24.1.2008 | 22:45
Að skjóta sig í fótinn
Ég held að skipulögð mótmæli á vegum minnihlutaflokkanna í borgarstjórn hafi gengið fram af mörgum. Ekki síður en rógsherferð sömu aðila á hendur Ólafi F. Magnússyni, sem er einn vandaðasti maður sem nú er að finna í íslenskum stjórnmálum.
Það er einfaldlega til skammar að smala menntskælingum á áhorfendapalla og láta þá gera hróp að fólki, sér í lagi þegar lætin eru ekki einu sinni í tilefni af einhverju mikilvægu málefni, heldur eiga sér aðeins rót í svekkelsi tiltekins fólks yfir því að missa völdin.
Ég yrði ekki hissa þótt það kæmi á daginn fljótlega að þetta upphlaup hafi fremur styrkt nýja meirihlutann en hitt.
![]() |
Hávær mótmæli í Ráðhúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 287959
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér líst vel á Óla, það er mikið í hann spunnið og hann á eftir að gera góða hluti, vonandi fær hann vinnufrið fyrir þessum skríl.
Sturla Snorrason, 24.1.2008 kl. 23:25
100% sammála þér Þorsteinn.... og það gerist nú ekki oft !
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.1.2008 kl. 23:26
Vonandi var þetta ekki 100% smölun og vonandi á þetta eftir að aukast, Íslenskir stjórnmálamenn hafa komist upp með ótrúlega hegðan, og þráláta setu í embættum, án nokkrar ábyrgðar á gjörðum sýnum.
Vona að unga kynslóðin hristi þjóðina aðeins, svo hún vakni og fari að láta heyra í sér en ekki bara tuða út í horni.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 25.1.2008 kl. 11:21
Sammála þér Þorsteinn.
Sindri Guðjónsson, 26.1.2008 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.