viðbrögð þeirra sem virðast telja launahækkun óþarfa. Ég sagði ekki að ósk um hærri laun væri ofbeldi.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 25.5.2015 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 287247

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband