20.3.2020 | 22:20
Berast þá böndin að kokknum?
Segi nú bara svona
(eru þeir ekki annars stundum kallaðir streptókokkar á sjónum?)
![]() |
Skipverjarnir ekki með kórónuveiru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2020 | 21:21
Reynir á íslensk stjórnvöld
Ísland á ákaflega mikið undir því að ekki verði sett á frekari ferðabönn. Nú reynir á íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar og hafna þátttöku í þessu banni. Enda liggur alveg fyrir að ferðabann milli svæða sem þegar eru sýkt þjónar engum tilgangi.
Við megum ekki við því að leggja ferðaþjónustu hér endanlega í rúst vegna einhverra paniksjónarmiða. Hvað þá þegar niðurstöður ÍE virðast benda til þess að dánartíðni vegna þessarar veiru sé langtum lægri en haldið hefur verið fram.
![]() |
Fundað um mögulega landamæralokun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2020 | 16:35
Vitanlega hefur bannið áhrif á vöruflutninga
Umtalsverður hluti þess sem flutt er með flugfrakt fer með farþegavélum. Þegar flug þeirra stöðvast minnkar vitanlega flutningsgetan sem þessu nemur. Því hefur þetta að sjálfsögðu áhrif á vöruflutninga.
![]() |
Ferðabannið hefur ekki áhrif á vöruflutninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2020 | 16:32
Norðmenn og Danir taka á málum af festu
Norsk og dönsk stjórnvöld hafa nú tekið á þessu máli af festu.
Á Íslandi er hins vegar ekkert gert. Hver er ástæða þess?
Á endanum hvílir ábyrgðin hjá ríkisstjórninni. Ráðherrar geta ekki skýlt sér á bak við embættismenn sem bersýnilega ráða ekki við neitt. Ákvörðunarvaldið liggur hjá hinum kjörnu fulltrúum og þeim ber skylda til að leita sér ráðgjafar sjálfstætt þegar bersýnilegt er að ekki er hægt að treysta á þá sem formlega fara með málið.
![]() |
Noregur lokar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2020 | 15:15
Traustvekjandi?
Það er ekki sérlega traustvekjandi að vita til þess að starfsfólki spítalans, sem er að koma af rauðum svæðum erlendis, sé bara hleypt beina leið inn á spítalann. Engin sóttkví, engin tékk!
Ekki eykur þetta tiltrúna á getu þessara embættismanna til að hafa stjórn á faraldrinum.
![]() |
Fimm hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild smitaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2020 | 10:27
"Tvennt er ótakmarkað í veröldinni ...
... stærð alheimsins og mannleg heimska. Ég er reyndar ekki alveg viss um hið fyrrnefnda." (Albert Einstein).
Hefur í alvöru engum dottið í hug að annað hvort:
A. Setja þetta fólk einfaldlega í sóttkví á Ítalíu?
B. Setja fólkið í raunverulega sóttkví þegar það kemur hingað (ekki bara biðja það um að vera helst heima hjá sér)?
Er það markmið Landlæknis að breiða þessa veiru sem hraðast úr hérlendis?
![]() |
Óvenjulegt flug frá áhættusvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2020 | 18:30
Kemur þetta einhverjum öðrum á óvart?
Þegar mynduð hefur verið loftbrú fyrir kórónaveiruna til Íslands, hvernig í ósköpunum getur það þá komið manni sem á að heita sérfræðingur í sóttvörnum á óvart, að veiran ferðist um loftbrúna?
Kemur það einhverjum öðrum á óvart?
![]() |
Atburðarásin hefur komið á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2020 | 23:32
"Þetta reddast!"
Kórónafaraldurinn er dæmigerður fyrir ástand sem er á mörkum þess að vera mjög flókið og óreiðukennt. En jafnvel í flóknu/óreiðukenndu ástandi eru vísbendingar til staðar, og reynt fólk á viðkomandi sviði á að vera fullfært um að átta sig með hliðsjón af þeim.
Auk reynslu þurfa þeir sem glíma við ákvarðanatöku í slíku ástandi því að hafa getu til að bregðast við vísbendingum, ekki aðeins við orðnum hlut. Þeir verða líka að hafa hugrekki til að taka réttar ákvarðanir og framfylgja þeim, jafnvel þótt það kunni að valda einhverjum óþægindum.
Viðbrögð stjórnvalda í Kína sýndu fljótt að þar höfðu stjórnvöld þessa getu.
Hennar verður ekki vart hérlendis. Einungis er brugðist við eftir að skaðinn er skeður og þegar loks er brugðist við er ákvarðanatakan veikburða og framkvæmdin ómarkviss. Rökstuddri gagnrýni er svarað með útúrsnúningum, líkt og embættismönnunum sé meira í mun að hafa betur í rifrildi en að komast að réttri niðurstöðu.
Þess vegna stefnir Ísland nú í að verða það land í heiminum sem hefur hæsta smithlutfallið í þessum faraldri. Það mun líklega gerast innan viku.
![]() |
Tilfelli kórónuveiru orðin níu talsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2020 | 19:49
Óviðunandi ástand!
Það er svo sannarlega óviðunandi að foreldrar neyðist til að gæta sinna eigin barna meðan á verkfalli stendur.
![]() |
Hver passar mig í dag? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2020 | 22:38
Smithlutfall langtum hærra en í nágrannalöndunum
Hlutfall smitaðra hér er 0,8 manns á hverja 100.000 íbúa.
Á Ítalíu er hlutfallið 2,8 á hverja 100.000 íbúa.
Til að ná Ítölum þurfa samtals 10 smit að koma upp hér. Hversu mörg verður tilkynnt um á morgun?
Komi 20 smit upp hér höfum við náð Kína, þar sem hlutfallið er 5,7 á hverja 100.000 íbúa.
Ítalía er það land í okkar heimshluta sem verst hefur orðið úti. Þetta er Evrópulandið þar sem segja má að faraldur sé kominn upp.
Ef við lítum til nágrannalanda þar sem ekki er kominn upp faraldur líta hlutirnir öðruvísi út. Á Bretlandi eru 0,05 smit á hverja 100.000 íbúa. Í Frakklandi eru smitin 0,2, í Noregi 0,3 og 0,13 í Svíþjóð.
Ísland er eitt einangraðasta land Evrópu landfræðilega. Öll smitin sem hér hafa komið upp eru vegna ferða fólks frá sýktum svæðum á Ítalíu. Auðvelt hefði verið að stöðva ferðir fólks frá þessum svæðum til landsins.
Hvers vegna var það ekki gert?
![]() |
Þriðja tilfellið á Íslandi staðfest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar