Athygliverður mælikvarði

Það er athyglivert að meta árangur með því að horfa aðeins til afkasta einstaka daga og vissulega einkar fréttnæmt sem slíkt. En hvað líður hinum heimsmetunum, heimsmetinu í verktöfum og umframkostnaði? Hvenær verða þau slegin?
mbl.is Heimsmetið í gangaborun féll á nýjan leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig á að velja dómara?

Nú liggur fyrir að ríkisvaldið er þrískipt. Af því leiðir að ekki gengur að ríkisstjórn eða Alþingi taki ákvörðun um skipun dómara. Er þá eðlilegt að Hæstiréttur sjálfur geri það? Ekki endilega, en þó hlýtur það að vera í betra samræmi við þrískiptinguna en hitt. Önnur rök fyrir því að Hæstiréttur taki ákvörðun hljóta að vera þau að með því sé tryggt eðlilegt samræmi í samsetningu réttarins og ákvarðana hans, enda hlýtur íhaldssemi að vera mikilvæg þegar kemur að æðsta dómstól landsins svo tryggt sé að ekki verði hraðar breytingar á meðferð mála og dómum. En einnig mætti hugsa sér að t.d. lögmannafélagið tæki þessar ákvarðanir. Í það minnsta er mikilvægt að niðurstaða fáist í þetta mál svo Hæstiréttur þurfi ekki að klofna í hvert sinn sem skipa þarf nýjan dómara.
mbl.is Þrír hæfastir í Hæstarétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kópavogur fyrirmyndin?

Nú er vissulega alþekkt að breytingar á skipulagi veki harðar deilur jafnvel þótt um eðlilega þróun sé að ræða. Nærtækt er að minnast andstöðu Seltirninga við fyrirhuguð fjölbýlishús, sem leiddi til þess að málið var tekið upp aftur og áformin endurskoðuð.

Það vekur hins vegar ugg þegar formaður skipulagsnefndar talar um það sem sjálfsagðan hlut að gerðar séu stórtækar breytingar á skipulagi í grónum hverfum. Það er auðvitað alls ekki sjálfsagður hlutur. Öryggi um nánasta umhverfi vegur þungt þegar fólk tekur ákvörðun um búsetu. Enginn kaupir einbýlishús á Arnarnesi geti hann ekki treyst því að ekki verði byggð verksmiðja í bakgarðinum. Ef íbúar við Þingholtsstræti ættu yfir höfði sér að húsin í kring yrðu rifin og 10 hæða blokkir byggðar í staðinn væru þeir fljótir að forða sér. Það er í rauninni stórfurðulegt að yfirmaður skipulagsmála í Reykjavík skuli láta annað eins út úr sér. Stórfelldar skipulagsbreytingar í grónum hverfum eru nefnilega fjarri því að vera sjálfsagt mál, þær eiga að vera undantekning sem ætti að forðast í lengstu lög.


mbl.is Á fimmta hundrað íbúa í nágrenni Keilugranda andmæla skipulagstillögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seint séð?

Er ekki verið að leggja veg í gegnum Héðinsfjörð sem veldur því að hann verður ekki lengur ósnortinn? Kannski SUNN hefðu átt að fara fyrr fram á friðlýsingu. Fjárhagsleg rök dugðu ekki ein og sér til að koma í veg fyrir þessi ágætu jarðgöng, kannski hefðu náttúruverndarsjónarmið riðið baggamuninn.
mbl.is Vilja friðlýsa Héðinsfjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þorandi að búa þarna?

Maður hefur nú stundum velt því fyrir sér að flytja í Kópavog, en samt aldrei lagt í það. Kannski ekki síst út af svona málum. Það hlýtur að vera hálf óþægilegt að búa í bæjarfélagi þar sem maður getur alltaf átt von á að bæjarstjórnin komi saman að næturþeli til að samþykkja umfangsmiklar breytingar sem hafa veruleg áhrif á næsta nágrenni manns. Ég held að það hljóti að vera kominn tími til að bæjarstjórnin þarna hugsi sinn gang. Öryggi hvað þetta varðar er nefnilega mjög mikilvægur þáttur þegar fólk velur sér búsetu. Ég treysti mér til dæmis vel til þess að búa á Högunum, ekki síst vegna þess að ég tel mig geta verið öruggan um það að hvernig sem allt veltist í pólitíkinni er enginn Gunnar Birgisson í Reykjavík sem tekur allt í einu upp á því að byggja röð af 10 hæða blokkum meðfram Ægisíðunni.


mbl.is Samþykkt að fjölga íbúðum á Kársnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athygliverð krossferð Moggans

Það er út af fyrir sig ágætt að bent sé á það þegar menn fara út fyrir þau mörk sem sett eru í framkvæmdaleyfi. Þessi umfangsmikla krossferð mbl. gegn einkareknum virkjunum er samt hálf einkennileg. Ég man ekki betur en blaðið hafi stutt ötullega við málstað þeirra sem börðust fyrir gerð Kárahnjúkavirkjunar á sínum tíma, forðast neikvæðan fréttaflutning eins og hægt var og vísað á bug ítrekuðum tilmælum um að gera sjálfstæða úttekt á verkefninu. Umhverfisspjöllin þar eru auðvitað margfalt meiri en í þau sem fylgja Fjarðarárvirkjun og Múlavirkjun.

Meginmunurinn á þeirri framkvæmd og þessum tveimur er samt sá, að þessar litlu virkjanir eru byggðar og reknar af einkaaðilum sem hætta eigin fjármunum. Kárahnjúkavirkjun er hins vegar fjármögnuð með þvingaðri ábyrgð íslenskra skattgreiðenda, m.ö.o. þjófnaði. En umfang náttúruspjalla, spilling og hnupl skiptir Morgunblaðið líklega engu máli, aðeins það hvort formreglum sé fylgt.


mbl.is Orkustofnun geri tafarlausa úttekt á Fjarðarárvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður díll

Það er greinilega að verða ábatasamt að selja ekki heita vatnið. Ætli sé ekki hægt að gera fleiri svona díla?


mbl.is Fékk 10 milljóna dala ávísun senda í pósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Ágúst 2007
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband