Hvað með gullið?

Það hlýtur auðvitað að vera algert forgangsatriði að nýta náttúruauðlindir. En gleymum því ekki að þorskur og orkulindir eru ekki þær einu. Því hlýtur að vera mikilvægt nú á þessum síðustu og verstu tímum að hefja tafarlaust nýtingu annarra auðlinda undir fótum okkar og í kringum okkur. Þar má nefna brennistein, sem lítið hefur verið nýttur undanfarin ár. Einnig gull, en það fannst á sínum tíma í Vatnsmýrinni.

Einhver kynni að hreyfa þeirri mótbáru að nýting þessara auðlinda sé ekki hagkvæm. En ráðið við því er einfalt: Með ríkisábyrgð má nýta allt. Við höfum ríkisábyrgð á orkusölu til stóriðju, því ekki að ábyrgjast líka gull- og brennisteinsvinnsluna. Þá getum við áreiðanlega látið líta út fyrir að hún borgi sig!


mbl.is Áhyggjuefni að sumir vilji ekki nýta auðlindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað um niðurgreiðslurnar?

Nú liggur það fyrir, að skattgreiðendur hafa í gegnum tíðina niðurgreitt fjárfestingar í virkjunum til áliðnaðar. Þær niðurgreiðslur koma fram í ábyrgðum ríkisins. Áhrif þeirra eru hvergi færð til bókar, en birtast í aukinni áhættu í rekstri ríkisins og lakari lánakjörum en ella.

Ekki er að sjá að áhrif þess séu tekin með í reikninginn í þessari skýrslu fyrrum stjórnarformanns Landsvirkjunar. Sé það ekki gert er niðurstaðan væntanlega álíka marktæk og ef arðsemi fyrirtækja væri borin saman með því að líta aðeins til launagreiðslna þeirra. Stjórnendum í atvinnulífinu þætti slíkur samanburður væntanlega fyndinn. Ætli stjórnarformaðurinn fyrrverandi hefði líka húmor fyrir honum?


mbl.is Meiri nettóábati af áli en þorski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ísland!

Við getum verið stolt af hugrekki Bjarkar. Það er svo sannarlega til fyrirmyndar að nýta frægð sína til að styðja við sjálfstæðisbaráttu undirokaðra þjóða.

Það er í rauninni til skammar að kínverska alræðisstjórnin fái að baða sig í ljóma Ólympíuleikanna eins og hún hefur hegðað sér í mannréttindamálum. Það er dapurlegt að hlusta á vestræna stjórnmálamenn smjaðra fyrir þessu liði.

Þess vegna eru einstaklingar eins og Björk mikilvægir.


mbl.is Yfirlýsing frá Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundrað á móti einum!

Árás Ísraelshers á óbreytta borgara á Gaza hófst eftir að einn úr þeirra liði féll í flugskeytaárás. Samkvæmt fréttum hefur þeim tekist að myrða 100 manns, að stórum hluta konur og börn.

Í seinni heimsstyrjöldinni var algengt að þýsku kynþáttahyggjumennirnir hefndu fyrir árásir andspyrnumanna á hernumdum svæðum með því að smala saman nokkrum fullorðnum karlmönnum og skjóta þá gæfu tilræðismenn sig ekki fram innan tiltekins tíma.

Ísraelsku kynþáttahyggjumennirnir, lærisveinar þeirra, hafa greinilega betrumbætt aðferðina!


mbl.is Abbas rauf pólitísk tengsl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2008
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband