10.1.2022 | 00:38
Hvað er persónuleg ábyrgð?
![]() |
Hissa á Arnari að spila þennan leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2022 | 12:24
Þegar tölurnar segja ekki það sem maður vill sjá
Athyglivert er að sjá viðbrögð Þórólfs við nýjum og gjörbreyttum tölum um nýgengi sem sýna að tvíbólusettir eru tvöfalt líklegri til að smitast en óbólusettir. Grein mína um þetta má sjá hér
Fram til þessa hefur Þórólfur og kollegar hans kvartað sáran yfir því að fólk af erlendum uppruna sé tregt til að láta bólusetja sig, og gerir hann jafnvel út sérstakan bólusetningabíl til að elta þetta fólk uppi. En nú er þetta fólk skyndilega allt orðið bólusett, bara annars staðar en hér.
Hingað til hafa tölur um nýgengi milli hópa hérlendis verið í ágætu samræmi við það sem gerist erlendis. Aldrei hefur Þórólfur látið í ljósi að þetta sé öðruvísi. En um leið og tölurnar breytast stefnu hans í óhag er allt í einu ekkert að marka þær og hefur aldrei verið.
Ótrúverðugri viðbrögð eru vandfundin.
![]() |
Vanmat á tölum um nýgengi smita hjá óbólusettum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.1.2022 | 10:42
Minnkar bólusetning vörn gegn smiti?
"Stærsta fréttin er þó sú að tvíbólusettir eru nú næstum tvöfalt líklegri til að smitast en óbólusettir."
Eftir 20. desember tóku tölur um 14 daga nýgengi smita af Covid-19 eftir bólusetningarstöðu mjög óvænta stefnu. Þegar þetta er ritað hafa smit fullbólusettra fullorðinna með örvun á hver 100 þúsund ríflega ellefufaldast og smit tvíbólusettra fullorðinna sjöfaldast. Á sama tíma hafa smit óbólusettra aðeins 2,6-faldast. Meðal barna sjáum við sömu breytingu, smit fullbólusettra tæplega tífaldast meðan smit meðal óbólusettra 2,4-faldast.
Það er ekki auðvelt að skýra þennan viðsnúning með hegðun, svo skyndileg og afgerandi hegðunarbreyting milli hópa er útilokuð. Ekki er heldur líklegt að ásókn í skimun hafi skyndilega stóraukist meðal sumra hópa en ekki annarra. Við vitum að smitvörn bóluefnanna dvínar hratt, en að hún hverfi svo skyndilega er útilokað. Líklegasta skýringin er hið nýja omicron-afbrigði veirunnar. Erlend gögn benda líka til að þau bóluefni sem við höfum nú yfir að ráða hafi lítil sem engin áhrif á hvort fólk smitast af því.
Nýgengistölur 5. janúar eftir bólusetningarstöðu á 100 þúsund innan hvers hóps
Gögnin sem birt eru á covid.is eru vegin, þau taka tillit til mismunandi stærðar hópa.[i] Af þeim má því draga ályktanir um mismunandi smitlíkur eftir hópum. Eins og staðan er nú eru þríbólusettir einungis 30% ólíklegri til að smitast en óbólusettir og hjá bólusettum börnum munar aðeins 15%, og þessi litli munur dvínar hratt hjá báðum hópum. Stærsta fréttin er þó sú að tvíbólusettir eru nú næstum tvöfalt líklegri til að smitast en óbólusettir. Þetta bendir til að vörnin sem tveir skammtar bóluefnis veita sé í raun minni en engin, hún er öfug.
Breytingar á nýgengi og smitlíkum síðan 20. desember
Nokkuð skýr leitni er í þessum gögnum. Með sama áframhaldi má vænta þess að mjög fljótlega verði sú litla vernd sem þreföld bólusetning veitir enn gegn smiti alveg horfin þeir verði jafnlíklegir til að smitast og óbólusettir, og bólusett börn einnig.
Það vekur furðu að þessi stórfellda breyting í smittíðni skuli enn ekki hafa ratað í fjölmiðla, og ekki síður að grundvallarforsendubreyting af þessu tagi virðist engin áhrif hafa á fyrirætlanir stjórnvalda, annars vegar um bólusetningu ungra heilbrigðra barna sem veiran er afar hættulítil, og hins vegar fyrirætlanir um að mismuna fólki eftir fjölda bóluefnaskammta. Það er skylda stjórnvalda að grundvalla aðgerðir á staðreyndum og endurskoða þær þegar forsendur breytast. Það hljóta þau að gera nú.
Birt í Morgunblaðinu 8. janúar 2022
_______________________________________________________
[i] Um þetta atriði gætir oft misskilnings vegna ónákvæms orðalags á covid.is, en Landlæknisembættið hefur staðfest þetta með tölvupósti. Öll gögn og útreikningar byggja á upplýsingum af covid.is þann 5. janúar 2022.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2022 | 13:32
Bólusettir tvöfalt líklegri til að smitast
Nú eru fullbólusettir tvöfalt líklegri til að smitast af kóvít en óbólusettir.
Smittíðni þríbólusettra hefur meira en tífaldast frá 20. desember og er nú 70% af smittíðni meðal óbólusettra. Eftir fáeina daga verður hún orðin hærri.
Þá er auðvitað lausnin sú að veita þeim sem smita mest sérstakar undanþágur. Gleymum því ekki heldur að dánarhlutfall vegna þessa "hræðilega vágests" á síðasta ári hérlendis var 0.03% - talsvert lægra en vegna flensu.
Við hljótum að vera að nálgast hápunkt sálsýkinnar.
![]() |
Til skoðunar að létta sóttkví hjá þríbólusettum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
4.1.2022 | 19:18
Skiptir velferð ungra barna engu máli lengur?
Nú þrýsta sóttvarnaryfirvöld, kennarasamtök og fleiri aðilar á að strax verði byrjað að sprauta 5-11 ára börn með bóluefni við Covid-19 sjúkdómnum. Afar fátítt er að þessi sjúkdómur valdi börnum heilsutjóni. Samkvæmt svari Landlæknis við fyrirspurn þann 20. desember síðastliðinn hafði þá ekkert barn hérlendis á aldrinum 5-11 ára lagst á spítala vegna hans. Í Þýskalandi hafði ekkert barn á þessum aldri látist úr sjúkdómnum samkvæmt rannsókn sem náði fram í maí á síðasta ári og kom út fyrir mánuði síðan[i]. Alls staðar í heiminum er þetta sama sagan og hefur raunar verið allt frá upphafi. Covid-19 er börnum nær alveg skaðlaus.
Eins og þetta graf af covid.is sýnir hefur þróun í nýgengi smita gjörbreyst á síðustu tveimur vikum. Tvöföld bólusetning virðist ekki aðeins gagnslaus, heldur verri en gagnslaus.
Hér á landi er tíðni aukaverkanatilkynninga vegna bóluefnanna hins vegar 75-föld tíðnin vegna flensubólusetninga árið 2019. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir á hverja milljón bólusettra eru 500-1000 sinnum fleiri en fram til þessa hefur verið talið ásættanlegt[ii].
Opinber gögn sýna að nú þegar hið nýja omicron-afbrigði veirunnar hefur hafið innreið sína er smittíðni meðal bólusettra fullorðinna þegar orðin tvöföld smittíðnin meðal óbólusettra. Leitnin bendir til að smittíðni bólusettra barna[iii] sé nú orðin hin sama og meðal óbólusettra barna. Og þríbólusettir nálgast hraðbyri aðra hópa. Af þessu er ljóst að bólusetning barna breytir engu um smit meðal þessa hóps.
Drögum þetta saman:
- Smitvörn er engin, eins og opinber gögn sýna.
- Sjúkdómurinn er börnum nánast alveg hættulaus.
- Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eru margfalt tíðari en vegna annarra bóluefna.
- Ráðgjafar stjórnvalda í fjölmörgum nágrannalöndum okkar vara við notkun þessara lyfja fyrir heilbrigð börn vegna áhættu og skorts á ávinningi[iv].
Í ljósi alls þessa hlýtur maður að spyrja hvort velferð ungra barna skipti í alvöru engu máli lengur.
(Birt á visir.is 4. janúar 2021)
__________________________________________________________________________
[i] https://www.medrxiv.org/content/10.1101/2021.11.30.21267048v1.full.pdf
[ii] Samkvæmt svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn þann 1.11.2021 voru 9 tilfelli aukaverkana vegna flensubólusetninga tilkynnt 2019. Um 70.000 voru bólusettir við flensu. Tilkynningarnar eru nálægt 5.900 það sem af er þessu ári, af tæplega 290.000 bólusetningum. https://www.lyfjastofnun.is/covid-19/aukaverkanatilkynningar-vegna-covid-19/, https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar-boluefni, https://skemman.is/bitstream/1946/21438/1/Lokaskjal.pdf
[iii] Af einhverjum ástæðum vantar nýgengistölur meðal óbólusettra barna allra síðustu daga þegar þetta er ritað.
[iv] https://www.academie-medecine.fr/should-children-be-vaccinated-against-covid-19/?lang=en, https://news.yahoo.com/finland-limit-childrens-covid-19-143038445.html, https://www.gov.uk/government/news/jcvi-issues-new-vaccination-advice-for-children-and-young-people, https://www.fhi.no/nyheter/2021/na-sendes-det-ut-vaksiner-til-barn-511-ar-med-alvorlig-grunnsykdom/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar