7.12.2007 | 08:55
Góðar fréttir eða slæmar?
Þessi vísitala mælir þrennt: Losun gróðurhúsalofttegunda vegur 30%, þróun losunar vegur 50% og stefna stjórnvalda 20%. Það er eðlilegt að Ísland standi framarlega þegar kemur að losun á mann, enda er iðnvæðing hér tiltölulega lítil. Varðandi stefnu stjórnvalda virðumst við á svipuðu róli og mjög mörg önnur ríki hér og þar á listanum. Ég hef raunar grun um að þarna ráði miklu hvort búið er að setja eitthvað niður á blað eða ekki. Þróun undanfarin ár vegur hins vegar þyngst í þessari vísitölu. Útkoma Íslands þar bendir til þess að losun hafi aukist lítið á undanförnum árum. Spurningin er hins vegar sú hvað gerist þegar stóriðjuverin sem ýmist eru að hefja starfsemi nú, eða stendur til að taki til starfa fljótlega, koma inn. Þá er líklegt að við hröpum hratt á þessum ágæta lista. Og þá er spurningin: Hvort er betra að byrja á toppnum og falla svo niður í þriðju deild, eða byrja neðarlega en hafa svigrúm til að bæta sig?
Ísland í fremstu röð í umhverfismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.