Þetta er stórfrétt!

Vísitala framleiðsluverðs er ólík vísitölu neysluverðs að því leyti að í henni vega innlendir þættir mun meira. Það að þessi vísitala standi í stað segir okkur að laun, aðföng og annar kostnaður innlendra framleiðslufyrirtækja hafi ekkert hækkað í krónum talið á árinu.

Sé verðbólga rétt mæld er hún mælikvarði á þenslu á innanlandsmarkaði en ekki áhrif gengisbreytinga eða kostnaðarhækkana erlendis frá. Framleiðsluvísitalan er því miklu betri mælikvarði á þessa þenslu en neysluverðsvísitalan enda er innfluttur varningur stærsti hluti hennar.

Þessi litla frétt segir okkur í rauninni flest það sem segja þarf um efnahagsástandið hér innanlands. Hún sýnir líka svart á hvítu hversu rangt er að leggja verðbólgu að jöfnu við verð án tillits til uppruna breytinganna. Það að framleiðsluvísitala hafi staðið í stað allt árið meðan neysluverðsvísitala hefur verið á ferð og flugi er stórfrétt. Vonandi átta fjölmiðlamenn sig á því.


mbl.is Framleiðsluverð hefur ekkert hækkað í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

„Vonandi átta fjölmiðlamenn sig á því.“ Fyrirferðarlítil fréttin bendir ekki til þess.

Birnuson, 27.11.2009 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband