Að skjóta sig í fótinn

Ég held að skipulögð mótmæli á vegum minnihlutaflokkanna í borgarstjórn hafi gengið fram af mörgum. Ekki síður en rógsherferð sömu aðila á hendur Ólafi F. Magnússyni, sem er einn vandaðasti maður sem nú er að finna í íslenskum stjórnmálum.

Það er einfaldlega til skammar að smala menntskælingum á áhorfendapalla og láta þá gera hróp að fólki, sér í lagi þegar lætin eru ekki einu sinni í tilefni af einhverju mikilvægu málefni, heldur eiga sér aðeins rót í svekkelsi tiltekins fólks yfir því að missa völdin.

Ég yrði ekki hissa þótt það kæmi á daginn fljótlega að þetta upphlaup hafi fremur styrkt nýja meirihlutann en hitt.


mbl.is Hávær mótmæli í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Mér líst vel á Óla, það er mikið í hann spunnið og hann á eftir að gera góða hluti, vonandi fær hann vinnufrið fyrir þessum skríl.

Sturla Snorrason, 24.1.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

100% sammála þér Þorsteinn.... og það gerist nú ekki oft !

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.1.2008 kl. 23:26

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Vonandi var þetta ekki 100% smölun og vonandi á þetta eftir að aukast, Íslenskir stjórnmálamenn hafa komist upp með ótrúlega hegðan, og þráláta setu í embættum, án nokkrar ábyrgðar á gjörðum sýnum.

Vona að unga kynslóðin hristi þjóðina aðeins, svo hún vakni og fari að láta heyra í sér en ekki bara tuða út í horni.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 25.1.2008 kl. 11:21

4 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sammála þér Þorsteinn.

Sindri Guðjónsson, 26.1.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband