Frábær hugmynd!

Þetta er snjöll hugmynd hjá Alþjóðahúsi.

Í fyrsta lagi eru svona barmmerki líkleg til að fá fólk til að hugsa út í það hvernig við komum fram við útlendinga.

Í öðru lagi gæti ég vel trúað því að þau yrðu til þess að almenningur legði sig fram um að hjálpa erlendum starfsmönnum að læra málið.

Það að hafa tækifæri til að tala erlent mál við heimamenn er líklega besta leiðin til að læra það almennilega. Ég kynntist því eitt sinn sjálfur þegar ég dvaldi í hálfan mánuð í Frakklandi. Við leigðum hús úti í sveit í Provence og húsinu "fylgdi" mikill ágætis húsvörður. Hann kom í heimsókn á tveggja til þriggja daga fresti til að athuga hvort allt væri í lagi. Þær heimsóknir tóku gjarna dáldinn tíma og þá var sest niður yfir kaffibolla og spjallað. Húsvörðurinn góði kunni lítið í ensku en var þeim mun ötulli að tala frönsku við okkur hjónin, bæði hægt og skýrt. Ég held að ég hafi lært meiri frönsku á þessum heimsóknum en öllu frönskunáminu í menntaskóla.


mbl.is 300.000 íslenskukennarar virkjaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enskumælandi tengdadóttir mín sem flutti hingað til lands í ágúst var að hætta í afgreiðslustarfi í kvenfataverslun þar sem hún kom miður sín heim nærri því daglega eftir vinnu því hún mætti þvílíkum dónaskap frá allt of mörgum (ekki öllum) viðskiptavinum verslunarinnar sem leituðu aðstoðar hennar. Hún sótti um þessa vinnu hér því þetta er samskonar starf og hún var að vinna við í sínu heimalandi. Ég skil það vel að fólk vilji láta afgreiða sig á íslensku hér á Íslandi og ekkert er sjálfsagðara en það er óþarfi fyrir fólk að missa sig algerlega í argasta dónaskap bæði í orði og verki. Hún lenti m.a. í því að kona sem hafði verið að máta föt kastaði fötunum á gólfið fyrir framan hana í stað þess að rétta henni þau til frágangs, þegar hún svaraði henni á ensku. Hún skilur meira en hún getur talað eins og yfirleitt er hjá fólki sem er að læra nýtt tungumál og eins og hún segir sjálf þá skilur hún flest það sem viðskiptavinurinn er að biðja um þó hún geti eins og er svarað takmarkað nema á ensku. Nú er verslunin búin að missa góðan starfskraft og kannski vilja margir Íslendingar frekar hafa litla þjónustu í verslunum hér heldur en starfsmenn sem eru allir að vilja gerðir að gera sitt besta þrátt fyrir takmarkaða íslenskukunnáttu. Tengdadóttir mín er harðákveðin í því að læra íslenskuna eins fljótt og vel og við verður komið. Kannski snýr hún þá aftur í þjónustu við viðskiptavini einhverrar verslunar sem vantar góðan starfskraft en þangað til velur hún sér eitthvað annað starf þar sem ekki er hætta á því að hún komi niðurbrotin heim eftir að hafa mætt óverðskulduðum dónaskap bara vegna þess að hún er útlendingur.

Þórhildur (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 23:01

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég er sammála Þórhildi í því að fólk verður að sýna kurteisi þótt starfskrafturinn tali ekki íslensku. Hins vegar finnst mér að það eigi að forðast í lengstu lög að ráða fólk til afgreiðslustarfa sem ekki talar málið. Þótt flestir Íslendingar undir fimmtugu tali orðið eitthvað í ensku þá á það ekki nálægt því við allt eldra fólk. Móðir mín sem er 70 ára lærði t.d. aldrei ensku í skóla og kann aðeins hrafl í málinu. Í sambananburði yrði ég ekkert ánægð ef ég kæmi inn í búð hér í Vancouver og starfsfólkið talaði bara kínversku. Ég á ekki beinlínis heimtingu á því að starfsfólk búða tali ríkismál hvers lands en það er vissulega betra að svo sé. Og þess vegna er þetta auðvitað flott framtak hjá Alþjóðahúsi. Hjálpa skal útlendingunum við að læra íslensku svo það geti unnið í búðum, ef það er það sem það vill. En á meðan það talar ekki málið finnst mér að þetta fólk verði alla vega að vinna náið með einhverjum sem gerir það þannig að fólk eigi alltaf kost á því að fá afgreiðslu á móðurmálinu ef það þess óskar.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.11.2007 kl. 09:32

3 identicon

...og þó hafðirðu búið í Fontainbleu í tvö ár ;-)

En sýnir það ekki vantrú okkar á íslenskunni að það þurfi Alþjóðahúsið til að hvetja landann til að útbreiða móðurmálið? Stæði það ekki einhverjum öðrum nær?

Annars klikkaði ég á þessu í morgun þegar ég hitti kollega mína hjá Fréttablaðinu sem ég hef fram að þessu boðið góðan daginn. Ég sagði "Dzien dobry" á minni allra bestu pólsku. En ég gerði það þó alla vega ekki á ensku.

Grímur Sæmundsson (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 09:52

4 identicon

Auðvitað er það æskilegast að ráða eingöngu fólk sem er vel talandi á íslensku í þjónustustörf. Móðir mín talar hvorki né skilur ensku og það væri illmögulegt fyrir hana að fara í verslun og fá aðstoð manneskju sem talar ekkert í málinu. Svo er auðvitað um marga fleiri. Það er líka auðvelt að snúa sér þá til einhvers annars sem getur aðstoðað. Ég fór í Nóatún um daginn og fann ekki samlokurnar svo ég snéri mér að konu sem greinilega var að vinna þarna og spurði hana um samlokurnar. Svarið sem ég fékk var: "Ég ekki tala íslensku, ég læra." Svo ég spurði hana á ensku og þá kom svarið: " Ég ekki heldur tala eða skilja ensku." Ég klappaði henni á bakið :/ og sagði: Allt í lagi, allt í lagi" og leitaði að öðrum starfsmanni sem gat leiðbeint mér. Punktur minn er sá að það er óþarfi að vera með dónaskap gagnvart fólki sem er að vinna hér þó það tali ekki eða skilji málið enda er það á hreinu að flestir eru að reyna að ná tökum á málinu. Ég, eins og aðrir, vil tala íslensku þegar ég fer að versla hér á landi. Ástandið er bara þannig að það er skortur á starfsfólki í verslunum hér enda er það ekki að ástæðulausu að verið er að ráða fólk sem ekki er með íslenskuna á hreinu. Yfirmaður tengdadóttur minnar var líka hálf miður sín yfir því að hún væri að hætta og reyndi að fá hana til að vera lengur, þó ekki væri nema í hlutastarfi en án árangurs og það þykir mér segja mikið um ástandið í starfsmannamálum viðkomandi verslunar sem hefur þó margt starfsfólk og auðvitað flest íslenskt.

Þórhildur (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 14:02

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk fyrir innleggin. Á endanum snýst þetta auðvitað um kurteisi og þolinmæði. Það eru ástæður fyrir því að hér er fullt af útlendingum í afgreiðslustörfum. Það hljómar kannski ankannalega að það þurfi Alþjóðahúsið til að grípa til svona aðgerða. En kannski er það ekkert óeðlilegt að frumleg hugmynd komi frá aðila sem er ekki á kafi í málverndarpólitíkinni, enda virðist fátt frumlegt hafa komið frá þeirri hliðinni voða lengi.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.11.2007 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband