Ríkisrekin atvinnuuppbygging - nei takk!

Sú hugmynd að skikka fyrirtæki til að endurfjárfesta í stað þess að greiða arð er vafasöm í meira lagi. Ákvörðun um arðgreiðslur eða ekki ræðst af því hvort arðbær tækifæri til uppbyggingar séu til staðar. Ef þau eru það ekki er eðlilegra að greiða arð.

Verði fyrirtæki skylduð til að endurfjárfesta leiðir það af sér óarðbærar fjárfestingar og þar með lakari lífskjör. Gleggsta dæmið um slíkt er Landsvirkjun, sem er skikkuð til þess með lögum að byggja virkjanir án nokkurs tillits til þess hvort þær skila arði eða ekki. Afleiðingin nú er sú að fyrirtækið er tæknilega gjaldþrota og mörg hundruð milljarða ábyrgðir hvíla á skattgreiðendum vegna virkjunar sem kostaði tvöfalt það sem hún átti að kosta og mun aldrei skila hagnaði.

Af tvennu illu er skárra að hækka skatta á hagnað fyrirtækja, því þá skapast ekki óeðlilegur hvati til að fjárfesta í, ja, bara einhverju.


mbl.is Uppbygging í stað arðgreiðslna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 287347

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband