Ljós og myrkur

Það er gott að fjármálafyrirtækjunum skuli vera umhugað um að bjart sé í borginni og fólk sjái vel til. Það er framför, því ekki virðast þessi ágætu fyrirtæki hafa haft mikinn áhuga á að dagsljósið fengi að leika um starfsemi þeirra sjálfra til skamms tíma og jafnvel enn.

En þar sem hjá fjármálafyrirtækjunum starfa væntanlega sérfræðingar í fjármálum hefði maður fremur búist við að myrkurstefna borgaryfirvalda hlyti annars konar gagnrýni, þ.e. frá fjárhagslegu sjónarmiði:

Rafmagnið í götuljósin kaupir borgin af Orkuveitu Reykjavíkur. Því meira sem Orkuveitan hagnast þeim mun meiri arður rennur til borgarinnar. Minnki hagnaður OR minnka greiðslur til borgarinnar. Þegar borgin kaupir minna rafmagn af OR minnkar hagnaðurinn og þar með greiðslurnar. Og hvað sparar þá borgin á endanum á myrkurstefnunni?

Svarið virðist morgunljóst - jafnvel nú í svartasta skammdeginu.

Svo má velta fyrir sér hvort betur hefði farið í rekstri fjármálafyrirtækjanna hefðu menn þar stundum litið upp úr hálfrökkri afleiðusamninganna og velt fyrir sér einföldum hlutum af þessu tagi - svona hlutum sem börn skilja, en keisarar ekki.

 


mbl.is Segja sparnað í lýsingu skapa hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband