Styðjum okkar fólk!

Sjálfur hef ég alla tíð haft mestu vantrú á þessari tilraun til að komast í Öryggisráðið og talið kröftum okkar betur varið í aðra hluti.

Nú er þessari umfangsmiklu og kostnaðarsömu kosningabaráttu hins vegar að ljúka og ekki verður aftur snúið héðan af. Aðstæður hafa einnig breyst verulega, þar sem við glímum nú við tímabundna bankakreppu sem skaðað hefur orðspor okkar erlendis.

Eins og staða mála er nú kynni sæti í Öryggisráðinu að hjálpa okkur að byggja upp ímynd þjóðarinnar á ný. Árangur á þessum vettvangi myndi líka sýna að við getum staðið af okkur tímabundin áföll.

Einnig verður að líta til þess að fjöldi samlanda okkar leggur nú nótt við dag að vinna þessu markmiði brautargengi. Okkur ber skylda til að styðja þetta fólk í stað þess að gera lítið úr starfi þess.

Nú er ekki rétti tíminn til að nöldra yfir og hæðast að framboði Íslands til Öryggisráðsins. Nú þurfum við að standa saman og klára þetta mál með sóma!


mbl.is Hörð barátta um sæti í öryggisráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband