Undarlegt atferli hafs um nótt!

Eilítið ankannaleg fyrirsögn.

Svo eru íbúarnir komnir í hvorugkyn, eintölu sbr.

"Útvarpið hefur eftir íbúum í Hvannasundi, að það hafi aldrei séð ..."

Eða eru íbúarnir að segja frá því að útvarpið hafi aldrei séð svona óþekkt haf?

Er það ekki þetta sem er kallað póstmódernismi??


mbl.is Einkennileg hegðun hafsins við Færeyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitamennska

Ég verð að viðurkenna að ég hrökk við þegar ég sá þessa mynd Sigmunds, enda á maður einhvern veginn hálf erfitt með að tengja Obama við þessa dæmigerðu ímynd svarta villimannsins sem sýður bleiknefja í stórum potti.

Það er vafalaust eðlilegt að margir Bandaríkjamenn bregðist ókvæða við, en sjálfum finnst mér þetta nú fyrst og fremst merki um saklausa sveitamennsku - svona í svipuðum dúr og reðursafnið sem komst í útlensk blöð á dögunum.

En við hljótum að hrósa happi yfir því að Obama hafi ekki verið sýndur þarna með sítt skegg og kaftan. Því þá kynnu "Tyrkir" að mæta til Vestmannaeyja í annað sinn og sækja hann!


mbl.is Myndasaga Sigmunds gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef að sé og ef að mundi...

... átján rófur á einum hundi.

Ef að mundi og ef að sé

átján höfuð á einu fé.

Bush er auðvitað ekki mesti spekingur í heimi, en er samt ekki frekar hæpið að ræðuskrifarar hans láti hann tala um fólk sem "eiga betra skilið...".

Ekki viss um að höfundi vísunnar góðu að ofan hefði flogið í hug að tala um átján höfuð á einu fólki.

Hvernig væri nú að fara að ráða prófarkalesara?


mbl.is Bush hvetur til aðgerða gegn Hamas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtin þjóð í vanda

Þótt vafalaust verði margir landar vorir stoltir þegar minnst er á skerið í erlendum fjölmiðlum má ekki gleyma því að einkennilegheit af þessum toga styðja fyrst og fremst við þá ímynd að við séum skringileg villiþjóð á útnára heimsins - svona nokkurs konar Hobbitar með skrýtin áhugamál, sem engin ástæða er til að taka alvarlega, hvorki í menningarlegum efnum né öðrum.

Varla er nema von að erlendar þjóðir eigi erfitt með að ímynda sér annað en að eitthvað gruggugt sé á ferðinni þegar svona fólk fer að gera sig gildandi í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi.

Reðursafnið á Reuters! - Vá hvað við erum nú merkileg!

Það væri áhugavert ef einhver sérfræðingur tæki sér fyrir hendur að greina hversu mikil áhrif reðursöfn, álfatrú, "get lucky in Reykjavik", þorramatur og önnur slík skemmtilegheit, að ógleymdu meðfæddu stolti yfir því að vera álitinn einkennilegur, hafa á tiltrú útlendinga á getu okkar til að gera eitthvað af viti, hvort sem er í vísindum, menningu eða viðskiptum.


mbl.is Reðasafnið á Reuters
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáeinir varnaglar, kannski

Ég þekki ekki til Roberts Aliber, en hann er í það minnsta ekki fyrsti hagfræðingurinn til að spá dómsdegi hér.

Hvað Aliber á við með "bankaáhlaupi" kemur ekki fram í fréttinni og þyrfti að skýra betur.

Það er vissulega rétt að viðskiptahalli hefur verið mikill og gengi krónunnar hátt skráð. En hinu má ekki gleyma að gengið hefur þegar fallið umtalsvert, fjárfestingar og lántökur erlendis eru að dragast hratt saman og útflutningstekjur verða umtalsvert hærri á þessu ári en því síðasta. Er víst að Aliber taki allt þetta með í reikninginn?


mbl.is Bankaáhlaup hafið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Boris!

Sem gamalreyndur lesandi Spectator fagna ég því að þessi snjalli og hápólitíski maður skuli nú kominn í stól borgarstjóra Lundúna. Englendingar mega eiga það að þeir setja sérvisku ekki fyrir sig þegar kemur að háum embættum. Johnson mun vafalaust sanna sig sem verðugur arftaki Livingstones í þessu embætti.
mbl.is Annálaður furðufugl orðinn borgarstjóri Lundúna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótvægi við neikvæða umræðu

Þótt vissulega geti verið rómantískt að heyra bænaköll frá nærliggjandi mosku um sólarlagsbil í framandi landi er óvíst að miðnæturævintýri listnemans sáttfúsa hafi vakið slíkar kenndir meðal þeirra sem vöknuðu. Og ætli múslimum þyki ekki líka einkennilegt að vera kallaðir til bæna á svo óguðlegum tíma? 

Óvíst er hvort hið göfuga markmið að vega upp á móti ósætti menningarheima hafi tekist. Líklega hafa áhrifin fremur verið öfug. Einhvern tíma var sagt að vegurinn til heljar væri varðaður góðum áformum. Kannski sannast það enn hér.


mbl.is Kvartað til lögreglu yfir bænakalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björtu hliðarnar!

Það er gott að menn séu færir um að líta á björtu hliðarnar: Dallurinn flýtur, færist úr stað fyrir vélarafli og í honum eru sæti og klósett. Verum ekkert að velta okkur upp úr því þótt hann hafi kostað fimm sinnum meira en til stóð - það var aldrei neitt markmið að áætlunin stæðist hvort sem var!


mbl.is Öll meginmarkmið með Grímseyjarferju náðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2008
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband