27.2.2009 | 09:08
Hækkun í hafi?
Það er einkar heppilegt í ljósi efnahagsástandsins að leið skuli hafa verið fundin til þess að láta 210 milljónir breytast í 650 milljónir á leiðinni til Kína. Reyndar hlýtur þessi "hækkun í hafi" að vera meiri, því einhver kostnaður hlýtur að falla til utan þátttökugjaldanna.
Svo er bara spurning hvað við ætlum að kynna á heimssýningunni. Hér eru nokkrar tillögur:
1. Tónlistarhúsið og sú nýja efnahagsstefna að styrkja atvinnulífið með byggingu tónlistarhúsa (væri ekki ráð að hafa þau fleiri?).
2. Hvalveiðar og sú nýjung að efla efnahagslífið með því að framleiða vörur sem hvergi er hægt að selja.
3. Ísland sem alþjóðleg fjármálamiðstöð ... ehemmm!
![]() |
Þátttaka Íslands vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2009 | 13:00
Étum bara fiskinn sjálf!
Eins og ég benti á í síðustu færslu minni um þetta mál munu hvalveiðar sjálfkrafa leysa úr atvinnuleysisvandanum, bara ef nógu mikið verður veitt af hvölum. Reglan er hvalur=starf.
Leyfum bara útlendinskvikindunum að hætta að kaupa fiskinn. Engar áhyggjur svo lengi sem Japanir hóta ekki að hætta að geyma fyrir okkur hvalketið! En það gera þeir nú varla, enda hvalveiðiþjóð sjálfir.
Fiskinn getum við svo bara étið sjálf, eða öllu heldur notað hann upp í laun hvalveiðimannanna. Hvert er þá vandamálið?
![]() |
Segir fjölda starfa tapast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2009 | 11:25
Mikilvægi útlenskunnar
Það er ánægjulegt að hafa fengið viðskiptaráðherra með bein í nefinu sem talar í alvörunni ensku.
Annars hlýtur maður óneitanlega að velta því fyrir sér að hversu miklu leyti megi kenna óförum okkar Íslendinga um slaka útlenskukunnáttu. Þá á ég ekki aðeins við stjórnmálamenn sem virðast eiga erfitt með að skilja kollega sína og tjá sig á óheppilegan hátt, heldur spyr maður sig líka hversu marga vonda viðskiptasamninga útrásarvíkingar og bankaspekúlantar hafi gert, bara vegna þess að þeir voru lélegir í viðkomandi útlensku.
![]() |
Gylfi lofar Bretum engu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2009 | 15:27
Þrettán þúsund hvali - þrettán þúsund störf!
![]() |
Ákvörðun um hvalveiðar stendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2009 | 09:40
Hvað er í glösunum á Bessastöðum?
Beint í kjölfar hins stórfenglega fjölmiðlarifrildis forseta og "arabískrar" eiginkonu hans kemur yfirlýsing um að Þjóðverjar geti étið það sem úti frýs. Eru drykkirnir venju fremur göróttir í forsetahöllinni um þessar mundir?
![]() |
Þjóðverjar fái engar bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2009 | 23:04
Gott framtak Jóns og Gylfa
![]() |
Veðjuðu á endurlífgun hagkerfisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2009 | 14:09
Hver á að borga fyrir störfin 200?
Hér á árum áður voru hvalveiðar arðbær atvinnuvegur og útflutningur hvalaafurða var marktækur hluti af útflutningstekjum þjóðarinnar. Það merkir hins vegar ekki að svo sé enn og því er áróðurskennt að tala eins og skapa megi hundruð starfa með því að hefja þessar veiðar á nýjan leik.
Á undanförnum árum hefur verið veitt smáræði af hrefnu við landið, sem misvel hefur gengið að selja. Ég efast t.d. um að Hagkaupum hafi enn tekist að losna við lagerinn sem þeir ösnuðust til að kaupa árið 2003.
Eina landið sem mögulegt er að selja þessa afurð til er Japan. Þar hefur markaður fyrir hvalkjöt dregist mjög saman, það sem veitt er safnast upp í frystigeymslum og þarf niðurgreiðslur til að koma einhverju af þessu út til sjúkrahúsa og skólamötuneyta. Hins vegar virðist sem áhugi sé á þessum varningi í ýmsum öðrum Asíulöndum, en alþjóðlegar reglugerðir valda því að útflutningur þangað er óheimill.
Það er sumsé ekki nóg að veiða hvalina, það þarf líka að selja afurðirnar. Takist það ekki verða störfin ekki mörg. Eða ætlast menn kannski bara til þess að ríkið sjái um launagreiðslurnar? Væri þá ekki hagstæðara að setja þennan mannafla í vegagerð eða eitthvað annað þarflegt?
![]() |
200 störf slegin út af borðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2009 | 09:43
Vonum það besta ...
Í ljósi efnahagsástandsins hljótum við auðvitað að vona af öllum kröftum að þessari nýju stjórn takist að gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að hindra algjört hrun efnahagslífsins.
Í stjórnarsáttmálanum er fátt nýtt að sjá og erfitt að sjá einhvern sérstakan mun á pólitískri stefnu þessarar stjórnar og hinnar fyrri. Hér eru sömu áherslurnar á að bjarga þurfi fyrirtækjunum, létta heimilunum róðurinn og svo að sjálfsögðu gamla atvinnubótavinnan, sem hefur einmitt verið kjarninn í efnahagsstefnu undangenginna "hægri"-stjórna líka.
Nýir ráðherrar sem ekki hafa flokkspólitískra hagsmuna að gæta munu vafalaust geta veitt umtalsvert aðhald. Þar held ég sérstaklega að viðskiptaráðherrann muni skipta máli, enda verður Gylfi að gæta að akademískri virðingu sinni.
En meginatriðið nú er að við taki stjórn sem er samstíga og getur haldið sjó fram að kosningum. Við hljótum að vona að svo verði, þótt auðvitað óttist maður líka það versta - þ.e. svipað ástand og í síðustu stjórn.
![]() |
Stjórnarskiptin vekja athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar