30.6.2010 | 16:29
Orð í tíma töluð
Jafnvel þótt allar líkur séu á að dómstólar láti samningsvexti þessara lána standa verður að viðurkenna að þar til niðurstaða er fengin er óvissa til staðar.
Rétt fyrir þinglok var lagt fram frumvarp sem snerist um einmitt þetta - að setja lög til að flýta málsmeðferðinni. Þrátt fyrir góðar undirtektir heyktust stjórnvöld á að láta það ganga í gegn. Þau hefðu betur gert það því það er kauðalegt ef til þess kemur að setja bráðabirgðalög sem eru samhljóða þingmannsfrumvarpi sem ríkisstjórnin hefur áður neitað að taka til afgreiðslu.
![]() |
Vilja skoða lagasetningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.6.2010 | 12:04
Reynt að fresta áhrifum úrskurðar
Rök Seðlabankans fyrir tilmælum um einhliða vaxtahækkun á erlendum bílalánum virðast vera þau, að of dýrt sé fyrir ríkið og fjármálafyrirtækin að hlíta dómi Hæstaréttar. Nú er það auðvitað ekki í verkahring Seðlabankans að mæla fyrir um framkvæmd réttarfars. Hér er því í rauninni fyrst og fremst um að ræða tilraun til að slá á frest réttaráhrifum hæstaréttardómsins. Rökin fyrir því kunna að vera tvenns konar: Í fyrsta lagi veitist þá fjármálafyrirtækjum svigrúm til að undirbúa sig fyrir aðra niðurstöðu varðandi vexti. Í öðru lagi er komið í veg fyrir að lántakendur fái strax fulla lækkun höfuðstóls og endurgreiðslur vaxta og afborgana sem erfitt gæti reynst að ná aftur til baka færi svo að vextir yrðu á endanum hækkaðir með dómsúrskurði.
Tilmælin eru skiljanleg í þessu ljósi. Það er hins vegar afar óheppilegt að hagfræðingar Seðlabankans skuli ekki láta nægja að benda á ofangreindar röksemdir heldur séu jafnframt að tjá frekar illa ígrundaðar skoðanir sínar á lögfræðilegum þáttum þessa máls. Það er ekki í þeirra verkahring.
Vandi lántakenda er að bílalánafyrirtækin eru líkleg til að verða gjaldþrota þurfi þau að standa full skil á ofteknum greiðslum af lánum og taka á sig lækkun höfuðstóls. Kröfur lántakendanna verða þá almennar kröfur í bú þeirra sem væntanlega fást ekki greiddar að fullu. Lántakar ættu því að leita strax eftir endugreiðslum að svo miklu marki sem mögulegt er og leitast síðan við að deponera í stað þess að greiða beint til lánveitenda og eiga þar með á hættu að tapa fé sínu.
![]() |
Engin rök fyrir að vaxtakjör haldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2010 | 11:34
Líklega best að deponera
![]() |
Byr sendir óbreytta greiðsluseðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2010 | 14:49
Gott hjá Gulla!
Illa ígrunduð afstaða þessa Sanderuds er dæmigerð fyrir það sem við erum að glíma við í Icesave málinu. Það er svo sannarlega kominn tími til að reka delluna öfuga ofan í þetta lið. Gott hjá Gulla!
![]() |
Afstaða EFTA til Icesave áhyggjuefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2010 | 14:33
Flott hjá Sigurði Kára!
![]() |
Vill flýtimeðferð gengistryggingarmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2010 | 09:32
Þar fór það!
Það kom í ljós að Íslendingar kunnu ekkert á bankastarfsemi. OK, þeir kunna þó allavega á fisk, sögðu menn. En þar fór það!
![]() |
Hvalir eru eins og hver annar fiskur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.6.2010 | 11:54
Fagleg ráðning seðlabankastjóra?
Hvað sem líður mögulegum lygum forsætisráðherra um meint launaloforð stendur þó eitt óhaggað í þessu máli: Byrjað var að ræða um kaup og kjör við þann sem ráða átti áður en hann sótti um starfið og vitanlega löngu áður en hinu "faglega" ráðningarferli lauk. Aðrir sem um þetta starf sóttu ættu því að réttu að höfða mál gegn forsætisráðherra og krefjast bóta fyrir tíma sinn og kostnað af að taka óafvitandi þátt í ráðningarferli sem aldrei var annað en sjónarspil.
Ætli sé ekki bara betra að taka aftur upp hreinar og beinar pólitískar ráðningar í stað þess að reyna að fela þær á bak við einhver "fagleg ferli".
Allt er þetta mál svo enn sorglegra í ljósi þess hversu skýrt það hefur komið fram í opinberum ummælum bankastjórans að hann skilur alls ekki hvernig markaðir hegða sér og er því afar ólíklegur til að geta valdið starfi sínu. Í alvöru faglegu ráðningarferli hefði hann því líklega ekki einu sinni komist í gegnum fyrsta viðtal.
![]() |
Vænd um spillingu og lygar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar