Morfisþingið og rétturinn til rökfærslu

Nú hafa allir flokkar nema VG samþykkt að takmarka verulega ræðutíma á Alþingi. Þingmenn VG hafa gagnrýnt nýja þingskapafrumvarpið harkalega og telja þar vegið að málfrelsi. Ég er ekki sannfærður um að sú túlkun sé rétt, enda hafa þingmenn enn rétt til að tjá sig.

Með nýju reglunum er hins vegar vegið mjög gróflega að rétti þingmanna til að færa rök fyrir máli sínu. Þegar um flókin mál er að ræða kalla þau oft á ítarlega röksemdafærslu, sem verulegur vafi er á að hægt sé að setja fram í 15 mínútna ræðu. Þar má nefna ýmiss konar efnahagsmál, þungvæg mál sem hafa í för með sér umtalsverð áhrif á samfélagsgerðina, alþjóðamál í flóknu samhengi og þannig má lengi telja.

Helsta röksemd þeirra sem talað hafa fyrir þessum reglum er sú, að tilgangur þingræðna sé sá að greina frá skoðun á tilteknu máli. Það eigi að vera auðvelt á 15 mínútum. Þessa röksemd hafa fjölmiðlar gripið á lofti. Hin röksemdin er sú, að þingmenn VG séu ómarktækir í málinu vegna þess að þeir flytji oft langar ræður.

Hver hugsandi maður sér auðvitað að slíkar röksemdir eru út í hött. Þingmenn flytja ekki ræður til að greina frá skoðunum sínum, heldur til að færa rök fyrir skoðunum sínum. Og það hvaðan andstaðan við breytingarnar kemur hefur auðvitað ekkert með röksemdirnar með og á móti að gera.

Málflutningurinn segir okkur það fyrst og fremst að í huga þeirra sem að honum standa er Alþingi aðeins afgreiðslustofnun fyrir stjórnvöld. Það er aðeins vettvangur fyrir einhvern "mér finnst" og "af því bara" málflutning. En umræður á þinginu skipta nákvæmlega engu máli!

Tvær meginástæður liggja að baki því að Alþingi hefur hnignað í áliti meðal þjóðarinnar. Í fyrsta lagi er það vegna þess að ljóst er orðið að þingið er nánast algerlega valdalaust. Í öðru lagi er það vegna þess að málflutningur þingmanna verður sífellt slakari og ber moðkenndri hugsun og þekkingarleysi æ sterkara vitni. Þingmenn virðast í síauknum mæli flytja mál sitt eins og þeir væru í ræðukeppni í unglingaskóla, þar sem rökin skipta engu, en öllu skiptir að virðast sniðugur að snúa út úr málflutningi andstæðingsins. Og nú er Morfisþingið komið til að vera!

Sjá ennfremur: http://tsiglaugsson.blog.is/blog/tsiglaugsson/entry/378951/

 


mbl.is Þingskapalög endurskoðuð eftir 3 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband