Athygliverð krossferð Moggans

Það er út af fyrir sig ágætt að bent sé á það þegar menn fara út fyrir þau mörk sem sett eru í framkvæmdaleyfi. Þessi umfangsmikla krossferð mbl. gegn einkareknum virkjunum er samt hálf einkennileg. Ég man ekki betur en blaðið hafi stutt ötullega við málstað þeirra sem börðust fyrir gerð Kárahnjúkavirkjunar á sínum tíma, forðast neikvæðan fréttaflutning eins og hægt var og vísað á bug ítrekuðum tilmælum um að gera sjálfstæða úttekt á verkefninu. Umhverfisspjöllin þar eru auðvitað margfalt meiri en í þau sem fylgja Fjarðarárvirkjun og Múlavirkjun.

Meginmunurinn á þeirri framkvæmd og þessum tveimur er samt sá, að þessar litlu virkjanir eru byggðar og reknar af einkaaðilum sem hætta eigin fjármunum. Kárahnjúkavirkjun er hins vegar fjármögnuð með þvingaðri ábyrgð íslenskra skattgreiðenda, m.ö.o. þjófnaði. En umfang náttúruspjalla, spilling og hnupl skiptir Morgunblaðið líklega engu máli, aðeins það hvort formreglum sé fylgt.


mbl.is Orkustofnun geri tafarlausa úttekt á Fjarðarárvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband