30.6.2020 | 16:33
Fyrirtækin eru háð Facebook
Stórfyrirtæki sniðganga Facebook til að þrýsta á um ritskoðun. Ástæðan er sú að fyrirtækin sjálf verða fyrir þrýstingi. Þrýstingurinn kemur frá þeim sívaxandi hópi fólks sem aðhyllist viðhorf sem eru andstæð frjálslyndi. Í raun eru þetta fasísk eða hálffasísk öfl og hegða sér samkvæmt því.
En vegna hinnar gríðarsterku stöðu sem Facebook hefur sem auglýsingamiðill komast fyrirtækin ekki upp með það í langan tíma að sniðganga miðilinn. Sniðgangan getur þó haft þau áhrif að Facebook hverfi frá því tiltölulega frjálslynda viðhorfi gagnvart málfrelsi sem fyrirtækið hefur hingað til fylgt.
Þannig mun þessi sniðganga í það minnsta auka áhrif fasískra og hálffasískra afla í samfélaginu. Við lifum á varhugaverðum tímum.
![]() |
Gæti sniðganga gert út af við Facebook? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2020 | 19:11
Hvar er afsökunarbeiðnin? Hvar er afsögnin?
Hvar er afsökunarbeiðni Vegagerðarinnar til aðstandanda þeirra tveggja sem létust í gær vegna ábyrgðarleysis fyrirtækisins?
Hvar er afsögn forstjórans, sem ber ábyrgð á óstjórninni?
Hvar eru ábyrgir fjölmiðlar sem kalla eftir þessu tvennu?
![]() |
Boða til mótmæla vegna slyssins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2020 | 12:25
Ósköp vinaleg fjallkona
Sá upptöku af ræðu Snorra, þ.e. þangað til löggan sótti hann. Ágæt byrjun hjá honum, jákvæður og hvetjandi.
![]() |
Heiður að vera fyrsta karlkyns fjallkonan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2020 | 16:01
Svona fer þegar skipuð er nefnd
Það sem greinilega hefur gerst hér er að skipuð hefur verið nefnd, og síðan gengið í að finna málamiðlun. Inn í blandast svo að einhverjum kjánum hefur verið falið að gera hagfræðilega greiningu.
Og niðurstaðan? Pota einhverjum pinnum upp í nefið á öllum sem hingað koma og rukka hvern einasta farþega um 100 evrur fyrir viðvikið.
Tilgangslaust og vita gagnslaust auðvitað. Ekki til annars fallið en að hindra að fólki detti í hug að leggja leið sína hingað. En auðvitað atvinnuskapandi fyrir bitlingariddarana.
![]() |
Opnun með ýtrustu varúð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2020 | 17:39
Heimskulegt að búa til viðbótarhindranir
Það má setja stórt spurningarmerki við hvort þessar skimanir séu yfirleitt skynsamlegar - ekkert annað land er að fara þá leið. Kostnaðarútreikningarnir sem birtir hafa verið eru út í hött. Það er aðeins verið að deila niður kostnaði sem er þegar til staðar og kostnaði af fjárfestingum sem stóð til að fara í hvort sem var. Raunverulegur viðbótarkostnaður er langt undir þessu. Og sú hagfræðilega greining sem gerð var á þessu tekur ekkert tillit til kostnaðar ríkisins af því að hafa fólk á bótum í stað þess að það komist í launaða vinnu. Þannig fer þegar óskynsömu fólki er falið að gera slíkar greiningar.
Tilgangurinn með því að opna landið núna er að reyna að draga úr fjöldaatvinnuleysinu sem þegar er staðreynd og á aðeins eftir að aukast. Það, að rukka ferðamenn fyrir að þurfa að ganga í gegnum þessa skimun, sem mun út af fyrir sig vera afar óþægileg, vinnur beint gegn þessu markmiði. Þessi gjaldtaka er einfaldlega heimskuleg, byggð á kolröngum forsendum, og bráðnauðsynlegt að ríkisstjórnin bakki með þessi áform án tafar.
![]() |
Afbókanir þegar byrjaðar að streyma inn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar