Húsnæðisverð á Íslandi og í Evrópu

Ég velti því fyrir mér í tengslum við þessa umræðu hvort þörfin á þessum afskriftum sé raunverulega eins mikil og látið er í veðri vaka. Eins hlýtur maður að velta vöngum yfir því hvort ekki kunni að vera skynsamlegra að þorri fólks taki einfaldlega skellinn af tímabundinni neikvæðri eignastöðu í stað þess að velta skuldunum yfir á næstu kynslóðir. Kannski væri skynsamlegra að setja bönkunum einfaldlega fyrir að sætta sig við lágt eða ekkert eiginfjárhlutfall, í það minnsta tímabundið, lengja í lánum, hækka vaxtabætur og frysta afborganir svo fólk komist yfir erfiðasta hjallann án þess að missa húsnæðið. Af einhverjum ástæðum grunar mig reyndar að frekar verði gripið til slíkra aðgerða en allsherjar afskrifta á kostnað skattgreiðenda framtíðarinnar.

husnaedi

Ég gerði til gamans smá samanburð á þróun húsnæðisverðs hér og í Evrópu í evrum frá aldamótum. Miðað við þá samantekt virðist hugsanlegt að verð hér sé nú komið talsvert niður fyrir verðið í Evrópu almennt, sem kynni þá að benda til þess að við þurfum ekki endilega að búast við frekari lækkunum. Mig vantar þó inn tölur um þróunina í Evrópu á síðasta ári - ef einhver hefur þær væri gagnlegt að fá þær.


mbl.is Ójöfn dreifing skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var það ekki nákvæmlega það sem skýrsla Seðlabankans um stöðu heimilanna benti til? Þ.e. að staða þeirra er ekki eins slæm og af var látið. Töluverður hópur stendur mjög illa, þeir sem sukkuðu mest. Aðrir, miklu stærri hópur, er í þeirri stöðu að geta staðið af sér áfallið. Skuldauppgjöf til þeirra sem skulda mest verður einfaldlega greidd af þeim sem skulda minna eða þeim sem á eftir koma. Það getur ekki verið réttlátt.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 10:05

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það sem er óréttlátt, að það eru ekki eru eðlileg tengsl milli þróunar á launum og þróunar á húsnæðislánum. Annað sem ekki er eðlilegt og það er þegar þensluskot verður á verði fasteigna og verðtryggingin snarhækkar lánin í krónutölu. Síðan þegar verðið leitar jafnvægis aftur lækkar ekki krónutalan á lánunum. 

Bankinn hefur þannig  eignast stærri hlut í íbúðunum í raun.

Kristbjörn Árnason, 30.3.2009 kl. 10:33

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Búið er að greiða 600 milljarða til þeirra sem töpuðu sparifé á hruni bankanna. Af peningum þessara sömu skattgreiðenda nútíðar og framtíðar sem menn hafa áhyggjur að skuldir heimilanna lendi á, geti þau ekki greitt eða fá niðurfellingu.

Er það réttlátt að bæta sparifjáreigendum tap sitt, en ekki fasteignaeigendum? Sem hafa orðið fyrir eignaupptöku á fasteignum sínum?

Theódór Norðkvist, 30.3.2009 kl. 10:56

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk fyrir ábendingarnar. Það er enginn vafi á því að með ábyrgð á innstæðum og peningamarkaðssjóðum að hluta var sparifjáreigendum hyglað á kostnað skattgreiðenda framtíðarinnar. Það er vitanlega ekki réttlátt. Það er hins vegar því miður búið og gert. Spurningin núna er sú hvort halda eigi áfram að seilast í vasa barnanna okkar. Ég hef miklar efasemdir um það. Svo þarf líka að hafa í huga að stór hluti þessara sparifjáreigenda eru lífeyrissjóðir, sem eru í eigu skuldaranna líka.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.3.2009 kl. 11:01

5 identicon

Svona eru nú kreppur leiðinlegar, Kristbjörn, en sem betur fer vara þær ekki að eilífu. Benda má á að í þenslu undanfarinna ára hækkuðu líka tekjur fólks. Fólk hafði val um það að kaupa ekki dýra bíla og stór hús, leggja fyrir og láta verðtrygginguna vinna með sér. Sumir gerðu það, sumir ekki.

Stjórnmálamenn þora einfaldlega ekki að slá algerlega af 20% leiðina eða 4m kr. leiðina, eða einhverjar útfærslur á þeim, fyrir kosningar. En þegar búið er að kjósa verður sett kúla í hausinn á þeim báðum hraðar en við getum blikkað auga.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 11:08

6 identicon

"Síðan þegar verðið leitar jafnvægis aftur lækkar ekki krónutalan á lánunum."

Þegar eða ef vísitalan sem farið er eftir lækkar þá lækkar höfuðstóll lána. Það gæti orðið raunin hér þó verðhjöðnunarástand sé af mörgum ekki talið gott, en það er önnur saga.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband