Hvað merkir þetta?

Í fréttum í gær og blöðum í dag var fullyrt að niðurstaða lögmannanna hefði verið að dómurinn hefði fordæmisgildi fyrir þá sem staðið hefðu í skilum með þessi lán þannig að ekki væri hægt að krefjast seðlabankavaxta heldur yrðu bankar að sætta sig við samningsvexti.
Lokaorðin í samantektinni vekja hins vegar nokkra furðu. Samkvæmt þeim virðast lögmennirnir samt sem áður telja að seðlabankavextir gildi og lántakar eigi því á endanum engan rétt til endurgreiðslu á mismuninum á þeim og samningsvöxtunum.
Ég hef rennt yfir álitið sjálft, en er þó engu nær. Gaman væri að fá fram álit á þessu.
mbl.is Ekkert fordæmisgildi án kvittunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndar ekki skattskyldu hjá einstaklingum

Augljóst er að hjá fyrirtækjum merkja lægri vextir aukinn hagnað og þar með hærri skattstofn. En tæpast er hægt að ætla að lækkun vaxtagreiðslna myndi skattstofn hjá einstaklingum. Skattstofn einstaklinga eru launatekjur og brúttó fjármagnstekjur. Vaxtagreiðslur hafa þar engin áhrif. Í þeim tilfellum sem vaxtabætur hafa verið greiddar á grundvelli ákveðinna vaxtagjalda er hins vegar ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að þær kynnu að verða endurreiknaðar aftur í tímann, þ.e. ef menn leggja í það.
Það að vaxtagreiðslur séu leiðréttar vegna þess að dómstóll hafi komist að því að þær hafi verið rangt reiknaðar getur í engu tilfelli talist eftirgjöf skulda. Eftirgjöf snýst um að kröfuhafi semur um að falla frá kröfu sem hann á með réttu, í heild eða að hluta, ekki að ofreikningur sé leiðréttur.
mbl.is Óvíst um fordæmisgildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurskipulagningar er þörf

Það er löngu ljóst að nauðsynlegt er að samhæfa betur heilbrigðisþjónustu sem veitt er á mismunandi stofnunum. Þetta mál bendir til að fjöldi aldraðs fólks liggi nú á sjúkrahúsum í stað þess að fara á dvalarheimili. Fyrir utan þau skertu lífsgæði sem þetta fólk hlýtur að upplifa er ekki ólíklegt að í heildina tekið sé kostnaðurinn umtalsvert meiri, enda sjúkrahús mun dýrari í rekstri en dvalarheimili.
Er ekki kominn tími til að menn átti sig á að þessari þjónustu verður að miðstýra miklu betur en gert er.
mbl.is Óviðunandi að neita þeim veikustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir 20 ár?

Væntanlega líður ekki á löngu þar til takmarka þarf ágang erlendra ferðamanna á hálendi Íslands. Verður það gert með úthlutun kvóta til ferðaskrifstofa með svipuðum hætti og gert var við fiskimiðin, eða verður það gert með því að afhenda almenningi heimildirnar eða bjóða þær upp líkt og þeir myndu kjósa sem styðja "hægristefnu og frjálst markaðshagkerfi"?

Fari á fyrri veginn gæti SUS ályktað svona eftir 20 ár: 

"Ungir sjálfstæðismenn lýsa yfir andstöðu við nýlegt frumvarp Péturs Blöndal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um stjórn ferðaþjónustu. Í því er gert ráð fyrir að allar heimildir til ferðalaga um hálendið verði þjóðnýttar og þeim svo endurúthlutað til almennings. Ungir sjálfstæðismenn telja að hugmyndir um þjóðnýtingu eigi ekki heima í flokkum sem vilja kenna sig við hægristefnu og frjálst markaðshagkerfi. Þjóðnýting stenst að sjálfsögðu ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Í ályktun frá SUS segir að þegar ferðakvótakerfi var komið á var ferðaheimildum úthlutað til þeirra ferðaskrifstofa sem höfðu sýnt áræði með því að fjárfesta í greininni. Rúmlega 90% ferðaheimilda hafa skipt um eigendur frá þeim tíma. „Ungir sjálfstæðismenn vilja standa vörð um rétt þeirra sem sýnt hafa áræði til að fjárfesta í ferðaheimildum, tækjum og þekkingu og skapað þannig ómældar skatt- og gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. Séreignarréttur er besta leiðin til að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar til framtíðar og til að tryggja að hún skili sem mestum arði til samfélagsins til langs tíma.“


mbl.is Hafna frumvarpi Péturs Blöndal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lærum af Akureyringum

Hvernig væri nú að menn hættu einfaldlega þessu stöðumælabrasi og gerðu þetta frekar eins og Akureyringar (og Danir)? Þar hefur þú klukku í bílglugganum sem stillt er þegar honum er lagt og svo lengi sem þú ert ekki í stæðinu fram yfir leyfðan tíma borgar þú ekkert. Engir stöðumælar, ekkert brölt við að tæma þá, færri stöðumælaverðir og engin þörf á að vera með klink á sér þegar farið er í bæinn.
mbl.is Aðför að verslun í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúverðugleiki RÚV endanlega horfinn

Eftir útreið þá sem Ögmundur veitti froðusnakknum Helga Seljan, gerði RÚV það að fyrstu frétt (já, fyrstu frétt!) í kvöldfréttatíma daginn eftir að Ögmundur hefði sagt ósatt, þegar staðreynd málsins var að hann sagði alveg satt. Ekki þarf að leita lengra en í fyrirsögn fréttarinnar ("Ögmundur sagði já við sjóðabraski") til að sjá að þar er sagt ósatt.

Það fáránlega fréttamat og það virðingarleysi fyrir sannleikanum sem fréttastofa RÚV varð hér uppvís að veldur því að trúverðugleiki þeirrar stofnunar er nú endanlega horfinn.

Ljóst er að markmið RÚV er ekki að vandaður fréttaflutningur heldur ráða persónulegir hagsmunir starfsmannanna vali frétta og því hvort sagt er satt eða logið.


mbl.is Ögmundur: Ég náði þér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föndur

Þarf að taka til athugunar hvað verið er að dunda sér í föndurtímum á elliheimilunum?
mbl.is Játaði sprengjumálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Feb. 2012
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29      

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 288234

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband