Stefnuskráin fundin!

Nú fyrir stundu barst mér í hendur afrit af stefnuskrá Lýðræðisflokksins, en hún hafði verið falin á ónefndum stað á Reðursafninu. Hér er hún:

 Yfirskrift: Burt með eiginhagsmunapot.

1. Eiginhagsmunapot verði bannað.

2. Álögur á eldsneyti á trukka verði afnumdar.

3. Ríkið tryggi trukkabílstjórum fulla atvinnu.

4. Reglur um hvíldartíma trukkabílstjóra verði felldar niður.

5. Vextir af lánum til trukkakaupa verði afnumdir.

6. Trukkabílstjórar fái frítt kaffi í öllum sjoppum landsins.

7. Bannað verði að spreyja táragasi á trukkabílstjóra.

8. Stjórnarformaður Strætó verði rekinn.

9. Fjármálaráðherra verði hengdur.

10. Ræðutími þingmanna verði styttur eða afnuminn með öllu.

11. Málefni aldraðra trukkabílstjóra verði tekin til skoðunar.

12. Hnefarétt í stað orðagjálfurs þingmannadruslna.


mbl.is Gefur ekkert eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hver skrambinn Eru þeir að stela "góðu málunum" frá svikurunum, sem hafa einkarétt á pólitík?

Ég er að leita mér að nýjum flokki til að styðja, finn engan í þeirri flóru sem fyrir er

Sigrún Jónsdóttir, 6.6.2008 kl. 16:43

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er prentvilla í eintakinu sem þú fannst - ég fann eintak þegar ég var að skila dagblöðum í Sorpu. Í mínu eintaki stendur í 9.gr. að „Fjármálaráðherra verði flengdur“ Kanski er flokkurinn klofinn í þessu máli.

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.6.2008 kl. 19:02

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Flengdur eða hengdur. Þar er grundvallarmunur. Klofningshópurinn heitir víst "Samtök sturlaðra marx-lenínskra alræðislýðræðissinna".

Þorsteinn Siglaugsson, 6.6.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband