6.11.2008 | 09:03
Jafnræðis verður að gæta
Það er að vissu leyti skiljanlegt að ákveðið hafi verið að kaupa bréf út úr sjóðum ríkisbankanna á yfirverði, enda höfðu ráðherrar áður lýst því yfir að reynt yrði að draga úr tapi þeirra sem í sjóðunum áttu.
Það er hins vegar fullljóst, að ríkisvaldið hlýtur að vera skuldbundið til að standa við bakið á sjóðum annarra fjármálastofnana með sama hætti. Verði það ekki gert er það alvarlegt brot á jafnræði og ríkið skapar sér þá væntanlega skaðabótaskyldu.
Það hlýtur að vera skýlaus krafa allra eigenda fjármuna í peningamarkaðssjóðum sparisjóða og smærri banka, að skuldabréf þeirra verði keypt af ríkisbönkunum eða ríkissjóði á grunni sömu reiknireglna og beitt var gagnvart bréfum í sjóðum ríkisbankanna.
200 milljarðar fóru í sjóðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Þorsteinn!
En hvað um þá sem eiga ekkert í svona sjóðum en bara í venjulegum sparlileiðum nú eða bara þeir sem eiga ekkert en skulda ekkert svo ekki sé talað sé um þá sem skulda en sem fá að taka þungann af öllum harmleiknum í formi hárra vaxta og verðbóta.
Viðar Steinarsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 12:34
Já, Þorsteinn þú mættir gjarnan svara þessu. Hvar er jafnræðið gagnavart þeim sem skulda verðtryggt nú. Það er eini hópurinn sem ekkert er gert fyrir. Það er ekki einu sinni verið að reyna að lofa því að bæta þeim hópi eitt eða neitt..
Dilbert, 6.11.2008 kl. 15:07
Ég er sammála því að þetta er ekki auðvelt mál. Ef maður horfir þröngt á peningamarkaðssjóðamálið eitt finnst mér sjálfgefið að þar verði að gæta jafnræðis. Hitt er svo annað mál hvort það eigi að horfa á það þröngt. Almennt talað er skoðun mín sú, að ein meginrót vandans í fjármálakerfinu, ekki aðeins hér, heldur alls staðar, liggi í því að ríkið sé yfir höfuð að tryggja innistæður. Við höfum undanfarið séð hverja ríkisstjórnina á fætur annarri lýsa því yfir að allar innistæður séu tryggðar að fullu. Er slíkt eðlilegt? Eins og þið bendið á eru það þá skuldararnir sem taka skellinn. Ég held að væntingarnar um ríkisábyrgð eigi mikinn þátt í því að fjárfestar hafa sett mikið fé inn í bankana án þess að vita í rauninni í hvað það fer. Ríkistryggingin hefur líka orðið til þess að bankarnir hafa tekið meiri áhættu en þeir hefðu átt að gera.
Eðlilegast væri að ríkið ábyrgðist einfaldlega engar fjárfestingar. Þá yrðu allir varkárari.
Þorsteinn Siglaugsson, 6.11.2008 kl. 16:35
Þetta er mjög athyglisverð frétt.
Ekki vissi ég að yfirlýsingar ráðherra hefðu lagagildi. Ríkið ábyrgist reikningsinnistæður í bönkum sem falla annað ekki. Ákveði ríkið að greiða meira (í þessu tilfelli 200ma!) en þeim ber samkvæmt lögum, eru þeir peningar einfaldlega teknir frá öðrum (ólöglega).
Þetta er einnig athyglisvert í öðru ljósi. Ef rétt er að hluti isesave deilunnar snúist um það hvort hluti (jafnvel stór) þeirra innistæðna skilgreinist sem n.k. peningamarkaðssjóður (stóru aðilarnir, sveitafélög o.fl.) en ekki hefðbundnar innistæður, þá hlítur þessi gerð að veikja mjög okkar málsstað.
Úr símtalinu fræga var eittvað á þessa leið:
sp: Ábyrgist þið inninstæður íslendinga í bankanum? sv: Já sp: En ekki innistæður útlendinga? sv: Nei....ekki nema o.s.frv.
Okkur er óheimilt að gera upp á milli íslendinga og EES búa í íslenskum banka samkvæmt EES. Ef við erum að borga íslendingum umfram skyldur, verða hinir að sitja við sama borð.
sigurvin (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:24
Miðað við hvernig bankarnir auglýstu sjóðina, sem 100% örugga leið til sparnaðar með góðum vöxtum, sé ég ekkert að þessari björgunaraðferð. Það þarf hins vegar að passa, að bankamenn þeir sem stofnuðu til þessa skandals sem sjóðirnir hafa reynst vera, komi aldrei nálægt fjármunum aftur.
ESÓ (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.