Verðbólgan er ekki 10,8%!

Verðlagshækkun síðasta árið er 10,8%. Verðbólga er rýrnun á verðgildi peninga. Í verðlagshækkun felst verðbólga, áhrif skattbreytinga, áhrif gengisbreytinga, verðlagsáhrif tengd auknu notagildi vara og atvikshækkanir vegna sveiflna í framboði og eftirspurn. Verðlagshækkunin er samtala alls þessa en verðbólgan er aðeins hluti hennar. Á undanförnu ári hefur gengi krónunnar hrunið. Séu þau áhrif dregin frá er verðbólgan síðastliðið ár líklegri til að vera engin, eða jafnvel neikvæð.

Röng verðbólgumæling hefur líklega valdi því að höfuðstóll verðtryggðra skulda hefur hækkað langt umfram það sem lög leyfa. Hún hefur líklega líka valdið því að Seðlabankinn hefur um langa hríð haldið vöxtum mun hærri en raunveruleg verðbólga krefst.


mbl.is Verðbólgan nú 10,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Í þenslu virðist sem hækkanir á fasteignum hafi mikil áhrif á neysluvísitöluna. Nú hefur verið verðlækkun á fasteignum. Er það ekki að hafa nein áhrif á vísitöluna?

Guðmundur St Ragnarsson, 28.9.2009 kl. 10:47

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Verðlækkunin virðist ekki koma fram, líklega vegna þess að það eru eiginlega engin viðskipti á fasteignamarkaðnum.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.9.2009 kl. 11:10

3 identicon

Jú jú, það var tekið fram hjá seðlabankanum að verðbólgan hefði verið næstum því 16% (15,8% til að vera nákvæmur) ef húsnæðisliðnum hefði verið sleppt.

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 13:24

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Guðmundur,  menn hafa ekki verið að mæla verðlækkun fasteigna síðustu vikur!

Marinó G. Njálsson, 28.9.2009 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband