Rauði herinn?

Yfirleitt er það nú svo að ef framkvæmdir eru arðbærar sjá einkaaðilar um að ráðast í þær. Það er því einkennilegt að safnast saman með gröfur niðri í bæ til að krefjast þess að skattgreiðendur ráðist í framkvæmdir. Á þá að hækka skatta enn frekar en orðið er eða taka enn meiri erlend lán?

Eða er þetta einfaldlega krafa um að taka hér upp sósíalisma þar sem ríkisvaldið eitt sér um að framkvæma? Er rauði herinn mættur til leiks?


mbl.is Verktakar fjölmenna á Austurvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er það, er það ekki kennt í hagfræðinni að á krepputímum er best að gefa í hvað framkvæmdir varðar og lækka skatta?  Og er það þá ekki ríkisvaldið sem þarf að sjá um framkvæmdir? Þessar leiðir hafa margar þjóðir farið og komist aftur upp á lappirnar.  Mér þætti gaman að sjá okkur íslendinga fara þá leið í stað þessarar vinstri skattpíningar sem verið er að hella yfir okkur. 

Erlingur (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 15:50

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er rétt að vinstrisinnaðir hagfræðingar hafa haldið því fram að á krepputímum eigi að skuldsetja skattgreiðendur til að halda uppi fölsku atvinnustigi. Þessi stefna gekk lengst í Sovétríkjunum og endaði með hruni efnahagslífsins. Ríkisafskipti af atvinnulífinu eru auðvitað ekkert annað en vinstrimennska, rétt eins og skattahækkanirnar.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.12.2009 kl. 16:00

3 Smámynd: Sigurður Helgason

þannig að þá er engin fær um að stjórna,HÆGRImenn settu allt á hausinn og VINSTRImenn koma til með að setja allt á hausinn,

Gáfulegt eða hvað,

HVERNIG Á VENJULEGUR MAÐUR EINS OG ÉG AÐ SKILJA ÞESSA VITLEYSU

Sigurður Helgason, 21.12.2009 kl. 16:12

4 Smámynd: Jóhann Gunnar Stefánsson

Við skulum nú gera greinarmun á því hvað verið er að tala um og hverju er veið að vekja athygli á.

Skattborgarar þessa lands greiða fyrir almennar og oft á tíðum sómasamlegar samgöngur með ýmsum skattgreiðslum sem innheimt er af ríki og sveitarfélögum með ýmsum hætti. Þær samgöngubætur sem eiga sér alla jafna stað eru framkvæmdar af fyrirtæki í okkar eigu sem heitir Vegagerðin. Þegar fjármunir þessa fyrirtækis eru teknir af því og notaðir í annað þá er það ekki samkvæmt reglunni. Þegar fjármunir sem áætlað hafði verið og samþykkt í fjárlögum að leggja fyrirtækinu til eru líka teknir þá er ekki verið að sinna skyldum sínum né fara eftir leikreglum sem búið er að setja.

Hér er því ekki um sósíalískar, kommúnískar, vinstrisinnaðar né félagshyggju tengdar aðgerðir að ræða heldur er verið að óska eftir að hagfræðilega mjög arðbærum framkvæmdum sé ekki slegið á frest heldur sé hrint í framkvæmd sem skila sér í mun örari hagvexti.

17.500 manns unni við þessa grein fyrir 2 árum síðan en eru nú 3.500. Ég veit ekki hvað hagfræðin þín segir um 14.000 manns sem fara bara að gera eitthvað annað af því að hitt er ekki hægt.

Hér er ekki verið að tala um frekari lántökur eða skattahækkanir heldur hitt, að halda arðbærum framkvæmdum í gangi.

Verktakar eru ekki að krefjast þess að skattgreiðendur´"ráðist " í framkvæmdir heldur hitt að ekki sé verið að hætta við og sjá svo bara til.

Þú hlýtur að vita það sem hagfræðingur og rekstraráðgjafi að sú aðgerð að sitja á rassgatinu og gera ekki neitt skilar ekki miklum hagvexti

Jóhann Gunnar Stefánsson, 21.12.2009 kl. 16:28

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þakka ágætis pistil, Jóhann. Það er alveg rétt að framkvæmdum hefur verið slegið á frest. En ég veit ekki betur en það sé vegna þess að ekki eru til peningar fyrir þeim. Og þegar peningarnir eru ekki til er auðvitað ekki hægt að fjármagna framkvæmdirnar nema með lántökum eða skattahækkunum.

Ég veit ekki hvort þér finnst eðlilegt að fyrst fækkað hefur í byggingariðnaði um 14.000 manns eigi skattgreiðendur að búa til verkefni handa þeim fyrir peninga sem ekki eru til. Ég vona ekki.

Auðvitað skilar það engum hagvexti að gera ekki neitt. En þeir sem "gera" eru og eiga að vera fyrirtæki og einstaklingar, ekki ríkisvaldið.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.12.2009 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband