23.3.2009 | 23:05
Markmið og afleiðingar?
Þegar farið er að hugleiða skattahækkanir af þessum toga er mikilvægt að gera sér fyrst grein fyrir því hvað líklegt sé að af þeim leiði og hver tilgangur þeirra er.
Í fyrsta lagi þarf að átta sig á því hvert markmiðið er. Það markmið eitt og sér að jafna útborguð laun er afar vafasamt. Laun ráðast í frjálsum samningum á markaði. Skattahækkun á hærri laun er því líkleg til að auka kostnað fyrirtækjanna af hærra launuðum starfsmönnum, sem ólíklegt er að séu tilbúnir að taka á sig kjaraskerðingu í formi hærri skatta án þess að annað komi á móti. Því er alls óvíst að markmiðið um launajöfnun náist í raun, auk þess sem erfitt er að koma auga á réttlætisgrundvöll slíkrar stefnu.
Í öðru lagi þarf að hafa í huga að auknir skattar á hærri laun eru líklegir til að draga úr vilja fólks til að vinna yfirvinnu og hækka þannig laun sín. Samhengið milli innkomu ríkisins og prósentuhækkunarinnar er því alls ekki línulegt og óvíst að hærri skattprósenta skili neitt meiri innkomu þegar upp er staðið.
Mig grunar að hvatinn að baki kröfum um aukna skattlagningu liggi í tvennu. Annars vegar því að ríkið hefur bersýnilega þörf fyrir auknar tekjur á næstu árum, jafnvel þótt um verulegan niðurskurð verði að ræða. Hins vegar held ég að hann liggi í því að mörgum finnst óréttlátt að einstaka stjórnendur í atvinnulífinu njóti himinhárra launa, ekki síst í ljósi þess að þegar öll kurl komu til grafar var frammistaða þeirra ekki endilega til fyrirmyndar. Þessu er hins vegar tæpast til að dreifa í neinum mæli lengur.
Meginatriðið er þá þetta: Skattahækkanir kunna að vera nauðsynlegar á næstu misserum til að mæta tekjusamdrætti ríkisins. Hins vegar er mikilvægt að umfang þeirra og útfærsla verði þannig að þær skaði heimilin sem minnst og dragi sem allra minnst úr hvatanum til tekjusköpunar, en aukin framleiðni er eina leiðin til að tryggja hagvöxt hér til framtíðar. Því er mikilvægt að mögulegar útfærslur verði greindar og skoðaðar á vandaðan hátt áður en að framkvæmd kemur. Svo væri auðvitað ekki úr vegi að skoða líka afleiðingar þess að lækka skatta frekar en að hækka þá.
3% skattur á 500 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:12 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.