Lausaganga húsflugna á Akureyri

Nýverið var flutt á RÚV löng frétt um að kisi nokkur hefði farið inn um opinn glugga hjá frú einni á Akureyri og gert stykki sín í stofusófann. Frúin var að sjálfsögðu svekkt yfir þessu og sá það helst til ráða að banna köttum á Akureyri að vera úti. Það þótti henni væntanlega einfaldara en að passa að hafa gluggana lokaða þegar hún færi í frí.

Í gær var svo bætt um betur og rakið í ennþá lengri frétt að húsflugur öngruðu nú Akureyringa sem aldrei fyrr. Jafnvel meira en utanbæjarmennirnir, en þeir munu orsök þess að ákveðið hefur verið að leggja niður dýflissuna á Akureyri, enda afbrot öll á ábyrgð hinna aðkomnu og þægilegra fyrir alla að þeir séu sem næst heimahögunum. Og nú hefur víst bæst við undirskriftasöfnun þar sem krafist er banns við lausagöngu húsflugna á Akureyri.

Utanbæjarmenn, kisur og húsflugur. Hvað verður næsta frétt um? Maður bíður spenntur.


Kannski ekki alveg rétti tíminn ...

... til að ætla að fara að læra af Íslandi, einmitt þegar svo virðist sem allt sé að fara hér aftur í sama farið og panikkin búin að taka völdin eina ferðina enn.


mbl.is „Getum við lært af Covid-19-tökum Íslands?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álitamál

Þau rök að nauðsynlegt sé að "klára" kjörtímabilið eru ekki gild. Það er ekkert sem veldur neinni slíkri nauðsyn.

Rök Smára, að ný ríkisstjórn þurfi tíma til að undirbúa fjárlagafrumvarp eru hins vegar gild. Það er að segja ef það er nauðsynlegt að fjárlög komi endilega frá nýrri ríkisstjórn. Þar að baki gæti til dæmis legið sú röksemd að vilji kjósenda í kosningunum eigi að endurspeglast í fjárlögum.

Á hinn bóginn má velta því fyrir sér hvort það sé endilega verra að ný ríkisstjórn komi fyrst fram með eigin fjárlög eftir að hún hefur setið í um hálft ár. Þannig gefst nýjum ráðherrum tími til að glöggva sig á sínum málaflokkum í ró og næði, í stað þess að þurfa að gera það á þeim skamma tíma sem oft líður frá því að ríkisstjórn er mynduð og þar til leggja þarf fjárlögin fram.

 


mbl.is Engin rök og engin málamiðlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna leynd?

Sé það rétt að Rio Tinto greiði okurverð fyrir orkuna, hvers vegna má þá ekki aflétta leynd um verðið? Seljandinn er tilbúinn til þess og hefur margoft ítrekað það.

Hvers vegna þessi leynd?

Er það hugsanlega vegna þess að enginn fótur er fyrir fullyrðingunum?


mbl.is Hörður: Rio Tinto neitar að aflétta trúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fengur að Andrési

Andrés Magnússon er frábær blaðamaður. Morgunblaðinu er fengur að því að fá hann til starfa.


mbl.is Andrés Magnússon ráðinn fulltrúi ritstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugavert álitamál

Þetta er örugglega mjög spennandi viðfangsefni fyrir lögfræðinga. Væntanlega má halda því fram að með undirliggjandi hótun um samninga við annað félag sé verið að hafa áhrif á niðurstöðu atkvæðagreiðslu um samninginn. Það væri þá brot á þessu ákvæði og á við um það sem gerist eftir að samningurinn var undirritaður. Hótunin kom hins vegar fram áður en samið var.

Hins vegar má líta þannig á að þarna sé einfaldlega verið að gera samningsaðila ljóst að ef ekki semst við hann sé hægt að semja við aðra. Með því er þá í sjálfu sér ekki verið að hafa áhrif á afstöðu starfsmanna beint. Og ákaflega hæpið að hægt sé að fetta fingur út í slíkt. Það ríkir jú félagafrelsi og þar af leiðandi getur eitt stéttarfélag ekki haft einokunaraðstöðu og útilokað önnur.

Að lokum er erfitt að halda því fram að með uppsögnunum sé verið að hafa áhrif á afstöðu starfsmanna. Því var ekki hótað að segja þeim upp. Þeim vara bara einfaldlega sagt upp og því ekkert tækifæri fyrir þá til að breyta um afstöðu.


mbl.is Gjörólík sýn á lögmæti uppsagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglivert verkfall

Verkfall er þegar starfsfólk tekur sig saman um að mæta ekki í vinnuna. En hvað þegar starfsmennirnir hafa allir verið reknir, samningar við stéttarfélag þeirra eru fallnir úr gildi og viðveru þeirra er ekki óskað á vinnustaðnum. Hverju breytir þá verkfallið?


mbl.is Flugfreyjur undirbúa verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórfurðuleg vinnubrögð

Maður veltir því fyrir sér hvort það hafi verið markmið að valda Icelandair tjóni. Eða hvernig er hægt að túlka það öðruvísi þegar skrifað er undir samning, en félagsmenn svo leynilega hvattir til að fella hann?

Eftir þessa atburðarás er hins vegar ljóst að Icelandair hefur frítt spil varðandi samninga við aðra en þetta félag. Það er ljóst að það er ekki hægt að semja við fólk sem skrifar undir, en meinar ekkert með því.


mbl.is Flugfreyjufélagið viðurkennir mistök við samningagerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkominn til Íslands!

Það er ömurlegt að þurfa að flýja heimaland sitt til að geta lifað í friði. Það er gott að Hassan tókst að komast hingað og getur komið undir sig fótunum hér. 


mbl.is Var heilt ár á leiðinni til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona byrjar það ...

Kúgunin byrjar alltaf sem sakleysislegar aðgerðir til að hindra eitthvað sem nánast allir eru sammála um að eigi að hindra. Hingað til hafa það aðallega verið upplognar auglýsingar, hatursfullur áróður og þess háttar. Eitthvað sem flestu fólki finnst ógeðfellt.

En tilefnið núna var, sem allt varð vitlaust út af, var ekki þannig. Tilefnið var ummæli Trumps, sem voru í sjálfu sér ekkert alvarleg: Viðvörun um að þegar gripdeildirnar hæfust myndi ofbeldið byrja. Það gerðist síðan auðvitað, og þarf ekki að koma neinum á óvart.

 


mbl.is Ekki nóg gert til að vernda notendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Júlí 2020
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband