Þetta er stórfrétt!

Vísitala framleiðsluverðs er ólík vísitölu neysluverðs að því leyti að í henni vega innlendir þættir mun meira. Það að þessi vísitala standi í stað segir okkur að laun, aðföng og annar kostnaður innlendra framleiðslufyrirtækja hafi ekkert hækkað í krónum talið á árinu.

Sé verðbólga rétt mæld er hún mælikvarði á þenslu á innanlandsmarkaði en ekki áhrif gengisbreytinga eða kostnaðarhækkana erlendis frá. Framleiðsluvísitalan er því miklu betri mælikvarði á þessa þenslu en neysluverðsvísitalan enda er innfluttur varningur stærsti hluti hennar.

Þessi litla frétt segir okkur í rauninni flest það sem segja þarf um efnahagsástandið hér innanlands. Hún sýnir líka svart á hvítu hversu rangt er að leggja verðbólgu að jöfnu við verð án tillits til uppruna breytinganna. Það að framleiðsluvísitala hafi staðið í stað allt árið meðan neysluverðsvísitala hefur verið á ferð og flugi er stórfrétt. Vonandi átta fjölmiðlamenn sig á því.


mbl.is Framleiðsluverð hefur ekkert hækkað í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsemi og hreinskilni

Mér finnst Bragi sýna skynsemi og hreinskilni með gagnrýni sinni á barnaverndaryfirvöld í Reykjavík. Einmitt svona eiga menn að bregðast við þegar stofnun í kerfinu sýnir af sér vanhæfni og hroka. Viðbrögð barnaverndarnefndar Reykjavíkur sem brást við með því að lýsa yfir trausti á stofnuninni, þegar bersýnilegt var að hún var ekki starfi sínu vaxin, voru hins vegar til skammar. Árangurinn var vitanlega sá að nefndin sjálf er nú rúin trausti, rétt eins og stofnunin sem undir hana heyrir.

Næsta skref í þessu máli hlýtur að vera að víkja viðkomandi yfirmanni og starfsmönnum frá, stokka nefndina upp og gera opinbera rannsókn. Öðruvísi verður traust ekki endurunnið.


mbl.is Barnavernd gerði mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja, fyrst Munchausen tókst það ...

Lygalaupurinn frægi Munchausen lýsti því eitt sinn hvernig honum tókst að draga sjálfan sig upp úr drullupytti á hárinu. Og fyrst honum tókst það, því skyldi þá ekki barnaverndarnefndinni takast það líka?
mbl.is Barnaverndarnefnd lýsir trausti á Barnavernd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysi ofmetið?

Það er kannski von að forstöðumenn stofnana noti sér möguleikann til að draga úr kostnaði án þess að tapa starfsfólki. Skyndiniðurskurður getur verið illframkvæmanlegur nema þjónusta sé beinlínis skert.

Það er reyndar nokkuð síðan ég frétti af því að sum einkafyrirtæki væru tekin að gera þetta til að lækka launakostnað.

Sjálfum finnst mér það frekar ómerkilegt að koma launakostnaði yfir á skattgreiðendur með þessum hætti þegar um einkafyrirtæki er að ræða. Hjá opinberu fyrirtækjunum er að vísu ekki um það að ræða - þeir bera kostnaðinn hvort sem er - þar snýst þetta meira um að blekkja stjórnvöld, sem er ekki gott heldur.

En rót vandans liggur auðvitað í því að fyrirtækjum sé gert kleift að hafa starfsmenn að hluta til á atvinnuleysisbótum. Væri ekki réttara, eins og ég held að ætlunin hafi verið í upphafi, að reyna að tryggja að þessi möguleiki nýttist aðeins til að skapa ný störf, en óheimilt væri að breyta störfum fólks með þessum hætti? Útfærslan verður að vísu aldrei fullkomin, en væntanlega mætt þó draga mjög úr svona svindli til dæmis með því að skoða hvort viðkomandi starfsmaður hafi áður starfað hjá fyrirtækinu og svo með því að gera kröfu um lágmarks starfshlutfall, t.d. 50%.

Svo er auðvitað spurning hvort svo mikil brögð séu að þessu að atvinnuleysi sé ofmetið.


mbl.is Ríkisstofnanir láta Atvinnuleysistryggingarsjóð greiða sparnaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjöll smjörklípa?

Bloggarar bregðast auðvitað snöfurmannlega við og hneykslast eins og skrattinn sé á hælum þeirra líkt og ávallt ef í ljós kemur að einhver fær kaup. Nú þegar hafa 13 manns skrifað um fréttina og verða vafalaust fleiri fljótlega.

Nú stendur fyrir dyrum prófkjör Sjálfstæðismanna í borginni. Rætt hefur verið um að amk. tveir hinna "ofurlaunuðu" borgarfulltrúa muni stefna á annað sætið. Einnig hefur heyrst að þriðji borgarfulltrúinn stefni á sama sæti. Sá hefur hins vegar verið í fríi undanfarin misseri og því sloppið við "ofurlaun".

Ætli fréttin og tímasetning hennar tengist nokkuð prófkjörinu?


mbl.is Allt að 900 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innihaldslaus varnarræða

Það er vissulega gott að þeir dapurlegu barnaníðingar sem að þessari aðför stóðu hafi nú hætt við fyrirætlanir sínar í bili. Varnarræðan er hins vegar innihaldslaus eins og við var að búast og hljómar eins og veikburða afsakanir þrælsekra glæpamanna fyrir rétti.

Það er sjálfsögð krafa að yfirmanni barnaverndarmála í Reykjavík ásamt öllum þeim starfsmönnum stofnunarinnar sem að málinu komu verði tafarlaust vikið frá og lögreglurannsókn gerð á framferði þeirra. Einnig er nauðsynlegt að lögum um þessi mál verði breytt þannig að misbeiting valds eins og hér átti sér bersýnilega stað verði refsiverð.


mbl.is Harmar umfjöllun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að níðast á börnum

Miðað við lýsingu Daggar Pálsdóttur lögmanns í Kastljósi í gær virðist hér einfaldlega mannrán á ferðinni: Barnið er numið á brott án dóms og laga. Réttast væri því líklega að óska aðstoðar lögreglu við að ná barninu og handtaka og fangelsa barnsræningjana.

Eins og glögglega kom fram í málum Breiðavíkurbarna hefur fjöldi brenglaðra einstaklinga fengið að níðast óáreittir á varnarlausum börnum í áraraðir í skjóli svonefndra barnaverndaryfirvalda.

En bein líkamleg eða kynferðisleg misnotkun er því miður ekki eina leiðin til að kvelja saklaus börn. Þótt stundum sé vilji til að hjálpa vafalaust ástæðan grunar mig að miklu fleiri starfsmenn barnaverndaryfirvalda velji sér þennan starfsvettvang af sjúklegri hvöt til að ráðskast með líf annars fólks. Þessir valdsjúku einstaklingar þrífast á því að þvinga aðra til að láta að vilja sínum og fylgjast svo stoltir með hvernig „vel meintar aðgerðir“ þeirra eyðileggja líf fórnarlambanna.

Í þessu máli virðist sem barnaníðingar af fyrrnefndum toga hafi því miður enn og aftur fengið tækifæri til að þægja sjúklegum og lágkúrulegum hvötum sínum. Er ekki mál að linni?


mbl.is Fordæma aðgerðir barnaverndarnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2009
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 288240

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband