27.11.2009 | 11:22
Þetta er stórfrétt!
Vísitala framleiðsluverðs er ólík vísitölu neysluverðs að því leyti að í henni vega innlendir þættir mun meira. Það að þessi vísitala standi í stað segir okkur að laun, aðföng og annar kostnaður innlendra framleiðslufyrirtækja hafi ekkert hækkað í krónum talið á árinu.
Sé verðbólga rétt mæld er hún mælikvarði á þenslu á innanlandsmarkaði en ekki áhrif gengisbreytinga eða kostnaðarhækkana erlendis frá. Framleiðsluvísitalan er því miklu betri mælikvarði á þessa þenslu en neysluverðsvísitalan enda er innfluttur varningur stærsti hluti hennar.
Þessi litla frétt segir okkur í rauninni flest það sem segja þarf um efnahagsástandið hér innanlands. Hún sýnir líka svart á hvítu hversu rangt er að leggja verðbólgu að jöfnu við verð án tillits til uppruna breytinganna. Það að framleiðsluvísitala hafi staðið í stað allt árið meðan neysluverðsvísitala hefur verið á ferð og flugi er stórfrétt. Vonandi átta fjölmiðlamenn sig á því.
![]() |
Framleiðsluverð hefur ekkert hækkað í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
„Vonandi átta fjölmiðlamenn sig á því.“ Fyrirferðarlítil fréttin bendir ekki til þess.
Birnuson, 27.11.2009 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.