Lánið til tryggingasjóðsins?

Viðskiptasnilld breskra stjórnvalda er greinilega fordæmalaus. Fyrst eru peningarnir teknir út úr þrotabúi Landsbankans með handafli og engir vextir greiddir af þeim. Svo eru þeir lánaðir íslenska tryggingasjóðnum með 5,55% vöxtum. Þannig tekst bresku ríkisstjórninni að græða 11 milljarða strax á fyrsta ári á Icesave málinu.

Íslensku útrásarvíkingarnir eru greinilega bara smábörn við hliðina á Gordon Brown og klíku hans!

---------------------------

Eru það ekki einmitt svona mál sem ættu að rata í heimspressuna nú þegar fyrir liggur að fara eigi í nýjar samningaviðræður. Hvernig ætli breskur almenningur taki því ef upp kemst að ríkisstjórn landsins sé fyrst og fremst umhugað um að græða sem mest á óförum Íslands og það með ránum og gripdeildum?


mbl.is Afborganir í Bretlandi enn á vaxtalausum reikningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Laukrétt hjá þér, Þorsteinn. Þetta líkar mér betur en þau sjónarmið þín sem ég þurfti að kljást hér við fyrir nokkru. Menn gæti þessara hluta líka:

1) Tryggingasjóðurinn bað ekki um neitt "lán" frá Bretum né Hollendingum. Þeir "veittu" það gervilán sjálfir, án þess að eyrir kæmi í Tryggingasjóðinn!!!

2) Bretar gerðu þetta með ekki aðeins hótunum og í skjóli hryðjuverkalaga, heldur beittu þeir stjórnvöld okkar þvílíkum ógnunum, að þeir lögðu hald á gullforða okkar, sem varðveittur var í Englandi, og svo var að sjá, að við fengjum ekki einu sinni nauðsynleg lyf til landsins!

3) Í reynd varð þetta gervilán þeirra að gerviláni til ríkissjóðs Íslands, m.ö.o. skuldarkrafa á hendur honum og þjóðinni, og Bretarnir ætluðust til ríkisábyrgðar á öllu saman. En það er – eins og Pétur Blöndal alþm. hefur bent á – eðlilegt að lán með ríkisábyrgð séu vaxtalaus eða a.m.k. með sérstökum vildarkjörum vegna þeirrar miklu tryggingar (ríkisábyrgðarinnar). Í staðinn lögðu þeir á þetta sérstaka vexti sem lagðir eru á fyrirtæki sem eru með áhættuverkefni eins og t.d. bílaflutninga sjóleiðis! (heimild: Pét.Bl.).

4) Gordon Brown og ríkisstjórn hans fara með lögleysu gagnvart Íslandi. Við eigum ekki að borga neitt samkvæmt tilskipunarákvæði Evrópubandalagsins, 94/19/EC, sem sýnir og sannar sakleysi íslenzka ríkisins og þjóðarinnar í Icesave-málinu.

5) Svo er það Evrópubandalagið ekki sízt sem bótaskylt er vegna tilskipunar 94/14/EC!.

6) Að endingu Vitaskuld á þjóðin að fá tækifæri til að kjósa um Icesave (lítið á rök í þeirri grein).

Jón Valur Jensson, 10.2.2010 kl. 11:03

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvaða sjónarmið voru það sem þú "þurftir að kljást við fyrir nokkru"?

Þorsteinn Siglaugsson, 10.2.2010 kl. 11:27

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Á þessari síðu þinni, Þorsteinn (viðhorf þín og önnur frá Vilhjálmi Þorsteinssyni):

http://tsiglaugsson.blog.is/blog/tsiglaugsson/entry/1014882/#comments

Jón Valur Jensson, 10.2.2010 kl. 13:38

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ekki leggja viðhorf mín að jöfnu við viðhorf Vilhjálms Þorsteinssonar.

Í færslunni sem þú vísar til bendi ég einfaldlega á að árlegir vextir af Icesave skuldbindingunni nemi hvorki meira né minna en þriðjungi af viðskiptajöfnuði og spyr hvernig færi fyrir heimili sem skyndilega þyrfti að taka á sig slíka skuldbindingu. Hvaða viðhorf kemur fram í þessari ábendingu sem þú ert svona ósammála?

Þorsteinn Siglaugsson, 10.2.2010 kl. 13:47

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvar eru peningarnir sem lagðir voru inn á icesave? Við verðum að berjast það er verið að herja á okkur og stórnvöld eru með Bretum og Hollendingum í liði.

Sigurður Haraldsson, 10.2.2010 kl. 14:00

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Miðað við framkomu Breta væri kannski skynsamlegast að leggja inn á reikninginn hjá Hollendingum fyrir þessu en láta Breta lönd og leið. Reyni þeir að rukka mætti koma með gagnkröfu á þá vegna hryðjuverkalaga, rána og gripdeilda.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.2.2010 kl. 14:05

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er rétt Hollendingar hafa veið mun skynsamari gagnvart okkur og ekki hægt að líkja þeim við Breta! Þó hef ég grun um að almenningur í Bretlandi sé ekki með á nótunum vegna lélegrar stjórnunar og lítt kynntu máli!

Sigurður Haraldsson, 10.2.2010 kl. 14:25

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú talaðir um vöruskiptajöfnuð, Þorsteinn, en viðskiptajöfnuður okkar verður á næstu árum fjarri því að vera (svona) hagstæður, því að þar inn í koma til frádráttar allar afborganir og vextir af erlendum lánum, sem nú hafa stóraukizt að umfangi.

PS. Ég lagði þig ekki að jöfnu við hagsmunatengda Icesave-réttlætarann Vilhjálm Þorsteinsson, enda orðaði ég þetta sérstaklega, þannig: "viðhorf þín og önnur frá Vilhjálmi Þorsteinssyni".

Jón Valur Jensson, 10.2.2010 kl. 16:17

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það átti að standa vöruskiptajöfnuður í kommentinu hér á undan. Það er allt í lagi að gagnrýna viðhorf manna, en þá verða þau líka að vera þeirra, ekki satt?

Þorsteinn Siglaugsson, 10.2.2010 kl. 16:46

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við þurfum að fá jafnháa vexti af þessu mikla fé og Bretar krefjast af okkur.

Nú mun líklegt að þessi fjárhæð hækki á næstunni fremur en lækki þar sem um er að ræða innborganir og vexti af lánum sem Landsbankinn veitti breskum og ýmsum öðrum fyrirtækjum með greiðslustað í Bretlandi.

Það væri kaldranalegt að ef á þennan reikning safnaðist meira fé en sem svarar Icesave, hvað gera Bretar þá? Hvers vegna beittu þeir okkur þessum umdeildu hryðjuverkalögum? Legg eindregið til að þessum sjónarmiðum verði beint gegn breskum yfirvöldum næst þegar talað verður við þá um Icesave.

Var Icesave málið, sem hefur verið einna erfiðast í íslenskri stjórnmálasögu kannski stormur í vatnsglasi?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.2.2010 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 287323

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband