Skynsemi og hreinskilni

Mér finnst Bragi sýna skynsemi og hreinskilni með gagnrýni sinni á barnaverndaryfirvöld í Reykjavík. Einmitt svona eiga menn að bregðast við þegar stofnun í kerfinu sýnir af sér vanhæfni og hroka. Viðbrögð barnaverndarnefndar Reykjavíkur sem brást við með því að lýsa yfir trausti á stofnuninni, þegar bersýnilegt var að hún var ekki starfi sínu vaxin, voru hins vegar til skammar. Árangurinn var vitanlega sá að nefndin sjálf er nú rúin trausti, rétt eins og stofnunin sem undir hana heyrir.

Næsta skref í þessu máli hlýtur að vera að víkja viðkomandi yfirmanni og starfsmönnum frá, stokka nefndina upp og gera opinbera rannsókn. Öðruvísi verður traust ekki endurunnið.


mbl.is Barnavernd gerði mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður hefði haldið að barn eins og í þessu tilfelli ætti alltaf að fara í umsjá "næsta ættingja"

í skyldleikaröðinni fyrst að þannig aðstæður voru fyrir hendi.

Menn eru meiri fyrir að geta viðurkennt mistök.

Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 11:33

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er alveg stórmerkilegt hvað fólk getur orðið skynsamt í svona málum þegar blöð og aðrir fjölmiðlar fjalla um málið. Annars á þessi maður ásamt öllum sem vinna þarna að hætta að vinna tafarlaust. Yfirmenn eiga að sjálfsögðu að fjúka fyrst...

Óskar Arnórsson, 19.11.2009 kl. 12:35

3 identicon

Enn og aftur vil ég leggja hönd mína til varnar barnavernd og öllum þessum stofnunum. Ég þekki ágætlega til í þessu málum (ekki af eigin reynslu samt ) og samkv. uppl. þá hefur alls ekkert verið allt í lagi í umhverfi þessa drengs. sl. ár. Ég hef alltaf verið á móti því að fólk, geti komið inní líf barna sinna trekk í trekk loksins þegar þau eru byrjuð að jafna sig eftir síðustu hörmungar. Við vitum ekkert um hvað þessi drengur upplifði í samvistum við móður sína á þessum árum. Á hún einhvern rétt á að koma inní líf hans, kannski rétt þegar hún er búin að hanga þurr í einhverja rmánuði og engin reynsla komin á hvað hún stendur sig vel ? Hvað eru sex mánuðir eftir langvarandi eiturlyfjaneyslu ? Ekki neitt. Þá getur hún komið og fengið barnið og kannski 2 mánuðum síðar er aftur allt komið í klessu hjá henni, og já, þá kemur ný afsökun, eitthvað gerðist, (sjálfsögðu ekki henni að kenna ef hún byrjar aftur) og allur leikurinn byrjar aftur á kostnað barnsins. Við viljum að sjálfsögðu að barnavernd vinni að heilildum ekki eftir dagsformi og það séu ströng ferli í gangi og greiningar, en það að nánast heilt þjóðfélag skíti út þessa stofnun er alveg fáránlegt.

Hvað er að því að börn fari í fóstur og af hverju er það orðin svo mikil skömm að fólk ali börnin sín ekki upp sjálft ? Í gamla daga voru oft börn send til ættingja og vina í fóstur og í minni fjölskyldu tíðkaðist það bara all oft. Afi minn og amma voru bæði td. alin upp hjá vandalausum og þótti óskaplega vænt um sína uppalendur og eiga afar góðar minningar um það uppeldi og umhyggju sem þau fengu. Þau eru síður en svo eina fólkið sem ég þekki til.

Ungar stúlkur sem verða þungaðar, og vilja eiga börnin, eru alls ekkert tilneyddar td. til að ala barnið upp sjálf. Til er mikið af góðu fólki sem vill svo gjarnan eignast barn en ekki getur, við eigum að klappa á öxlina á þessum mæðrum ungum sem og þeim eldri og segja, já gott hjá þér en ekki líta með hneysklunartón á þær og hugsa allt illt sem við getum fundið. Þær eru að minnsta kosti stærri manneskjur fyrir vikið.

Svona í alvöru, þá held ég að við ættum að taka smá til í hausnum á okkur, við Íslendingar, okkur bara veitir ekkert af að fá sem heilasta og hamingjusamasta einstaklinga útí samfélagið, styrkjum góðar nefndir og hjálpum börnum.

Hanna (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 13:14

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta er bara hrein þvæla Hanna! Barnanefnd notar algjörlega óverjandi aðferðir í þessari vinnu. Ég skil samt þessar skoðanir þínar. Þær eru nefnilega sjálft vandamálið. Ég er með eigin reynslu af barnanefnd og þeirra vinnubrögðum. Ég hefði alveg getað verið þessi strákur sem var seldur, sorry, sendur út í buskan.... Kostaði mig 6 ár í torfkofa hjá bónda á vestfjörðum. Ég vil ekki einu sinni skrifa um þann tíma.  Barnanefnd hlustaði bara á sjálfan sig og gerir enn. Ruglið í þeim er algjörlega hroðalegt. Ég vil nú samt ekki trúa því að starfsfólkið stýrist af mannvonsku. Enn það er sorglegt hvað margt forheimskt fólk og oft valdagráðugt safnast fyrir í þessari stofnun ...  Tók ekki annars 50 ár að rannsaka Breiðavíkurmálið? Enn leiðinlegt að það fundust ekki blaðamenn á þeim tíma þegar þau sálarmorð áttu sér stað. Það væru kanski fleiri á lífi ef svo hefði verið..

Óskar Arnórsson, 19.11.2009 kl. 14:07

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held nú að hvað sem líður kjaftasögum um aðstandendur þessa barns hljóti nú gagnrýni yfirmanns barnaverndarmála í landinu að vega þungt. Hann hefur skoðað málið og komist að því að barnaverndaryfirvöld í Reykjavík hafi gert alvarleg mistök.

Hin dapurlega staðreynd er nú einu sinni sú að þegar fólki er veitt vald yfir lífi og hamingju annarra fyllist það gjarna hroka og tekur að njóta valdsins. Og þegar enginn er til eftirlits taka slæmir hlutir að gerast.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.11.2009 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband