13.4.2018 | 15:22
Er þá ekki næsta skref að afnema skoðanafrelsi?
Það er kannski réttast að manneskjan leggi nú fram frumvarp sem bannar útlendingum að hafa skoðanir sem stangast á við hennar eigin. Þvílík frekja og yfirgangur sem þetta er!
![]() |
Hótanir og þrýstingur afþakkaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2018 | 12:32
Í stíl við annað
Í landi þar sem menntun barna hrakar ár frá ári - og þeir sem ábyrgðina bera kenna öllu öðru um en sjálfum sér - kemur ekki á óvart að kennaraþingið snúist aðallega um að reyna að hrekja nýkjörinn formann burt á grunni gróusagna.
![]() |
Áskorun til Ragnars á þingi kennara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2018 | 13:42
Ójöfnuðurinn eykst á valdatíma hægristjórna ...
... er það sem Logi Einarsson og taglhnýtingar hans tönnlast sífellt á.
En nú sést svart á hvítu að þessu er einmitt öfugt farið. Eignir ríkasta prósentsins og prómillsins sem hlutfall heildareigna hafa einmitt farið minnkandi.
Nú verður Logi Einarsson að finna upp á einhverju nýju til að tönnlast á ... svona þar til það verður rekið ofan í hann líka.
![]() |
Eign 218 fjölskyldna 200 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.4.2018 | 20:45
Eins gott að hann er ekki borgarstjóri í New York
Það er víst eins gott að þessi verði aldrei borgarstjóri í New York. Hann myndi ekki linna látum fyrr en búið væri að fylla Central Park af blokkum.
![]() |
Skipuleggja byggð á tveimur reitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.4.2018 | 20:42
Að bjarga lífi eða mæta í jarðarför
Í Bandaríkjunum er almenningur hvattur til að eiga í fórum sínum þetta lyf, sem bjargað getur mannslífum.
Á Íslandi er það hins vegar svo, að komi maður að fíkli milli lífs og dauða getur hann ekki átt lyfið í fórum sínum. Það er nefnilega, auðvitað eins og með allt annað hér, bannað að kaupa það nema út á lyfseðil. Sá sem kemur að dauðvona manninum verður því fyrst að panta tíma hjá lækni, síðan að reyna að sannfæra lækninn um að hann þurfi á lyfinu að halda, sem auðvitað tekst ekki.
Með öðrum orðum:
Bandaríkjamaðurinn getur bjargað hinum dauðvona.
Íslendingurinn verður að láta sér nægja að mæta í jarðarförina.
![]() |
Hvetur fleiri til að bera naloxone |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2018 | 12:12
10% launahækkun með lagasetningu?
Vinnuvikan nú er 39 tímar held ég. Verði hún stytt í 35 tíma nemur það rúmlega 10% aukningu á launakostnaði. Er eðlilegt að slíkt sé ákveðið með valdboði? Er ekki slíkt fremur samningsatriði?
![]() |
Ósammála um styttingu vinnutíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2018 | 11:34
Íhugunarefni á páskum
Páskarnir eru hátíð brotthvarfs og umskipta. Það var á páskum sem Gyðingar flúðu Egyptaland og ferðuðust um langan veg til fyrirheitna landsins undan ofsóknum. Það var á páskum sem Kristur hvarf af jörðinni og sté upp til himna.
Á páskum er kannski ekki svo fráleitt að íhuga stöðu flóttafólks, reyna að setja sig í spor þeirra sem neyðast til að yfirgefa heimkynni sín, vini og fjölskyldu ýmist vegna ofsókna eða einfaldlega vegna þess að fólk getur ekki framfleytt sér.
Velta fyrir sér hvernig það er að yfirgefa allt og leggja út í óvissuna, ferðast um langan veg, kannski til lands þar sem maður er ekki einu sinni velkominn, bíða í nagandi óvissu eftir, oft geðþóttakenndum, ákvörðunum yfirvalda.
Þurfa svo að læra á nýtt samfélag, læra nýtt tungumál, og takast um leið á við fordóma þeirra þröngsýnu og heimsku, sanna sig á nýjum stað, sem oftast tekst aldrei alveg.
![]() |
Líta á Serbíu sem leið inn í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2018 | 10:58
... varðaður góðum áformum
Bið lesendur að "botna" fyrirsögnina...
Þegar leitað er á netinu eftir upplýsingum um hvort heppilegra sé fyrir umhverfið að nota einnota plastpoka eða fjölnota poka úr bómull eða öðrum efnum, kemur rannsókn bresku umhverfisstofnunarinnar frá 2008 gjarna upp. Þar er niðurstaðan sú að umhverfisáhrif fjölnota poka séu einfaldlega langtum meiri en áhrifin af einnota pokunum. Besta leiðin til að draga úr umhverfisáhrifunum sé að nota venjulega einnota plastpoka, en nota þá oftar og nýta síðan sem ruslapoka að lokum.
Í þingsályktunartillögunni er mikið fjallað um áhrif plastagna í umhverfinu. Hins vegar er ekkert fjallað um umhverfisáhrifin af framleiðslu plastpokanna annars vegar og fjölnota pokanna hins vegar. Samkvæmt bresku rannsókninni liggja hins vegar megináhrifin á umhverfið þar.
Það er eitt meginviðfangsefni nútímans að finna leiðir til að vernda umhverfið gagnvart óbætanlegum skaða sem sumar athafnir okkar mannanna valda því. Ákvarðanir sem ætlað er að verða lóð á vogarskálarnar verður að ígrunda og undirbyggja á grunni bestu fáanlegu upplýsinga.
Bresku rannsóknina sem vísað er til má sjá hér.
![]() |
Vilja banna plastpoka í verslunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2018 | 09:58
Athygilverð hverfaskipting
Það er athyglivert að sjá ólíka fylgisdreifingu milli hverfa. Meirihluti þeirra sem búa miðsvæðis styður núverandi stjórnendur en í úthverfunum er þessu öfugt farið.
Versta afleiðingin af lélegri stjórn borgarinnar undanfarin ár eru umferðarteppurnar. Þær sóa tíma fólks, auka mengun og skaða hagkerfið. Sumar þessar teppur eru afleiðing aukinnar umferðar. Aðrar eru manngerðar. Dæmi um slíkt eru járnstikurnar sem komið hefur verið fyrir við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu sunnanverð svo að í stað þess að umferðin greinist í tvær akreinar þegar að gatnamótunum er komið, og flæði þá hindranalítið ýmist til hægri eða áfram, er þrengt að svo röðin nær oft að Melabúðinni. Lítið dæmi um hindranir sem eru óþarfar (afsökunin er hjólaakrein sem enginn notar enda hættir hún við gatnamótin) og virðast hafa það eina hlutverk að gera fólki erfiðara að komast um bæinn.
Þetta litla dæmi er úr Vesturbænum, en þó er flæði umferðar þar með skásta móti yfirleitt. Þegar komið er út í úthverfin versnar staðan hins vegar til muna. Það brennur á fólki sem þar býr að þurfa að eyða margfalt meiri tíma en vera ætti í að komast til og frá vinnu eða sækja og keyra börn í skóla. Tal um borgarlínu og hjólastíga virkar ekki á þessa kjósendur enda vita þeir að slíkt mun engu breyta. Eða hvernig ætti eitthvað að breytast varðandi umferðarþunga þótt notkun strætisvagna færi úr 4% í 8%? Auðvitað ekki neitt.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú mest fylgi allra í fimm úthverfum. Og það, þrátt fyrir að enn hafi ekki komið fram nein skýr framtíðarstefna frá flokknum, aðeins ný andlit og tal um aðrar áherslur. Takist flokknum hins vegar að spila út trúverðugri og skýrri stefnu og verja hana gagnrýni meirihlutans verða honum flestir vegir færir. En mun það gerast?
![]() |
Meirihlutinn heldur velli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2018 | 10:13
Líf guðanna
Það var svo sannarlega ógleymanlegt að hlýða á heimsfrumflutning Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Eddu II - Líf guðanna, eftir Jón Leifs í gærkvöldi.
Verkið gerir, líkt og Árni Heimir Ingólfsson nefnir í tónleikaskrá, nær ómannlegar kröfur til flytjenda, en þær kröfur stóðust þeir svo sannarlega í gærkvöldi.
Tónlist Jóns gerir ríkar kröfur til hlustenda ekki síður en til flytjenda, enda er hún ekkert léttmeti. Líkt og Björn Bjarnason nefnir á bloggi sínu átti Jón ekki upp á pallborðið hjá samtíðarmönnum sínum, en hann segir: "Það sannaðist enn á þessu verki að Jón Leifs var langt á undan sinni samtíð. Það er ekki fyrr en nú hálfri öld eftir dauða tónskáldsins og 52 árum eftir að Jón lauk við verkið sem það er flutt í fyrsta sinn, það var samið á árunum 1951 til 1966."
Ég óska Sinfóníuhljómsveitinni, Schola Cantorum, einsöngvurum og stjórnanda innilega til hamingju með þessa frábæru tónleika!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 288148
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar