Háskólanum hefur verið fengur að henni þessari!

Af fréttum að dæma voru uppi grunsemdir um að stuðningsmenn Sóleyjar Tómasdóttur hefðu haft rangt við í prófkjöri VG í Reykjavík og umrædd Silja Bára átt hluta heiðursins af þeirri framgöngu.

En bíðum nú við. Auðvitað snýst málið ekkert um óvönduð vinnubrögð í prófkjöri. Vitanlega snýst það aðeins um stjórnmálaskoðanir annars frambjóðandans og aldur og kyn hins.

Við hljótum að óska Háskólanum innilega til hamingju með að fá að njóta starfskrafta slíks vitrings sem með fáeinum vel völdum orðum leiðir okkur fávísum fyrir sjónir kjarna þessa máls!


mbl.is Moldviðri vegna þess að róttækur femínisti lagði miðaldra mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

´´Fræðimaðurinn´´ upplýsir meira að segja að atkvæði hafi verið sótt heim á kjördag til fólks og svo stungið í kjörkassann á kjörfundarstað prófkjörs af einhverjum sendlum ´´ en ég var ekki að skutlast´´segir hún á bloggi sínu. Að fræðimaður í stjórnmálafræðideild kunni ekki skil á utankjörfundarkosningu og tilgangi hennar gerir mann hræddum og óttaslegin um hvað sé kennt í Háskólanum.

Ég undrast líka kosningareglur VG í Reykjavík ef þetta er einnig skilningur kjörstjórnar og kosningalögin hjá þeim eru svona. Samt er annar hver félagi í VG í Reykjavík stjórnmálafræðingur og hinn opinber starfsmaður en seinni hópurinn ætti að kunna stjórnsýslulögin. 

Einar Guðjónsson, 9.2.2010 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 287180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband